Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 5
LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 86 5 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 6 Ágrip erinda GeSTAfyRIRLeSTuR Heildrænt öldrunarmat á bráðasjúkrahúsi er lykill að bættum umönnunarferlum Pálmi V. Jónsson1,2, 3 1Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, 2öldrunarlækningadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands palmivj@landspitali.is Eldra fólk sem sækir bráðamóttökur er í aukinni áhættu á óhag- stæðri útkomu samanborið við yngra fólk, svo sem andláti, færni- tapi, langri sjúkrahúsdvöl, endurinnlögn og hjúkrunarheimilisdvöl. Breytileiki eldra fólks hvað varðar færni og heilsufar er hins vegar mikill. Lykill að framförum er að skilja þennan breytileika. Nýleg framvirk lýsandi rannsókn á fólki 75 ára og eldra sem metið var með skimtæki InterRAI fyrir bráðamóttökur, meðal annars á Landspítala, sýndi fram á margvíslega spáþætti fyrir óheppilegri niðurstöðu veikinda þeirra: Einbúi (OR=1,75, p=<0,00), umönnunarálag ættingja (OR=1,67, p=0,01), göngulagstruflun (OR=2,15, p=<0,00) og áverki (OR=2,14, p=<0,00) útsettu eldra fólk fyrir langri sjúkrahúsdvöl. Óháð landi, spáði nýlegt ADL-færnitap (persónuleg umhirða) (OR=2,19, p=<0,00) fyrir um þörf fyrir aukna þjónustu, oft hjúkrunarheimilisdvöl. Nýleg heimsókn á bráða- móttöku (OR=1,95, p=<0,00), erfiðleikar við að ganga stiga (OR=1,90, p=<0,00) og sæmilegt eða lélegt sjálfsmat á heilsu (OR=1,91, p=<0,00) spáði fyrir um endurinnlögn á sjúkrahús í náinni framtíð. Áður hafði samnorræn rannsókn á fólki eldra en 75 ára sem lagt var inn á bráðasjúkrahús sýnt sambærilegar niðurstöður. Í framhaldi af þróun og rannsóknarvinnu eru komin fram þrjú ný InterRAI matstæki: skim- og matstæki fyrir bráðamóttökur (InterRAI ED S og InterRAI ED A) og matstæki fyrir bráðasjúkra- hús (InterRAI AC). Með þessum matstækjum má efla teymisvinnu fagstétta, bæta til muna skráningu upplýsinga, velja úr sérstaka áhættuhópa og byggja umönnunarferla sem einstaklingsmiða þjónustuna við þarfir þess einstaklings. Unnið er að breytingum á móttöku eldra fólks á bráðamóttöku Landspítala með nýtingu slíkra matstækja. Stofnun öldrunarteymis á Landspítala sem og endur- skipulagning á dagdeild öldrunarlækningadeildar nýtir sér einnig þessa tækni. e-1 Mat hjúkrunarfræðinga á bráðadeild Landspítala á eigin hæfni Dóra Björnsdóttir1, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir1,2, Hrund Sch. Thorsteinsson3 1Bráðadeild Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3menntadeild Landspítala dorabj@landspitali.is Bakgrunnur: Hæfni hjúkrunarfræðinga er einn af lykilþáttum sem hafa áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Til að tryggja megi gæði þjónustunnar þarf hæfni hjúkrunarfræðinga ávallt að vera í takt við þarfir sjúklinga og þær kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarfræðinga á hverjum tíma. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna og lýsa hvernig íslenskir hjúkrunarfræðingar meta hæfni sína. Markmið: Að afla upplýsinga sem nýta megi við starfsþróun, aðlögun, kennslu og fræðslu. Aðferðir: Aðferðin var megindleg lýsandi þversniðsathugun sem gerð var í febrúar til apríl 2015. Þátttakendur voru 76 hjúkrunar- fræðingar á bráðamóttöku Landspítala, svarhlutfall var 81%. Notað var viðurkennt finnskt mælitæki, Nurse Competence Scale (NCS), og var það þýtt og staðfært fyrir íslenskar aðstæður. Mælitækið er sjálfsmat sem inniheldur 73 spurningar sem skiptast í 7 hæfniþætti, sem mældir voru á VAS skala 0-10. Gögnin voru greind með lýsandi tölfræði og aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Marktækur munur var á mati hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni eftir starfsaldri í fjórum hæfniþáttum. Voru það hæfni- þættirnir kennsluhlutverk (p=0,010), hjúkrunaríhlutanir (p=0,030), starfshlutverk (p=0,048) og heildarhæfni (p=0,040). Oftast voru það hjúkrunarfræðingar með 10-15 ára starfsreynslu sem mátu hæfni sína mesta eða í fjórum hæfniþáttum af sjö, stjórnun í aðstæðum, hjúkrunaríhlutanir, trygging gæða og starfshlutverk. Aðeins í einum hæfniþætti, umönnun, voru það þátttakendur með lengstan starfs- aldur eða yfir 20 ára starfsreynslu sem mátu hæfni sína mesta. Ályktanir: Mat hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni óx mest á milli 5 og 10 ára starfsaldurs en náði eftir það ákveðnu jafnvægi og fór í sumum tilfellum dalandi. Mismunandi hæfniþættir eru ríkjandi eftir starfsaldri hjúkrunarfræðinga og má draga þá ályktun að starfsþróun þurfi að vera virk allan starfsferilinn og þurfi að taka mið af starfsreynslu. Á þann hátt má hugsanlega draga úr brott- falli hjúkrunarfræðinga úr starfi og auka öryggi í þjónustu bráða- móttökunnar. e-2 Meðferð og líðan sjúklinga með óskilgreinda brjóstverki á Hjartagátt erla Svansdóttir1, Björg Sigurðardóttir2, Hróbjartur Darri Karlsson3, Elísabet Benedikz1, Karl Andersen2 1Gæða- og sýkingarvarnardeild, 2Hjartagátt, 3lyflækningasviði Landpítala erlasvan@landspitali.is Bakgrunnur: Óskilgreindir brjóstverkir eru endurteknir verkir sem ekki stafa af kransæðasjúkdómum. Sjúklingar með óskilgreindra brjóstverki skapa talsvert álag á hjartabráðamóttökur, þar sem allt að 50-75% innlagna eru vegna þeirra. Þessi sjúklingahópur fær hins vegar sjaldan viðeigandi meðferð og situr uppi með áframhaldandi verki, lyfjanotkun og skert lífsgæði eftir útskrift. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar er að meta algengi óskil- greindra brjóstverkja á Íslandi og skoða tengsl þeirra við andlega líðan, lyfjanotkun, nýtingu á heilbrigðisþjónustu og kostnað við veitta meðferð. Aðferð: Öllum sjúklingum á aldrinum 18-65 ára sem koma á Hjartagátt Landspítala vegna brjóstverkja eða óþæginda frá brjósti (október 2015-júní 2016) verður boðin þátttaka í rannsókninni. Þátttaka felst í að svara spurningalistum við innlögn sem meta andlega líðan, líkamleg einkenni, síþreytu og hugarfar sjúklinga. Gögnum um veitta meðferð, notkun á lyfjum og læknisþjónustu, og áætlaðan meðferðarkostnað verður safnað úr sjúkraskrá og gagnaskrám Embættis Landlæknis.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.