Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Síða 23

Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Síða 23
Aðalfundur Kaupmannasamtakanna Aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands var haldinn í Reykjavík fimmtudaginn 11 júní sd. Formaður samtakanna, Sigurður Magnússon, setti fundinn og tilnefndi sem fundarstjóra Sig- urð Óla Ólafsson, alþingismann á Selfossi, en lundarritara Einar Ólafsson, kaupmann á Akra- nesi. Formaður samtakanna flutti þessu næst yfirlits- ræðu um störf samtakanna á liðnu starfsári og benti á þau verkefni sem úrlausnar biðu og Kaupmannasamtökin þyrftu að vinna að í næstu framtíð. Þannig mætti ekki lengur dragast að endurskoðun löggjafar um verzlunaratvinnu færi fram og breytingar á henni gerðar til samræmis við breyttar aðstæður og til þess að gera réttar- stöðu kaupsýslumanna ákveðnari og tryggari. Ennfremur bæri að vinna að því að stofnlána- deild verði komið upp fyrir verzlunina, hliðstætt því sem aðrir atvinnuvegir hafa. Að lokum hvatti hann kaupmenn eindregið til þess að hyggja vel að cillum nýjungum í verzlunarrekstri og færa ser í nyt reynslu annarra þjóða í j)essum efnum, cf það mætti verða til þess að auka framleiðni verzlunarinnar, bæta þjónustu við neytendur og clraga úr dreifingarkostnaði, en einmitt með jjessu gætu kaupmenn lagt drjúgan skerf til jjess að varðveita jrann árangur sem náðst hefur í efna- hagsmálum þjóðarinnar á undanförnum árum og stuðlað að auknum hagvexti. Að lokinni ræðu formanns flutti Sveinn Snorra- son skýrslu framkvæmdastjórnarinnar um störf stjórnarinnar á liðnu starfsári, sem verið hefur eitt umsvifamesta og erilsamasta í sögu samstak- anna. Viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason heimsótti fundinn og hélt ræðu um efnahags- nialin, þróun jreirra að undanförnu og horfur. Hefur úrdráttur úr ræðu ráðherrans verið birtur 1 dagblöðunum. Á fundinum ríkti mjög mikill einhugur um storf Kaupmannasamtakanna og létu fulltrúar aðildarfélaganna, en þau eru 17 að tölu auk ein- staklinga, í ljós eindreginn stuðning við j>au VERZLUNARTÍÐINDIN mál, sem stjórnin liefur haft til meðferðar á síð- astliðnu starfsári. Fulltrúi einstaklinga í stjórn Kaupmannasam- takanna var endurkjörinn, Sigurður Óli Ólafsson, kaupmaður á Selfossi, og oddamaður í stjórn Kaupmannasamtakanna kosinn af aðalfundi var einróma endurkjörinn Sigurður Magnússon, kaupmaður í Reykjavík. Aðalfundurinn gerði ýmsar samþykktir og ályktanir, m. a.: 1) Áskorun til Atvinnumálaráðu- neytisins um endurskoðun löggjafar um verzlun og verzlunaratvinnu. 2) ítrekaðar voru fyrri áskoranir til ríkisstjórnarinnar og stjórnar Seðla- bankans um að hlutast verði til um að Verzlunar- banka íslands verði sem allra fyrst veitt heimild til þess að verzla með erlendan gjaldeyri. 3) Aherzla var á jiað lögð, að halda bæri áfram jæirri stefnu, er núverandi stjórnarvöld hafa tek- ið til aukins frjálsræðis í verðlagsmálum og inn- flutningsmálum. 4) Fullum stuðningi fundarins var lýst við stefnu stjórnar kaupmannasamtak- anna og aðgerðir í lokunarmálunum, jafnframt beindi fundurinn áskorun til borgarstjórnar Reykjavíkur um að aðhafast ekki í lokunarmál- unum, neitt })að sem til þess væri fallið að auka á misrétti verzlana. 5) Fundurinn mótmælti jæirri hækkun, sem orðið hefur á söluskatti og smásölu- verzluninni er gert að innheimta, og ítrekaði fyrri ályktanir um að lögbundið yrði alegrt jafn- rétti í skattamálum, þannig að öll atvinnufyrir- tæki hafi sömu skyldu til skattgreiðslu, hvort sem j)au væru í einkaeign, félaga eða opinberra stofn- ana. Á fundi stjórnar Kaupmannasamtaka íslands 23. júní s.l. fór fram kosning framkvæmdastjórn- ar fyrir næsta ár þannig: Formaður: Sigurður Magnússon. Varaformaður: Eðvard Frímannsson. Ritari: Lárus Bl. Guðmundsson. Gjaldkeri: Ásgrímur P. Lúðvíksson. Meðstjórnandi: Stefán Sigurðsson.

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.