Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Side 17

Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Side 17
 Aðalfundur V er zlunarbankans Aðalfundur Verzlunarbanka íslands h.L var haldinn í Lídó, laugardaginn 4. apríl s.l. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, var fundar- stjóri eins og undani'arin ár, en fundarritarar voru Gunnlaugur J. Briem, skrifstofumaður og Sveinn Snorrason hrl., framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtaka íslands. Egill Guttormsson stórkaupmaður, formaður bankaráðs, flutti skýrslu um starfsemi bankans á liðnu starfsári, og kom þar fram að starísemi bankans hafði aukizt á árinu. Innlán jukust um 68,1 milljón króna og námu heildarinnlög í árslok 387,4 milljónum króna. Á s.l. ári festi bankinn kaup á húseigninni Bankastræti 5, en þar heíur bankinn liaft aðsetur s.l. 3 ár. Starfsaðstaða bankans mun batna mjög er viðbótarhúsnæði verður tekið í notkun á þessu ári. Höskuldur Ólafsson bankastjóri flutti fram reikninga bankans og gerði grein fyrir einstök- um liðum þeirra, og kom þar fram að hagur bankans er góður. Bankinn starfrækir tvö útibú, t Reykjavík og Keflavík. Starfsmenn bankans voru 50 í árslok. Aðallundurinn samþykkti að fela stjórn bank- Höskuldur Olafsson, bankastjóri, flytur skýrslu sína. ans að vinna að undirbúningi stofnlánadeildar við bankann. Framhald á bls. 58. Sú hefð hefur skapazt, að borgarstjóri Reykjavíkur sé fun darstjóri á aðalfundum Verzlunarbanka íslands. Hér er Geir Hailgrímsson borgarstjóri í ræðustól. VERZLUNARTÍÐINDIN 49

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.