Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Síða 19

Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Síða 19
t M I N N I N G Hajlílór R. Gunnarsson kaupmaður. Halldór R. Gunnarsson, kaupmaður, andaðist 29. febrúar s.l. eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu, er hann háði með stakri hugprýði og sálarró. Halldór var fæddur á Skeggjastöðum í Mið- iirði 26. april 1896, en ólst að mestu upp að Valdarási í Víðidal, þar sem foreldrar hans, hjónin Kristín Guðmundsdóttir og Gunnar Kristófersson, bjuggu. Faðir Halldórs var hreppstjóri í sveit sinni og síðar kaupmaður á Hvammstanga. Halldór var nemandi Alþýðuskólans á Hvamms- tanga, og er hann hafði lokið þar námi vann hann í tvö ár hjá Riis-verzlun þar í kauptúninu, og þar fékk hann sína fyrstu verzlunarreynslu. Taldi hann það mikið happ fyrir sig að hafa starfað við Riis-verzlun undir handleiðslu hins mæta manns, Bjarna Bjarnhéðinssonar. Til Reykjavíkur fór Halldór árið 1919 og til verzlunarnáms í Kaupmannahöfn árið 1920. I Danmörku fékk hann umboð fyrir nokkur verzlunarfyrirtæki og seldi vörur fyrir þau hér á landi næstu ár. Arið 1923 keypti Halldór matvöruverzlun Guð- mundar Olsen í Aðalstræti 6 hér í Reykjavík og rak þar verzlun í nær 30 ár, eða til ársins 1951. Arið 1936 opnuðu Halldór og Júlíus Kolbeins vefnaðarvöruverzlun undir nafninu „Manchester" a Laugavegi 40. Þá verzlun fluttu þeir svo í Aðal- stræti 6 og lagði Halldór þá niður matvöru- verzlunina, en keypti hluta Júlíusar í vefnaðar- voruverzluninni og rak hana í Aðalstræti þar til hygging Morgunblaðs-hússins hófst, en þá flutti hann verzlun sína á Skólavörðustíg 4 og rak hana til dauðadags. Halldór R. Gunnarsson var einn af stofnendum Lélags matvörukaupmanna, fyrsta sérgreinafé- lags kaupmanna, árið 1928, og enginn íslenzkur haupmaður hefur átt jafnlengi sæti í stjórn sér- greinafélags kaupmanna sem hann. Halldór var kjörinn í stjórn Félags vefnaðar- verzlunartíðindin Halldór R. Gunnarsson. vörukaupmanna árið 1939 og átti sæti í henni í meira en 20 ár og var heiðursfélagi þess félags. Halldór kvæntist Steinunni dóttur Sigurðar Solvasonar, póstmeistara í Westbourne, Kanada, en fósturdóttur Brynjólfs H. Bjarnasonar, kaup- manns í Reykjavík, 2. nóvember 1924. Eignuðust þau fjögur börn: Rút, cand. mag. frá brezkum háskóla, fulltrúa hjá raforkumálastjóra, Gunnar Kristinn, en hann andaðist átta ára gamall, Guð- Guðrún Steinunn, gift John Brian Dodsworth, doktor í forn-íslenzku frá Cambridge, og Brynjólf Hermann, verzlunarmann. Heimili þeirra Halldórs og Steinunnar var rómað fyrir myndarskap og gestrisni þeirra við- brugðið. Halldór var mikill drengskaparmaður og fé- lagslega þtoskaður öðrum fremur. Hann var háttprúður, áreiðanlegur og hjálp- fús og naut mikilla vinsælda hjá viðskiptamönn- um sínum og stéttarbræðrum, enda voru honum falin mörg trúnaðarstörf. Það er mikill skaði að slíkum manni sem Hall- dór var, en minning hans og fordæmi lifir og varðar veginn. Jib. 51

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.