Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 6

Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 6
6 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 86 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 6 Niðurstöður: Bráðabirgðaniðurstöður meðal fyrstu 100 þátttakend- anna sýna að 62% þeirra hafa óskilgreinda brjóstverki. Meðalaldur þátttakenda var 50,5 ár. Meðal sjúklinga með óskilgreinda brjóst- verki höfðu 37% (23) verið sendir í lungnamyndatöku, 40% (25) farið í áreynslupróf, 10% (6) farið í þræðingu og 5% (3) farið í hjartaómun. Algengi alvarlegra (10% vs. 0%) og miðlungs þunglyndiseinkenna (41% vs. 34%) var hærra meðal sjúklinga með óskilgreindra brjóst- verki, en 49% þeirra og 66% annarra hjartasjúklinga höfðu engin þunglyndiseinkenni (p<0,05). Eins kom fram vísbending um hærra meðalskor á kvíða meðal sjúklinga með óskilgreindra brjóstverkja (M=4,4 (SD 4,7) vs. M=2,7 (SD 3,2), p=0,055), en ekki mældist munur á líkamlegum einkennum. Ályktanir: Miðað við fyrstu tölur reynist hátt hlutfall sjúklinga sem leita á Hjartagátt vegna brjóstverkja- eða óþæginda frá brjósti hafa óskilgreinda brjóstverki, og meirihluti þeirra var sendur í lungamyndatökur, áreynslupróf eða hjartaþræðingar. Þessi sjúk- lingahópur hefur jafnframt verri andlega líðan samanborið við aðra sjúklinga með brjóstverki á Hjartagátt. Vísindalegur ávinningur rannsóknarinnar felst í aukinni þekkingu á algengi óskilgreindra brjóstverkja á Íslandi, hvaða meðferð sjúklingar með óskilgreinda brjóstverki hljóta í bráðaþjónustu, og hvaða líkamlegu- og andlegu þættir aðgreina þá frá kransæðasjúklingum. Þróað verður þverfag- legt inngrip út frá niðurstöðum rannsóknarinnar sem ætlað er að veita sjúklingum með óskilgreinda brjóstverki sértæka meðferð og bæta gæði þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða. e-3 Tilvísanir til bráðaþjónustu barna- og unglingageðdeildar (BUGL) Bertrand Lauth1,2, Ellen Sif Sævarsdóttir3, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir 2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL), 3sálfræðideild Háskóla Íslands bertrand@lsh.is Bakgrunnur: Fjöldi tilvísana til bráðateymis barna- og unglinga- geðdeildar hefur aukist mikið undanfarin ár. Fjöldi bráðainnlagna á unglingageðdeild hefur líka aukist mikið. Einnig eru margar heimsóknir og innlagnir á bráðamóttöku Barnaspítala vegna geð- rænna erfiðleika. Þessi þróun er frekar ný í barnageðlækningum og sérstaklega áberandi á Íslandi síðan 2010. Klínískar leiðbeiningar vantar til að veita öllum góða og samræmda þjónustu og skilgreina betur þær bráðatilvísanir sem bæri að hafna. Mælt hefur verið með ítarlegri endurskoðun af öllum bráðatilfellum, með stöðluðum aðferðum og skilningi á heildarferlum þeirra. Markmið: Var að greina tilvísanir 308 barna og unglinga á aldrinum 7-18 ára sem leituðu í bráðaþjónustu BUGL árið 2013. Aðferð: Rannsóknin var afturvirk um upplýsingar úr sjúkraskrám en gögnin sjálf voru ópersónugreinanleg. Byggt var á fyrri rann- sóknum við upplýsingasöfnun og tveir bráðakvarðar notaðir við mat á réttmæti bráðatilfella. Niðurstöður: Flestir sjúklingar voru á unglingsaldri (85%), meðal- aldur var 15 ár og meirihluti voru stúlkur (67%). Tilvísendur voru í flestum tilfellum forsjáraðilar (31%). Algengast var að sjúklingar kæmu vegna þunglyndiseinkenna (71%), sjálfsvígshugleiðinga eða hótana (62%). Sjúklingar áttu margir foreldri með sögu um geðræna erfiðleika (35%) eða foreldri með fyrri og/eða núverandi sögu um áfengis- og/eða vímuefnaneyslu (20%). Um 21% sjúklinga hafði komið einu sinni eða oftar til bráðateymis áður og um 35% fengu bráðainnlögn á BUGL. Algengustu greiningarflokkar voru lyndis- raskanir og blandin kvíða- og geðlægðarröskun (57%), athyglis- og ofvirkniraskanir (28%), streitu- og aðlögunarraskanir (26%), kvíða- raskanir (21%) og hegðunarraskanir (12%). Ályktanir: Niðurstöðurnar varpa ljósi á einkenni og þarfir notenda bráðateymis BUGL og hvort mál teljist sem viðeigandi bráðatilfelli. Einnig hvort ákveðnir þættir voru líklegri en aðrir til að tengjast meðferðartíma, bráðainnlögnum, sjálfsvígstilraunum, sjálfsskaða og sjálfsvígshugleiðingum. BUGL er þriðju línu stofnun og ætti þar af leiðandi sjaldnast að vera fyrsti viðkomustaður inn í geðheil- brigðiskerfið. Rýna þarf í ástæður aukningar í bráðageðþjónustu en erlendis hefur meðal annars verið rætt um skort á grunn- og ítarþjónustu (eða skort á aðgengi), skort á barna- og unglingageð- læknum, langa biðlista, takmarkaðar sjúkratryggingar, vanþekk- ingu foreldra, stofnana og/eða meðferðaraðila á kerfinu. e-4 Notkun og rekjanleiki neyðarblóðs í blóðskápum Landspítala á árunum 2013-2015 Anna Margrét Halldórsdóttir1, Björn Harðarson1, Guðrún Svansdóttir1, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen1 1Blóðbankanum Landspítala annamha@landspitali.is Bakgrunnur: Staðsetning neyðarblóðs nálægt sjúklingamóttökum og skurðstofum kemur í veg fyrir óþarfa tafir á blóðinngjöf. Á Landspítala eru þrír blóðskápar sem geyma neyðarblóð; nálægt skurðstofum og kvennadeild á Hringbraut og rannsóknardeild í Fossvogi. Neyðarblóð í skápum Landspítala er ávallt O RhD- (nega- tíft) rauðkornaþykkni. Þar sem einungis 8,4% íslensku þjóðarinnar eru í O RhD- blóðflokki er nauðsynlegt að O RhD- blóð sé ekki notað nema í neyð. Fordæmi eru fyrir því erlendis að bjóða O RhD+ (pósitíft) rauðkornaþykkni sem neyðarblóð fyrir karlmenn og konur yfir barneignaraldri (50 ára). Konur á barneignaraldri sem eru RhD neikvæðar fá ávallt RhD- blóð þar sem anti-RhD mótefni geta valdið fóstri/nýbura skaða. Markmið: Að skoða notkun O RhD- neyðarblóðs í blóðskápum Landspítala með tilliti til blóðflokks, aldurs og kyns blóðþega. Sérstaklega var athugað hversu stór hluti O RhD- rauðkornaeininga var gefinn RhD+ sjúklingum. Athugað var hversu oft Blóðbanka voru sendar upplýsingar um afdrif neyðarblóðseininga, það er hvaða sjúklingur fékk blóðið (rekjanleiki). Aðferð: Afturskyggn leit var gerð í ProSang tölvukerfi Blóðbankans og gögn fengin um notkun O RhD- eininga í blóðskápum Landspítala á árunum 2013-2015. Upplýsinga var leitað um blóð- flokk, aldur og kyn blóðþega. Talin voru tilvik þar sem upplýsingar um rekjanleika neyðarblóðs vantaði. Niðurstöður: Á þriggja ára tímabili (2013-2015) voru 488 O RhD- neyðarblóðseiningar teknar úr blóðskápum Landspítala til nota fyrir sjúklinga, eða að meðaltali 163 á ári. Í 95 tilvikum (19%) skorti rekjanleika en upplýsingar lágu fyrir um afdrif 393 O RhD- neyðar- blóðseininga sem voru sannanlega gefnar sjúklingum. Þar af voru 319 rauðkornaeiningar (81%) notaðar fyrir sjúklinga með RhD+ blóðflokk. Af 393 neyðarblóðseiningum var 231 eining gefin karl-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.