Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 7

Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 86 7 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 6 mönnum en 93 einingar gefnar konum eldri en 50 ára, eða samtals 324 (82%) einingar. Aðeins 19 O RhD- neyðarblóðseiningar (5%) voru gefnar RhD- konum yngri en 50 ára. Ályktanir: Rekjanleika neyðarblóðs á Landspítala var ábótavant. Meirihluti O RhD- neyðarblóðseininga var gefinn sjúklingum sem uppfylla skilyrði þess að fá O RhD+ neyðarblóð. Mikill minnihluti eininga var gefinn RhD- konum á barneignaraldri. Tilefni er til þess að meta hvort bæta skuli við O RhD+ neyðarblóðseiningum í blóð- skápa Landspítala til viðbótar við ORhD- blóð. e-5 Aldraðir karlar og konur á bráðamóttöku Landspítala: Þarf að vera munur á þjónustu? elísabet Guðmundsdóttir1, Helga Rósa Másdóttir2, Hlíf Guðmundsdóttir3, Lovísa Agnes Jónsdottir2, Ingibjörg Sigurþórsdóttir2, Sigrún Sunna Skúladóttir2, Sigrún Helga Lund4, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir2,5 1Hagdeild Landspítala, 2bráðadeild G2, 3rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 4Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 5hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands elisabeg@landspitali.is Bakgrunnur: Aldraðir sem leita bráðamóttöku eru ekki einsleitur hópur og munur gæti verið á þjónustuþörf kvenna miðað við karla auk þess sem aðrir bakgrunnsþættir gætu verið mismunandi. Gögn um komur aldraðra, greind eftir kyni virðst þó skorta í alþjóðlegum rannsóknum. Markmið: Að skoða breytileika í komum karla og kvenna á bráða- móttökur Landspítala á Hringbraut og í Fossvogi á árunum 2008- 2012. Aðferð: Gagna var aflað úr Vöruhúsi gagna á Landspítala um allar komur einstaklinga, 67 ára og eldri. Upplýsingar um aldur, kyn, komuástæðu (ICD-10), endurkomur og nýtingu göngudeilda voru greindar lýsandi, með kí-kvaðrat prófum og aðhvarfsgreiningu til að kanna sambönd milli breyta. Niðurstöður: Heildarfjöldi koma aldraðra á bráðamóttökur Landspítala á tímabilinu var 66.141, eða 3,1 komur per einstakling. Karlmenn voru yngri, oftar giftir eða í sambúð en konur sem voru oftar með fleiri sjúkdómsgreiningar (p<0,05). Karlmenn komu oftar vegna hjarta- og æðasjúkdóma (p<0,05) en konur vegna stoðkerfis- sjúkdóma (p<0,05). Karlmenn höfðu meiri líkur á innlögn á sjúkra- húsið (OR: 1.10; 95% öryggisbil 1.06-1.14), á tilvísun í göngudeildir eða hjúkrunarstýrðar móttökur á Landspítala (OR: 1.08; 95% örygg- isbil 1.03-1.13) og einnig á endurteknum komum á bráðamóttökur innan 21 dags (OR: 1.09; 95% öryggisbil 1.02-1.17) en konur lágu að meðaltali lengur á sjúkrahúsinu (10,6 daga >10,0; p<0,05). Ályktanir: Á 5 ára tímabili kom umtalsverður fjöldi aldraðra endur- tekið á bráðamóttöku Landspítala. Algengustu komuástæður karla og kvenna á bráðamóttöku voru mismunandi og gætu skýrt hærra hlutfall innlagna karla og einnig lengri sjúkrahúsdvöl kvenna. Auk þess virðist félagslegur bakgrunnur tengjast mismunandi þjónustu eftir komu á bráðamóttöku. Skimun og skipulag þjónustu sem tæki tillit til breytilegs félagslegs bakgrunns gæti dregið úr endurteknum komum og leitt til bættrar og hagkvæmari þjónustu við aldraða. e-6 Komur einstaklinga með heilabilun á bráðamóttöku Jón Snædal1, Margrét Albertsdóttir1 1Öldrunarlækningadeild Landspítala jsnaedal@landspitali.is Bakgrunnur: Talið er að um 2000 manns búsettir á höfuðborgar- svæðinu séu með heilabilun. Af þeim er um helmingur á hjúkrunar- heimilum en helmingur búsettur heima hjá sér. Af þeim er um ¾ þekktir sem slíkir en ¼ hafa ekki hlotið viðeigandi greiningu. Byggð hefur verið upp þjónustukeðja fyrir þessa einstaklinga. Fyrsti hlekk- urinn er minnismóttakan en þar eru á hverjum tíma um 400 manns með heilabilun í eftirliti. Næsti stóri hlekkurinn eru dagþjálfanir þangað sem þeim er beint sem komnir eru af fyrsta stigi heilabilunar Markmið: Að skoða áhrif dagþjálfunarúrræða á ótímabærar inn- lagnir á Landspítalann. Aðferð: Skoðuð var umsetning í dagþjálfunum á árinu 2015 og hversu margir útskrifuðust á Landspítalann, nánast alltaf í gegnum bráðamóttöku. Lagt var mat á hversu margir voru útskrifaðir vegna þess að þjónustukeðjan hefði brugðist, það er hefðu ekki þurft að leggjast inn. Niðurstöður: Á árinu 2015 voru alls innritaðir 152 einstaklingar í 8 dagþjálfanir. Úr dagþjálfun útskrifuðust 119 einstaklingar en af þeim 36, eða liðlega 30%, á Landspítalann, nánast allir vegna bráðra aðstæðna og komu þá í gegnum bráðamóttöku. Á hjúkrunarheimili útskrifuðust 60 einstaklingar beint. Ályktanir: Megintilgangur með þjónustukeðju fyrir heilabilaða er að þeir séu leiddir í gegnum erfitt sjúkdómsferli vaxandi heilabil- unar uns þeir komast á hjúkrunarheimili. Innlagnir á sjúkrahús er ætíð mikið álag fyrir þessa einstaklinga og sú staðreynd að liðlega 30% útskrifta úr dagþjálfunum er á Landspítalann bendir sterklega til þess að þjónustan bregðist í mörgum tilfellum. Full ástæða er til frekari skoðunar á þessu. e-7 Umferðaröryggi, heilsuskertir ökumenn og ökuleyfi í Missouri, Bandaríkjunum Guðmundur freyr Úlfarsson1, Elizabeth A. Unger1, Thomas M. Meuser2, David B. Carr3 1Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, Háskóla Íslands, 2University of Missouri – St. Louis, Gerontology Program, School of Social Work, 3Washington University School of Medicine, Department of Medicine and Neurology gfu@hi.is Bakgrunnur: Aldursdreifing margra þjóða er að breytast og hlutfall eldri ökumanna að aukast. Eldra fólk er líklegra til að búa við skerta heilsu sem getur haft áhrif á umferðaröryggi. Það er mikilvægt að skilja betur tengsl heilsuskerðinga og umferðarslysa. Markmið: Rannsóknin kannaði tilkynningar- og matsferli í Missouri, Bandaríkjunum, þar sem heilbrigðisstarfsfólk, nánir fjöl- skyldumeðlimir, lögregla og starfsfólk ökuleyfastofa geta tilkynnt um mögulega heilsuskerta ökumenn. Við tekur læknisfræðilegt mat á aksturshæfni og í sumum tilfellum skriflegt eða verklegt öku- próf. Matið getur leitt til takmarkana eða niðurfellingar á ökuleyfi. Kannað var hvort læknar staðfestu tilkynningar frá fjölskyldumeð- limum. Aðferð: Rannsakendur unnu með gögn sem safnað var um tilkynn- ingar á árunum 2001-2005 í Missouri, Bandaríkjunum. Notuð var lýsandi tölfræði.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.