Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 13
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 6 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 86 13 sameini skráningar frá öðrum deildum og kerfum, utan spítala og á legudeildum, gjörgæsludeildum og endurhæfingardeildum spítal- ans. Slíkt skráningarkerfi leggur grunn að viðamiklu safni gagna sem má nota til frekari rannsókna og umbóta við meðferð slasaðra sem koma á Landspítala. V-3 Móttaka einstaklinga með sjálfsvígshugsanir á bráðamóttöku Landspítala Hrönn Stefánsdóttir1, Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir1, Anna María Þórðardóttir2, Kristín Rósa Ármannsdóttir1 1Bráðamóttöku, 2gæðadeild Landspítala hronnste@lsh.is Bakgrunnur: Vorið 2014 voru innleiddar nýjar verklagsreglur varðandi móttöku einstaklinga með sjálfsvígshugsarnir og/eða eftir sjálfsvígstilraunir á bráðamóttöku Landspítala. Á árunum 2005 til 2009 var heildarfjöldi sjálfsvíga á Íslandi á bilinu 31 til 37 á ári. Flest sjálfsvíg verða meðal einstaklinga á aldrinum 30-59 ára samkvæmt Embætti landlæknis. Markmið: Að bæta móttöku og öryggi sjúklinga með andlega vanlíðan. Bráðamóttaka geðsviðs Landspítala er opinn frá 12-19 á virkum dögum og 13-17 um helgar. Komur einstaklinga með sjálfs- vígshugsanir og/eða eftir sjálfsvígstilraun koma í flestum tilfellum á bráðamóttöku Landspítala utan þess tíma. Aðferðir: Við gerð verklagsreglna var stuðst við klínískar leiðbein- ingar um viðbrögð á Landspítala með yfirskriftinni: „Sjúklingar hættulegir sjálfum sér eða öðrum“, auk gagnreyndrar þekkingar erlendis frá. Yfirsetu- og eftirlitsblað var hannað með upplýsingum um verklag sem og gátlisti sem starfsmenn bráðamóttöku gætu notað við yfirsetu. Einnig voru skýr fyrirmæli útbúin fyrir nauð- ungarvistun og fjötrun. Enn fremur voru útbúnar leiðbeiningar fyrir mat hjúkrunarfræðinga á sjálfsvígshættu í forgangsröðun sjúklinga sem og við fyrsta mat hjúkrunarfræðinga á meðferðarsvæði. Niðurstöður: Verklagsreglurnar voru innleiddar í maí 2014 og almenn ánægja hefur verið með tilkomu verklagsins frá öllum starfsstéttum. Þykir verklagið þægilegt í notkun og góður leiðarvísir við móttöku einstaklinga með sjálfsvígshugsarnir og/eða eftir sjálfs- vígstilraunir. Ályktanir: Með vel skilgreindum verklagsreglum má bæta gæði þjónustu til einstaklinga sem leita til bráðadeildar með sjálfsvígs- hugsanir og/eða eftir sjálfvígstilraunir. Einnig eru verklagsreglur góður leiðarvísir fyrir starfsfólk bráðamóttöku til að sinna slíkum einstaklingum. Þetta getur leitt til bætts öryggis í þjónustu sem og aukinnar starfsánægju starfsmanna á bráðamóttöku Landspítala. V-4 Þjálfun starfsfólks í móttöku barna með bráð lífshættuleg veikindi Karítas Gunnarsdóttir1 1Bráðamóttöku barna Landspítala karitasg@landspitali.is Bakgrunnur: Rannsóknir benda til að þekking og færni heil- brigðisstarfsfólks í sérhæfðri endurlífgun sé ekki fullnægjandi. Í nýjustu leiðbeiningum Evrópska endurlífgunarráðsins er aukin áherslu á vægi þjálfunar svo bæta megi lifun bráðveikra sjúklinga. Rannsóknir benda til að herminám í starfsumhverfi sé gagnleg kennsluaðferð til að viðhalda þekkingu og færni heilbrigðisstarfs- fólks í sérhæfðri endurlífgun, dragi úr atvikum sem ógna öryggi sjúklinga og bæti horfur barna eftir hjartastopp. Markmið: Að þjálfa starfsfólk í móttöku barna með bráð lífshættu- leg veikindi. Aðferð: Þjálfun var í formi hermináms og fór fram á bráðamóttöku barna þar sem móttaka bráðveikra barna fer að öllu jöfnu fram. Þátttakendur í hverjum hóp voru 4-7. Tekin voru fyrir þrjú ólík tilfelli. Leiðbeinandi leiddi umræður eftir hvert tilfelli, þar sem þátttakendur fóru í gegnum tilfellið skref fyrir skref í þeim tilgangi að koma auga á það sem vel var gert og það sem betur mætti fara. Námsefnið var unnið út frá leiðbeiningum Evrópska endurlífgunar- ráðsins og heimfært að aðstæðum sem unnið er við á bráðamóttöku barna. Námsmarkmið voru að bæta þekkingu starfsfólks á; a) verk- ferlum endurlífgunar, b) endurlífgun ungbarna/barna/unglinga, c) bráðabúnaði deildarinnar, d) bráðalyfjum og e) hlutverkaskiptingu, samskiptum og teymisvinnu í endurlífgun. Athuguð var þekking hjúkrunarfræðinga fyrir og eftir þjálfun með prófi. Matslistar á því hversu öruggir hjúkrunarfræðingar væru með framkvæmd til- tekinna verkþátta voru lagðir fyrir og eftir þjálfun. Starfsfólk lagði mat á gagnsemi þjálfuninnar. Niðurstöður: Alls tóku 17 hjúkrunarfræðingar og 5 sjúkraliðar þátt í hermináminu. Þekking hjúkrunarfræðinga á bráðum veikindum barna var marktækt betri eftir þjálfun, en meðaleinkunn á prófi jókst úr 6,9 í 7,9. Mat hjúkrunarfræðinga á eigin öryggi við fram- kvæmd 14 verkþátta af 16 jókst marktækt eftir þjálfunina. Allir þátttakendur töldu að herminámið myndi gagnast í starfi og höfðu áhuga á áframhaldandi þjálfun. Ályktanir: Herminámið var gagnlegt í að efla þekkingu hjúkrunar- fræðinga á réttum viðbrögðum í móttöku bráðveikra barna og efldi trú þeirra á eigin getu til að takast á við bráðatilfelli. Hvort sú þekk- ing skili sér í raunverulegum aðstæðum er hins vegar ósvarað. V-5 Hæfniviðmið hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Landspítalans - innleiðingarrannsókn Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir1,2, Bryndís Guðjónsdóttir1, Dóra Björnsdóttir1, Guðbjörg Pálsdóttir1, Helga Rósa Másdóttir1, Ingibjörg Sigurþórsdóttir1, Kristín Halla Marínósdóttir1, Lovísa Agnes Jónsdóttir1, Ragna Gústafsdóttir1, Sigurlaug A. Þorsteinsdóttir1, Sólrún Rúnarsdóttir1 1Fagráði bráðahjúkrunar á Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands thordith@landspitali.is Bakgrunnur: Viðeigandi hæfni hjúkrunarfræðinga (competence) er nauðsynleg til að veita megi bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Á alþjóðavísu eru vel skilgreind hæfniviðmið og hæfnismat í hjúkrun, talin auka öryggi sjúklinga og gæði hjúkrunar. Markmið: Að skilgreina hæfniviðmið fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Slík greiningarvinna í sérgreinum hjúkrunar á Íslandi er nýmæli. Langtímamarkmiðið er að hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku búi yfir viðeigandi hæfni og þjálfun sem svari þörfum skjólstæðinga og íslensks samfélags. Aðferð: Byggt var á hugmyndafræði Patricia Benner um starfsþró- un hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku voru flokkaðir í fjögur þrep auk þriggja sérhæfðra hlutverka. Sjö rýni- hópar hjúkrunarfræðinga hittust tvisvar sinnum og greindu hvaða hæfni væri æskileg innan viðkomandi þreps og hlutverks. Meðlimir

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.