Mosfellingur - 09.02.2023, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 09.02.2023, Blaðsíða 26
ÖSKUDAGURINN NÁLGAST Opið til kl. 21 á bolludag Opið til miðnættis á sprengidag Faxafeni 11 • 108 Reykjavík • www.partybudin.is Sóknarmaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson hefur geng- ið til liðs við uppeldisfélag sitt Aftureldingu á nýjan leik frá Hönefoss í Noregi. Arnór Gauti skrifaði undir tveggja ára samning við Aftureldingu í vikunni og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Hinn 26 ára gamli Mos- fellingur skoraði 10 mörk í 14 leikjum í Lengjudeild- inni þegar hann var á láni hjá Aftureldingu frá Fylki sumarið 2021 en hann var þá að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Það sumarið var hann markahæstur hjá Aftureldingu og var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá liðinu. Þá var Arnór Gauti einnig fyrirliði Aftureld- ingar síðari hluta þess tímabils. Eftir að hafa skorað 10 mörk með Hönefoss í Noregi síðastliðið sumar er hann nú mættur aftur á heima- slóðir í Mosfellsbænum. „Afturelding hljómaði mest spennandi fyrir mig á þessum tímapunkti. Það er alltaf jafn gaman að koma aftur í uppeldisfélagið. Í ár ætlum við að ná árangri,” sagði Arnór Gauti eftir undirskriftina en hann er að bætast í hóp öflugra leik- manna sem hafa gengið til liðs við Aftureldingu fyrir komandi tímabil. Fram undan er keppni í Lengju- bikarnum hjá Aftureldingu áður en Mjólkurbikarinn hefst í apríl og Lengjudeildin sjálf í byrjun maí. Tveggja ára samningur við UMFA • „Í ár ætlum við að ná árangri“ Arnór Gauti kominn heim magnús már þjálfari, arnór gauti og gísli elvar formaður meistaraflokksráðs - Íþróttir26 Oft er þörf en nú er nauðsyn Hefur þú brennandi áhuga á kvennaknattspyrnu og vilt taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu? Oft er þörf en nú er nauðsyn að fá inn fleiri sjálfboðaliða með okkur! þann 13. febrúar kl. 20:00 í Vallarhúsinu verður opinn fundur varðandi framtíð kvennaknattspyrnunnar í Mosfellsbæ. Við hvetjum þig að mæta og taka þátt í starfinu.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.