Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 10
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 6 10 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 86 voru skráð samkvæmt Utstein staðli. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrárkerfi Landspítala og ef vafi lék á orsök voru gögn fengin úr krufningarskýrslum eða úr dánarvottorðum frá Embætti land- læknis. Niðurstöður: Upplýsingar fengust um 636 skráð útköll vegna andláta og hjartastoppa fullorðinna og var endurlífgun reynd í 451 tilfelli (71%). Hjá 272 var orsökin líklegur eða staðfestur hjartasjúk- dómur og af þeim var endurlífgun reynd hjá 270 (99%). Frekari úrvinnsla var gerð hjá síðasttalda hópnum. Meðalaldur hans var 69,9 ár. Karlar voru í meirihluta eða 212 (78%). Meðalútkallstími var rúmar 7 mínútur. Lifandi á sjúkrahús komust 107 (40%) og útskrifuðust 60 (22%). Heilastarfsemi við útskrift samkvæmt CPC-skala var góð en allir stiguðust 1 til 2 af 5. Af þeim sem voru með stuðanlegan takt á fyrsta riti og náðu lifandi á gjörgæslu eða legudeild útskrifuðust 65%. Ályktanir: Í síðustu rannsókn, árin 2004-2007, var útkallstími um mínútu styttri og þá komust 50% lifandi á sjúkrahús og 25% út- skrifuðust. Ekki er marktækur munur á hlutfalli þeirra sem lifðu til útskriftar milli tímabilanna. Á fyrra tímabili útskrifuðust 70% þeirra sem voru með stuðanlegan fyrsta takt. Endurlífgun var reynd í færri útköllum en fyrir skipulagsbreytingar, sem gæti skýrst með breyttri skráningu en einnig fer hjartastoppum vegna hjartasjúkdóma utan sjúkrahúsa fækkandi á höfuðborgarsvæðinu. Lifun eftir hjartastopp vegna hjartasjúkdóma utan spítala var sambærileg við fyrri tímabil þrátt fyrir skipulagsbreytingar. Lifunin telst góð miðað við sam- bærilegar rannsóknir erlendis. e-13 Upplýsingagjöf til sjúklinga um lyf við útskrift af Landspítala Ólafía Kristjánsdóttir, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2, Freyja Jónsdóttir2 1Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2sjúkrahúsapóteki Landspítala olafia90@gmail.com Bakgrunnur: Rannsóknir hafa sýnt að fullnægjandi upplýsingagjöf um lyfjameðferð stuðlar meðal annars að réttri notkun lyfja og eykur þar með líkur á að meðferðarmarkmið náist. Upplýsingaþörf er einstaklingsbundin og hafa heilbrigðisstéttir mismunandi skoð- anir á því hverjum beri að veita upplýsingar um lyf til sjúklinga. Það getur leitt til þess að þær verði ófullnægjandi. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna annars vegar hvort sjúklingar sem útskrifast heim af Landspítalanum telji sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um lyfjameðferð sína og hins vegar núverandi verklag og viðhorf hjúkrunarfræðinga, lækna og lyfja- fræðinga til upplýsingagjafar um lyf til sjúklinga. Aðferðir: Rannsóknin var gerð á Landspítalanum á tímabilinu janúar til apríl 2015. Notaður var spurningalisti eftir fyrirmynd SIMS (Satisfaction with Information about Medicines Scale), sem lagður var fyrir sjúklinga sem voru að útskrifast heim af 9 deildum Landspítalans. Sambærilegur spurningalisti var sendur rafrænt til allra hjúkrunarfræðinga, lækna og lyfjafræðinga Landspítalans. Niðurstöður: Svarhlutfall sjúklinga var 75,5% (n=126). Um 75% þeirra taldi sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um lyfjameð- ferð sína eftir dvöl á Landspítalanum. Rúmlega 80% sjúklinga sagð- ist hafa fengið upplýsingar um nafn, ábendingu og notkunarleið- beiningar lyfja. Rúmlega 40% sagðist hafa fengið upplýsingar um hvernig lyfið virkar og hvert leita megi upplýsinga eftir að heim er komið, og um 20% sjúklinga sagðist fá aðrar upplýsingar varðandi verkun, notkun og öryggi lyfjameðferðarinnar. Svarhlutfall starfs- manna var 13,1% (n=288). Stærsti hluti starfsmanna taldi að læknar ættu að veita sjúklingum upplýsingar um lyf. Að mati starfsmanna reyndust tímaleysi, takmörkuð þekking og skortur á þjálfun helstu hindranir í að veita sjúklingum upplýsingar um lyf. Ályktanir: Flestir sjúklingar töldu sig fá fullnægjandi upplýsingar um lyfjameðferð sína, en þó er tækifæri til úrbóta sér í lagi varðandi upplýsingagjöf tengdar öryggi, það er upplýsingar varðandi mögu- legar aukaverkanir, hvað skuli gera ef skammtur gleymist, hvað beri að forðast á meðan á lyfjameðferð stendur, hvort lyfið hafi áhrif á önnur lyf sem tekin eru og hvar upplýsingar um lyfin sé að finna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þörf sé á skýrara verklagi varðandi upplýsingagjöf um lyfjameðferð til sjúklinga. e-14 Erlendir ferðamenn á bráðamóttöku: Hjúkrunarþarfir og úrræði Helga Þórey Friðriksdóttir1, Dagný Lóa Sighvatsdóttir1, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir1,2, Guðbjörg Pálsdóttir1,3, Brynjólfur Mogensen2,4 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 3flæðisviði Landspítala, 4læknadeild HÍ hthf2@hi.is; dls2@hi.is Bakgrunnur: Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland hefur tvöfaldast frá árinu 2010. Með fjölgun erlendra ferðamanna til landsins má áætla að álagið á heilbrigðisstofnanir hafi aukist. Íslenskar rannsóknir skortir á komum erlendra ferðamanna á bráðamóttöku, hjúkrunarþörfum þeirra eða úrræðum. Erlendir ferðamenn á Íslandi eru fjölbreyttur hópur á öllum aldri með marg- vísleg heilsufarsvandamál og þeir þurfa oft þjónustu vegna tungu- málaerfiðleika, varúðar vegna mögulegra smitsjúkdóma og fleira. Markmið: Að kanna sérstaka þjónustu sem veitt var erlendum ferðamönnum er leituðu á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi frá 21. maí til 31. ágúst 2014. Aðferð: Rannsóknin var afturskyggn þar sem farið var yfir gögn úr sjúkraskrám erlendra ferðamanna sem fengu þjónustu á bráða- móttöku Landspítala frá 21. maí til 31. ágúst 2014. Skráðar voru upplýsingar tengdar sérstakri þjónustu við ferðamenn. Lýsandi greining var gerð á aldri, ástæðu komu, skipulagi ferðar, túlkaþjón- ustu, einangrun, annarri sértækri þjónustu, rannsóknum, sjúkdóms- greiningu og útskrift/innlögn ásamt öðrum sérstökum úrræðum við útskrift, með tilliti til kyns og aldurs. Niðurstöður: Alls voru skráðar upplýsingar um sérhæfða þjónustu hjá 520 erlendum ferðamönnum á bráðamóttöku Landspítala á tímabilinu. Af þeim voru 48,9% karlar og 51,2% konur, meðal- aldur kvennanna var 46 ár en karlanna 47 ár. Flestir voru á eigin vegum (n=323). Ferðamenn frá skemmtiferðaskipum voru 8,8% af heildarfjöldanum. Fengin var aðstoð túlka í 3,8% tilvika og 10,3% sjúklinga þurftu að fara í einangrun. Þar af voru sjúklingar einangr- aðir vegna gruns um MÓSA smit í 75,9% tilvika. Röntgenmynd var sú rannsókn sem flestir ferðamannanna fóru í. Leggja þurfti 8,6 % sjúklinganna inn. Ályktanir: Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hún getur gefið vísbendingu um aukna og markvissari þjónustuþörf erlendra ferðamanna.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.