Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 11
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 6 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 86 11 e-15 Komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku Landspítala á árunum 2001-2014 Guðbjörg Pálsdóttir1,3, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir1-3, Brynjólfur Mogensen1,2,4 1Flæðisviði Landspítala, 2rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 3hjúkrunarfræðideild HÍ, 4læknadeild HÍ guggap@lsh.is Bakgrunnur: Erlendum ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað meira en þrefalt frá árinu 2001 og fór fjöldinn í fyrsta skipti yfir milljón árið 2014. Rannsóknir erlendis hafa gefið vísbendingar um að viðbrögð á ferðamannastöðum geti haft langtíma áhrif á ferðamenn sem lenda í slysum. Ástæða var talin á að kanna komur erlendra ferðamanna, á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi á árunum 2001-2014. Markmið: Að kanna tengsl og mismunandi áhrif bakgrunnsþátta við útkomur erlendra ferðamanna sem leituðu til bráðamóttöku Landspítala vegna slysa og veikinda árin 2001-2014 í því markmiði að bæta verklag við forvarnir og sértæka heilbrigðisþjónustu ferða- manna. Aðferð: Allir sem leituðu til bráðamóttöku Landspítala á ár- unum 2001-2014 og voru með gervikennitölu og erlent heim- ilisfang, að undanskildum fæðingum voru í úrtaki. Afturskyggn gagnaöflun úr sjúkraskrám erlendra ferðamanna 2001-2014. Bakgrunnsupplýsingar um ferðamenn, skýriþættir veikinda og slysa, auk afdrifa verða greind með viðeigandi lýsandi og greinandi tölfræðiaðferðum. Niðurstöður: Samkvæmt fyrstu niðurstöðum voru 14.303 ein- staklingar með gervikennitölu er leituðu eftir þjónustu á bráða- móttökunni á rannsóknartímabilinu. Mest var aukningin milli ára frá 2009, eða 7-13%. Á þessu 14 ára tímabili komu þó flestir eftir 2009, eða 55%. Flestir komu í júlí og ágúst. Komur karlmanna voru algengari, eða 55,3%. Algengasti aldurinn var 24 ár. Flestar ástæður fyrir komu á bráðamóttöku voru afleiðingar slysa, eða 49,8%, þar á eftir vegna sjúkdóma, eða 46,5%. Á tímabilinu 2001-2008 voru af- leiðingar slysa algengari komuástæða en eftir 2009 urðu sjúkdómar algengari. Flest slysin voru flokkuð sem frítímaslys, eða 30,5%. Ályktanir: Rannsóknin er fyrst sinnar tegundar hér á landi. Hún getur gefið vísbendingu um helstu ástæður fyrir þjónustuþörf og álagstímum í heilbrigðisþjónustu vegna erlendra ferðamanna. Möguleiki væri á að nýta niðurstöðurnar við þróun viðeigandi þjón- ustu út frá þörfum erlendra ferðamanna og við skipulag markvissra forvarna út frá greiningu á aðstæðum slysa og veikinda.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.