Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Side 12

Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Side 12
Á undaníörnum árum hafa bæði hér og ann- ars staðar í heiminum verið uppi kröfur um styttingu vinnutímans. Bæði hérlendis og erlend- is hafa þessar kröfur náð fram að ganga að meira eða minna leyti. Verzlunarfólk fékk s.l. vetur með kjaradómi talsverða styttingu á vinnutíma, auk ailverulegra og verðskuldaðra kauphækkana. Afleiðingin varð að sjálfsögðu sú, að vöruverð hækkaði allmikið, þar sem iangt var frá að verzl- unin gæti tekið á sig þennan aukna kostnað, án þess að leggja hann á vöruna. Ef verzlanir al- mennt færu daglega að hafa opið fram undir miðnætti, eins og sumir telja nauðsynlegt, hlyti óhjákvæmilega að koma að því að til ennþá stórfelldari verðhækkana drægi vegna aukins dreifingarkostnaðar. Það er augljóst mál, að al- menn neyzla eykst ekki að neinu leyti, þó verzl- anir væru opnar meirihluta sólarhringsins. Þess vegna hlýtur sá aukakostnaður, sem óhjákvæmi- iegur er með lengingu verzlunartímans, að leggj- ast á vöruna fyrr eða síðar. Ég tei það iurðulegt, hvað oft kemur fram í ræðu og riti, að verzlunin, og virðist þá einna helzt átt við matvöruverzianir, veiti ekki þá þjón- ustu sem sjálfsögð og æskileg sé frá sjónarmiði neytenda. Þessari skoðun halda meðal annars Neytendasamtökin fram, og sumir virðulegir borgarstjórnarfulltrúar hafa jafnvel haldið henni á lofti. Ekki vil ég eða tel ástæðu til að draga úr mikilvægi verzlunarinnar í þjóðarbúskapnum. F.kki vii ég heldur mæla gegn því, að hún veiti sem bezta þjónustu, svo framarlega sem sú þjón- usta sem veitt er, er jafnt í hag kaupenda og seljenda. Hins vegar hygg ég að erfitt muni reynast að sannfæra fólk almennt um, að dreif- endur matvöru séu ein þýðingarmesta stétt þjóð- iélagsins. En það hijóta þeir að álita, sem ekki telja sig geta verið án hennar þjónustu nema örlítinn hluta sólarhringsins, að minnsta kosti ber ekki á að þeir ráðamenn þjóðarinnar, sem skammta henni laun fyrir sína þjónustu, meti hana svo hátt. En þessi laun hafa verið og eru enn, t. d. á landbúnaðarvörum, svo naumt skömmtuð, að fjöldi verzlana hefur ýmist orðið gjaldþrota, eða riðar á gjaldþrotsbarmi. Þeir, sem hafa gengið fram fyrir skjöldu til að krefjast bættrar verzlunarþjónustu, hafa gleymt ýmsum þýðingarmiklum atriðum, sem snerta þjónustu almennt, og til að nefna eitt- hvað, því af nógu er að taka þá væri fróðlegt að fá að vita, hvers vegna t. d. Neytendasamtök- in kvarta ekki yfir, að Borgarstjóraskrifstofurnar, Toflstjóraskrifstofan og Gjaldheimtan opna ekki skrifstofur sínar fyrr en einni eða tveim klst. eftir að flest annað fólk hefur hafið vinnu og loka Framhald á bls. 52 44 VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.