Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Side 9
kringumstæðum og í takmarkaðan tíma, og hið
sama hefur í vaxandi mæli átt við um stjórnmála-
menn, bæði hér og þó einkum í öðrum löndum.
En hér hefur það verið skoðun stjórnvalda, og
þá yfirleitt óháð því, hvaða flokkar hafa setið
við völd, að nauðsynlegt hafi verið að halda al-
mennu verðlagseftirliti, meðan óróinn í verðlags-
og kaupgjaldsmálunum hefur verið jafn mikill
og hann hefur verið hér undanfarna áratugi.
Forsenda þess, að unnt sé að afnema verðlags-
eftirlit í því formi, sem það enn hefur hér, er
þvi, að jafnvægi skapist í verðlags- og kaupgjalds-
málum. Þegar slíkt jafnvægi hefur náðst, er verð-
lagseftirlit í hinu gamla formi óþarft. Þetta hefur
verið skoðun allra ríkisstjórna í nálægum fönd-
um, hvort sem þær hafa verið kenndar til vinstri
stefnu eða hægri stefnu.
í þessu sambandi vit ég sérstaklega nefna það
kerfi, sem Danir hafa tekið upp hjá sér í þessu
efni. Á s.l. ári var þar samþykkt löggjöf um eftir-
lit með verðlagi. Veitir sú löggjöf stofnun, sem
nefnist einokunareftirfitið, heimifd til þess að
láta fara fram athuganir á verðfagi og álagningu
í tiiteknum greinum, þar sem hún telur slíkt
vera nauðsynlegt. Samtök neytenda eða framleið-
enda geta einnig óskað slíkrar athugunar. I fram-
haldi af henni getur stofnunin ákveðið, að verð
eða álagning megi ekki hækka í 3 mánuði í einu,
meðan á athuguninni stendur. Leiði hún í ljós,
að verðlagning í þessum tilteknu greinum sé ó-
réttmæt, getur stofnunin sett reglur um verð og
álagningu eða birt leiðbeiningarverð. Þegar stofn-
unin ákveður verð og álagningu á þennan hátt,
ber henni skyida til þess að taka tillit tif kostn-
aðar í fyrirtækjum, sem rekin eru á hagkvæman
hátt. Einkasölueftirlitið getur einnig sett reglur
um merkingu vöru og verðmerkingu hennar og
um gerð vörureikninga, ef það teiur slíkar reglur
muni greiða fyrir samkeppni. Það hefur einnig
heimild til þess að fyrirskipa að setja þunga-
merkingu á vörur, sem pakkaðar eru í verksmiðj-
um. Þessi lög voru sett til viðbótar liigum, sem
verið hafa í gildi í Danmörku síðan 1955 um
eftirlit með einokun og takmörkun á samkeppni.
1 ilgangur þeirra laga hefur verið að korna í veg
lyrir verðhækkanir, sem stafa af of lítilli sam-
beppni, hvort sem það er vegna þess, að ekki sé
nema einn aðili, sem ráði yfir markaðinum, eða
gerðir hafi verið samningar, sem takmarki sam-
beppnina. Þegar um slíkt er að ræða, veita lögin
Einokunareftirlitinu heimild til þess að grípa í
taumana og setja reglur um verð, álagningu og
]Jví um líkt. Einokunareftirlitið getur einnig
krafizt skrásetningar á samningum og þess, að
leitað sé samþykkis þess á samningum, áður en
þeir ganga í gildi. Ég tel þessa löggjöf að ýmsu
VERZLUNARTÍÐINDIN
leyti vera til fyrirmyndar og tel tímabært að rann-
saka, hvaða skipun okkur hér henti bezt í þess-
um efnum.
Ég hef í þessum orðum mínum vikið að ýmsum
helztu viðfangsefnunum, sem nú eru á döfinni
í íslenzkum efnahagsmáfum. Ég vona, að það
geti orðið til þess að auðvelda mönnurn að mynda
sér skýra og rökstudda skoðun á því, hvaða
stefna og hvaða ráðstafanir séu líklegastar til
þess að ráða giftusamlega fram úr vandamálun-
um, sem framundan eru. Ég tel, að hið nýgerða
launasamkomulag valdi því, að nú sé bjartara
framundan í íslenzkum efnahagsmálum en verið
hefur um skeið undanfarið. Stórt skref hefur
verið stigið til að ná aftur því jafnvægi, sem
raskazt hafði. Forystumönnum launþegasamtak-
anna og atvinnurekendasamtakanna, sem að þessu
hafa unnið, ber að þakka þá ábyrgðartilfinningu,
sem þeir hafa sýnt. Það hlýtur nú að vera von
allra góðra manna, að sá friðartími, sem fram-
undan er, verði ekki stundarfyrirbæri, heldur var-
anlegur. Ég þykist vita, að íslenzk verzlunarstétt
rnuni vilja að því stuðla af öllum mætti. Henni
er það ekki síður hagsmunamál en þjóðarheifd-
inni allri, að jafnvægi haldist í kaupgjafds- og
verðlagsmálum, að gengi krónunnar sé stöðugt,
greiðsluafgangur sé í utanríkisviðskiptunum og
fjárhagur þjóðarinnar traustur, út á við og inn
á við. Það er hinn eini öruggi grundvöllur þess,
að áfram sé hægt að vinna að auknu frjálsræði
til framkvæmda og viðskipta. En heilbrigt frjáls-
ræði til framkvæmda og viðskipta í samvinnu
við öflugt ríkisvald, sem tryggir trausta undir-
stöðu efnahagslífsins og félagslegt réttlæti, er ör-
uggasta leiðin til sívaxandi hagsældar.
f«—«■——«—**———>*— --------------—— ----
Sá allra hezti.
Einn af fremstu kaupmönnum borgarinn-
ar sagði eftir að hafa hlýtt á Vigni bfaða-
mann bfaðra um „Daginn og veginn“ í
Ríkisútvarpinu: — Og svo ætlast þessi
brjóstumkennanlega brjóstvörn neytenda-
samtakanna til þess að hann sé afgreiddur
með morgunmat kl. að ganga 12, þegar
aðrir ætla að fara að borða hádegismat,
af því hann hafði sofið yfir sig.
+■«——■— -----------— ------------------*
41