Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Side 2
Vignir Guðmundsson vfttur
Vignir Guðmundsson blaðamaður við
Morgunblaðið talaði „um daginn og veg-
inn“ í Ríkisútvarpið 6. þ. m.
Erindi hans var að miklu leyti árás á
kaupmannastéttina, en alveg sérstaklega og
mjög ómaklega veittist hann að Sigurði
Magnússyni formanni Kaupmannasamtaka
íslands.
Erindið var þannig úr garði gert, að út-
varpsráð sá sig tilneytt að víta ræðumann,
og á fundi sínum 15. þ. m. gerði útvarpsráð
einróma eftirfarandi samþykkt:
„Útvarpsráð harmar að reglur Ríkisút-
varpsins um óhlutdrægni voru brotnar í er-
indinu „Um daginn og veginn“ 6. þ. m.
Jafnframt vill útvarpsráð ítreka að þeim
sem tala „Um daginn og veginn“ er treyst
til að fylgja vandlega reglum útvarpsins,
enda eru handrit þeirra ekki lesin fyrirfram."
Yfirlýsing þessi var lesin í kvöldútvarpi 15.
þ. m., auk þess birtist hún í dagblöðunum.
Hér kemur svo útdráttur úr erindi Vignis
blaðamanns: „Það er sem sagt galdur og
gestaþraut að vera neytandi í Noregi og ég
þekki aðeins eitt land, sem býr við svipað
kerfi, en er líklega, þegar öll kurl koma þó
til grafar, heldur skárra, og það er vort
kæra ísland". — „Aldrei hef ég orðið eins
áþreifanlega var við þessa ódrepandi löng-
un kaupmannsins til að vilja ráða því hve-
nær hann veitir okkur neytendum þjónustu
sína eins og er ég hlýddi á málsvara kaup-
manna tala í borgarstjórn; þessa gullvægu
forsjá hins alvitra, sem ekkert vill að sjálf-
sögðu gera okkur nema gott eitt. Haldið þið
að það sé ekki munur að hafa slíka forsjár-
menn, sem af allri sinni mildi og brjóstgæð-
um ætla að gera okkur þann stóra greiða
að lofa okkur að kaupa varninginn sinn frá
kl. 9 til kl. 6. Haldið þið að það sé ekki
munur fyrir okkur að geta bara látið það
vera, að kaupa nokkrar vörur, ef við erum
þeir dæmalausu ratar að vera að vinna á
þessum tíma. Hvílík ókristileg framkoma
við kaupmanninn og starfsfólk hans, hjálp-
ræði okkar og líkamlega forsjá, að sýna
honum þá óvirðingu að vera bundinn við
annað meðan honum eða starfsfólki hans
þóknast að hafa tíma til að rétta okkur,
allra mildilegast, vörurnar, sem við þurf-
um til að geta lifað. Og að hugsa sér þá
óskammfeilni, og blátt áfram dónaskap, að
ætla að raska kerfi hans og vinnutilhögun,
grafa undan matvælaverzlun höfuðborgar-
innar, með því að fara þess á leit, að hann
gefi sér tíma til að rétta okkur varninginn,
þegar við höfum þörf fyrir hann og tíma
til að taka við honum. Nei, góðir hálsar.
Þetta er hneyksfi! Við eigum að hlíta forsjá
kaupmannsins og þeirra, sem þjónustuna
veita. Við eigum að vera bljúgir og af hjarta
h'tillátir og taka þegjandi því sem að okkur
er rétt hvort sem við höfum aðstöðu til
þess eða ekki.
En nú vill svo illa til, að það eru til
nokkrir óvinir almættisins, sem telja að það
séu ekki síður neytendurnir sem eiga að
ráða því hvenær þeim þóknast að kaupa
og nota vöruna. Og það eru sumir svo
heimskir að halda, að þeir, sem þjónustu
veita, eigi að gera það eftir ósk þess, sem
borgar fyrir þjónustuna. Vafalaust eiga
kaupmenn við margan vandann að glíma.
Þeir þurfa að koma upp góðum verzlunum
og dýrum vörubirgðum, en hitt er jafn víst
að þeir verða að gera það allt í samræmi
við þarfir og vilja kaupendanna og þeir
verða að leysa kjarasamninga við starfsfólk
sitt með hagsmuni neytendanna fyrir aug-
um en ekki eftir duttlungum sjálfra sín eða
afgreiðsfufólksins."
Þá vitum við það!
34
VERZLUNARTÍÐINDIN