Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Qupperneq 26
Frá. sé^remaíélö^unum
Aðalfundur Félags húsgagnakaupmanna var
haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum 13. febrúar s.l.
Formaður Félagsins Ásgrímur P. Lúðvíksson
flutti skýrslu stjórnarinnar og rakti starf félagsins
á liðnu starfsári.
Stjórn félagsins var einróma endurkjörin en
hana skipa:
Ásgrímur P. Lúðvíksson, formaður, Guðmund-
ur Guðmundsson og Magnús Jóhannesson með-
stjórnendur. Varamenn: Árni Skúlason og Jón
Bjarnason.
Endurskoðendur: Guðmundur Daníelsson og
Gunnar Kristmannsson.
Fulltrúi í stjórn Kaupmannasamtaka íslands,
Ásgrímur P. Lúðvíksson og varamaður hans Jón
Ö. Hjörleifsson.
V'
Aðalfundur Skókaupmannafélagsins var hald-
inn í fundarsal Kaupmannasamtakanna að Klapp-
arstíg 26, 30. janúar s.l. Formaður félagsins, Lár-
us Jónsson, las skýrslu stjórnarinnar. Reikningar
félagsins voru samþykktir og stendur frjárhagur
félagsins með blóma.
Fráfarandi formaður, Lárus Jónsson, baðst
undan endurkosningu þar sem hann er að hætta
verzlun með skófatnað.
í stjórn voru kosnir: Pétur Andrésson, for-
maður, Sveinn Björnsson og Björn Ófeigsson,
meðstjórnendur. Til vara: Bergur Kristinsson og
Sigurður Haukur Lúðvíksson.
Fulltrúi í stjórn Kaupmannasamtaka íslands
var kosinn Sveinn Björnsson og Pétur Andrésson
til vara.
Endurskoðendur voru kosnir þeir L,árus Jóns-
son og Magnús Víglundsson.
Lárus Jónsson þakkaði fyrir góða samvinnu
félagsmanna á undanförnum árum og óskaði fé-
laginu og félagsmönnum góðs gengis á ókomnum
árum.
Pétur Andrésson Jrakkaði fráfarandi formanni
I.árusi Jónssyni fyrir langt og traust starf í þágu
skókaupmannafélagsins og félagsmönnum al-
mennt fyrir það traust er þeir sýndu honum.
'v'
Aðalfundur Félags kjötverzlana 1964 var hald-
inn á Hótel Sögu 29. júní s.l.
í upphafi fundar minntist formaður látins fé-
laga, Lárusar Lýðssonar verzlunarstjóra, en hann
var einn af stofnendum félagsins.
Fundarstjóri var kosinn Axel Sigurgeirsson og
fundarritari Marínó Ólafsson. Fráfarandi for-
maður Þorbjörn Jóhannesson flutti skýrslu stjórn-
arinnar og var hún samþykkt samhljóða. Jón
Eyjólfsson las upp endurskoðaða reikninga fé-
lagsins og voru þeir samjrykktir samhljóða.
Jónas Gunnarsson var kosinn formaður félags-
ins og meðstjórnendur Þorbjörn Jóhannesson og
Jón Júlíusson.
í varastjórn voru kosnir Jón B. Þórðarson og
Jóhann Gunnlaugsson. Þorvaldur Guðmundsson
var endurkjörinn fulltrúi í stjórn Kaupmanna-
samtakanna og Þorbjörn Jóhannesson til vara.
Fyrir í stjórninni voru J. C. Klein og Þorvald-
ur Guðmundsson.
v
Aðalfundur Félags söluturnaeigenda f964 var
haldinn í skrifstofu Kaupmannasamtakanna
fimnrtudaginn 7. maí s.l.
Hafliði Jónsson var einróma endurkjörinn for-
maður. Meðstjórnendur voru kosnir Birgir Stein-
þórsson, Ásta Guðmundsdóttir, Páll Stefánsson
og Sveinn Jónsson.
í varastjórn voru kosnir Hjörtur Fjeldsted og
Svavar Guðmundsson.
Endurskoðendur voru kjörnir Eyjólfur Guð-
steinsson og Reynir Jónasson.
Fulltrúi í stjórn Kaupmannasamtaka íslands
var kjörinn Hjörtur Fjeldsted og varmaður lians
Reynir Jónasson.
AðalfunJur
V erzlunarbankans
Framhald af bls. 49.
Á fundinum komu fram eindregin tilmæli unr
að bankanum verði veitt réttindi til að verzla
með erlendan gjaldeyri.
í bankaráð voru endurkjörnir: Egill Guttorms-
son .stórkaupmaður, Magnús J. Brynjólfsson,
kaupmaður, og Þorvaldur Guðmundsson, for-
stjóri. Varamenn voru endurkjörnir: Vilhjálmur
H. Vilhjálmsson, stórkaupmaður, Björn Guð-
mundsson, kaupmaður, og Haraldur Sveinsson,
forstjóri.
Endurskoðendur voru kjörnir Sveinn Helga-
son, stórkaupmaður, og Jón Helgason, kaup-
maður.
Skrifstofustjóri bankans er Kristján Oddsson.
Aðalbókari er Lárus Lárusson, aðalféhirðir:
Björgúlfur Bachmann.
Aðalfundinn sóttu unr 300 hluthafar.
VERZLUNARTÍÐINDIN
58