Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Qupperneq 3

Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Qupperneq 3
/---------------- MÁLGAGN KAUPMANNASAMTAKA ÍSLANDS KLAPPARSTÍG 26, 4. HÆÐ - SIMI 1 93 90 Ritstjóri: Jón I. Bjarnason Ritnefnd: Haraldur Sveinsson Lárus Bl. Guðmundsson Þorgrimur Tómasson. * KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Pormaður: Sigurður Magnússon Framkvæmdastj.: Sveinn Snorrason. SÉRGREINAFÉLÖG: Félag blómaverzlana * Formaður: Hendrik Berndsen Félag búsáhalda- og járnvörukaupmanna * Formaður: Björn Guðmundsson Félag húsgagnaverzlana * Formaður: Ásgrímur P. Lúðvíksson Félag íslenzkra bókaverzlana * Formaður: Lárus Bl. Guðmundsson Félag ísl. byggingarefnakaupmanna Formaður: Hjörtur Hjartarson * Fulltrúi: Eggert Kristinsson Félag kjötverzlana Formaður: Jónas Gunnarsson * Fulltrúi: Þorvaldur Guðmundsson Félag Ieikfangasala Formaður: Sigurður Sigurðsson * Fulltrúi: Páll Jóhannesson Félag matvörukaupmanna Formaður: Guðni Þorgeirsson * Fulltrúi: Sigurliði Kristjánsson Félag söluturnaeigenda Formaður Hafliði Þ. Jónsson * Fuiltrúi: Hjörtur Fjeldsted Félag tóbaks- og sælgætisverzlana Formaður: Þorsteinn J. Sigurðsson * Fulltrúi: Ólafur Þorgrímsson Félag vefnaðarvörukaupmanna * Formaður: Edvard Frímannsson Kaupmannafélag Akraness Formaður: Einar Ólafsson * Fulltrúi: Elias Guðjónsson Kaupmannafélag Hafnarfjarðar * Formaður: Stefán Sigurðsson Kaupmannafélag Keflavíkur og nágrennis Formaður: Þorbjörn Einarsson * Fulltrúi: Sölvi Ólafsson Kaupmannafélag Siglufjarðar Formaður: Egill Stefánsson * Fulltrúi: Björn Jónsson Kaupmannafélag ísafjarðar * Formaður: Jón Ö. Bárðarson Skókaupmannafélagið Formaður: Pétur Andrésson * Fulltrúi: Sveinn Björnsson Fulltrúi kaupmanna utan sérgreina- f élaga: * Sigurður Ó. Ólafsson Oddamaður, kjörinn af aðalfundi K.Í.: * Sigurður Magnússon * Fulltrúar í stjóm K.Í.: PRENTSMIÐJAN 0901 H.F V__________________________________-J \Í:rzl ,UNAR- IND Kvöldsala ver^lana T^immtudaginn 2. júlí s.l. var samþykkt á fundi í borgarstjórn Reykjavíkur að leyfa verzlunarfyrirtækjum og kaupmönnum að hafa verzlanir sínar opnar til kl. 22.00 — til kl. tíu að kvöldi. Er hér átt við allar búðir, sem hafa á boðstólum „sæmilegt úrval helztu nauðsynjavara" — eins og það heitir í samþykktinni. Akvæði þetta gildir því ekki aðeins fyrir matvörubúðir einar, heldur allar verzl- anir, sem á boðstólum hafa „nauðsynjavöru“. Samhliða þessu var ákveðin mikil aukning á vörulista söluturna og annarra kvöldsölustaða, sem hafa opið til kl. 23.30. Má segja að með þeirri ákvörðun hafi þessir sölustaðir verið gerðir að matvöru- búðum, opnum til miðnættis. Þessi ráðstöfun sýnist furðuleg, þar sem þessir sölustaðir hafa engan kjarasamning, — sem stendur, — við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og fyrri kjarasamningar miðaðir við að þessir staðir seldu aðeins fáar vörutegundir. Mikið hefur verið talað um „þarfir neytenda" og „sjónarmið neytenda" í umræðum um „kvöldsölumálin“, og þá þjónustu, sem verzlanir veittu og ættu að veita, og þá sérstaklega matvöruverzlanir. Fáir virðast hins vegar hafa komið auga á þá staðreynd, að fólkið, sem annast verzlunarþjónustuna, — þ. e. a. s. eigendur fyrirtækj- anna og starfsfólk þeirra, — fólkið sem beint eða óbeint er tengt verzlun og viðskiptum hér í borginni er um það bil fjórðungur íbú- anna. Þetta fólk er einnig neytendur og hefur sín sjónarmið ekkert síður en aðrar stéttir þjóðfélagsins. Hvað hinu atriðinu viðkemur, — þjónustunni, — má tvímælalaust fullyrða, að hún er ekki lakari hér hjá okkur, en almennt gerist meðal annarra þjóða. Hér er fjöldi búða mjög nýtízkulegur, og hafa tileinkað sér nú- tíma tækni. Vöruvalið er mikið og gott. Hér er fullnægt ströngu heilbrigðiseftirliti, sem er til sóma hvaða menningarþjóðfélagi sem væri, en með samþykkt heilbrigðisnefndar á stóraukinni sölu á matvöru í söluskálum og biðskýlakompum, virðist nefndin beinlínis rífa niður það sem hún hefur verið að byggja upp. Dagvinnutími afgreiðslufólks í sölubúðum hér er 46 klst. á viku, og er í hámarki miðað við það, sem annars staðar tíðkast. Ofan á þetta bætast svo 25 til 40 klst. á mánuði í yfirvinnu á hvern starfs- mann og er það meira en annars staðar þekkist. ☆ Eitt af því, sem öflugt ríkisvald á að tryggja þegnum sínum, er félagslegt atvinnuöryggi. En félagslegt atvinnuöryggi til handa verzluninni felst m.a. í fyrirmælum og ákvörðunum þess opinbera um staðsetningu verzlana og verzlunarhætti. Það, sem kaupmenn hafa fyrst og fremst farið fram á við borgarstjórn Reykjavíkur í þessu máli, er einmitt að þeim sé tryggt félagslegt atvinnuöryggi og jafn- rétti, — að þeim sé vært með fyrirtæki sín, og gert kleift að veita viðskiptavinum sínum, — neytendunum, — sem mesta og bezta þjónustu. Nú virðist hins vegar þessi sjálfsagða krafa kaupmanna hanga á bláþræði lýðskrums pólitískra spekúlanta. Þegar svo stendur á sem nú, að átök um viðskipti og verzlunar- hætti eru framundan, mun verzlunarfólk og vinnuveitendur þess, — kaupmennirnir, — snúa bökum saman í baráttu fyrir farsælli lausn vandamálanna, en jafnframt sýna hinum pólitísku spekúlöntum, að þeir hafa barið að dyrum eftir lokun og verður ekki hleypt inn til höndlunar. jib. VERZLUNAR'TÍÐINDIN 35

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.