Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 12
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 6 12 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 86 Ágrip veggspjalda V-1 PROMPT: Practical Obstetric Multi-Professional Training Halla Ósk Halldórsdóttir1 1Fæðingarvakt Landspítala hallaosk@landspitali.is Bakgrunnur: PROMPT-námskeið eru afrakstur áralangrar þró- unarvinnu og rannsókna í Bretlandi við þjálfun starfsfólks í bráða- tilvikum sem upp geta komið í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Vorið 2013 voru tvær ljósmæður og tveir sérfræðilæknar sendir á PROMPT-leiðbeinendanámskeið í Bretlandi og í kjölfarið voru settir upp PROMPT-bráðadagar á kvennadeild Landspítalans. Ætlast er til að allir sem koma að meðgöngu, fæðingu og/eða sængurlegu á Landspítala taki þátt í einum PROMPT-bráðadegi á ári. Til undir- búnings fyrir daginn fá þátttakendur að láni bók til lestrar og upp- lýsingahefti með staðbundnum upplýsingum til eignar. Markmið: Markmið bráðadaganna er að æfa rétt viðbrögð við bráðatilfellum sem upp geta komið ásamt því að æfa teymisvinnu þeirra sem koma að tilfellunum. Aðferð: PROMPT-bráðadegi er skipt í tvennt, fyrir hádegi eru fyrirlestrar og eftir hádegi verklegar bráðaæfingar. Þátttakendum er skipt í þverfagleg teymi sem vinna saman allan daginn. Rannsóknir hafa sýnt að þjálfun á þeim stað sem tilfellin geta komið upp skilar mun betri árangri og því eru æfingarnar haldnar á kvennadeildinni. Notaðir eru raunverulegir leikmunir og leikarar í hlutverki skjól- stæðinga þar sem það á við. Niðurstöður: Breskar rannsóknir hafa sýnt fram á að þekking og verkleg geta starfsfólks batnar til muna með PROMPT-þjálfun sem og samskipti þeirra. Til þess að bráðadagarnir skili sem bestum árangri er 100% mæting starfsfólks mikilvæg. Ályktanir: Núna erum við að hefja fjórða PROMPT-árið, búið er að skipuleggja 5 bráðadaga á þessu ári. Góð mæting hefur verið á þessa daga undanfarin ár. Í tengslum við bráðadagana höfum við bætt verkferla og verklagsreglur eftir ábendingum þátttakenda. Í lok hvers bráðadags fylla þátttakendur út matsblað og geta þar komið fram með nafnlausa gagnrýni, nær undantekningalaust virðast þátt- takendur ánægðir með daginn. V-2 Innleiðing nýs skráningarkerfis við móttöku slasaðra á bráðamóttöku Landspítala Auður elva Vignisdóttir1,2,3, Davíð Björn Þórisson3,4, Jón Magnús Kristjánsson3 1Rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 2læknadeild HÍ, 3bráðamóttöku, flæðisviði, 4heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala audurev@landspitali.is Bakgrunnur: Landspítali er stærsta sjúkrahús Íslands og tekur á móti flestum þeim sjúklingum af landinu öllu sem slasast alvarlega. Móttaka þessa sjúklinga fer fram samkvæmt fyrirfram skipulögðu verklagi af teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annarra starfsmanna Landspítalans. Markmið: Tilgangur verkefnisins er að innleiða nýtt skráningar- kerfi við móttöku slasaðra einstaklinga. Stefnt er að rafrænni skráningu í rauntíma sem gerð er samhliða skoðun og meðferð sjúklings. Skráningu verður varpað á sérstakan skjá á bráðaherbergi Landspítala. Vonast er til þess að bætt skráning við móttöku slasaðra muni straumlínulaga meðferðarferlið, flýta uppvinnslu sjúklinga og meðferð og auka þannig öryggi mikið slasaðra sjúklinga sem koma á spítalann og tryggja að verklagi við móttöku þeirra sé fylgt. Aðferðir: Sníða þarf forrit/skjal í Heilsugátt þar sem hægt er að skrá lífsmörk sjúklings, skrá hvaða hluta skoðunar sé búið að fram- kvæma og niðurstöður þeirra. Þeir hlutar skoðunar sem eru óklár- aðir munu birtast neðst á skjánum (mynd 1). Eins munu í kerfinu vera skráðar þær lyfjagjafir sem sjúklingur hefur fengið, vökvar, blóðgjafir, íhlutir og aðrir þættir meðferðar. Til þessa verkefnis þarf aðstoð einstaklings með forritunarþekkingu. Forritið/skjalið þarf að vera aðgengilegt á öllum tölvum Landspítala í gegnum Heilsugátt. Auk þess þarf nýjan skjá á vegg bráðaherbergisins þar sem má lesa upplýsingar úr skjalinu. Reynt verður að hanna skjalið svo viðhalda megi rauntímaskráningu í spjaldtölvu á meðan sjúklingur flyst í frekari rannsóknir. Niðurstöður: Myndrænt útlit á fyrirhuguðum breytingum í skrán- ingu sjást á meðfylgjandi mynd. Þar munu efst koma fram almennar upplýsingar um sjúkling, aldur og kyn, ásamt lýsingu á slysinu og hvar grunur sé um að sjúklingurinn hafi hlotið áverka. Neðar munu standa niðurstöður skoðunar og á hægri hluta skjásins koma fram upplýsingar um inngrip og lyf. Neðst sjást reitir sem á eftir að skrá upplýsingar um og tilgangur þeirra er að minna á þá hluta skoðunar og skráningar. Áætlað er að innleiðing hefjist í kringum september 2016. Ályktanir: Gert er ráð fyrir að þetta verði hluti af uppbyggingu á fjöláverkaskrá (Trauma Registry), skráningarkerfi fyrir slasaða ein- staklinga sem koma á Landspítala. Síðar er gert ráð fyrir það kerfi

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.