Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 9
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 6 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 86 9 jafnt til kvenna og karla en langstærsti hluti sjúklinganna var 60 ára og eldri. Skráning og fyrirmæli um lyf sjúklinga sem leggjast inn á Landspítala fylgja þeim oft í allri sjúkralegunni og eftir útskrift sem undirstrikar mikilvægi þess að gera vel í byrjun. e-10 Gjöf blóðþrýstingshækkandi lyfja í útæðaleggi á Landspítala Alexander Gabríel Guðfinnsson1, Guðrún María Jónsdóttir2, Hjalti Már Björnsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3bráðadeild Landspítala agg19@hi.is Bakgrunnur: Við meðferð bráðveikra sjúklinga er tafarlaus gjöf blóðþrýstingshækkandi lyfja oft nauðsynleg. Leiðbeiningar mæla almennt með að blóðþrýstingshækkandi innrennslislyf séu gefin í holæðaleggi, en talið hefur verið að gjöf þeirra í útlægar æðar fylgi hætta á vefjadrepi. Þrátt fyrir slíkar leiðbeiningar getur reynst nauð- synlegt að gefa blóðþrýstingshækkandi lyf í útæðaleggi því það er tímafrekara að koma fyrir holæðalegg og slíkt inngrip er ekki á færi allra lækna. Við heimildaleit finnast stakar tilfellalýsingar og rann- sóknir á áhættuþáttum vefjadreps við gjafir í útæðaleggi en engar fyrri rannsóknir fundust á algengi þess. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta hversu oft blóðþrýstingshækkandi innrennslislyf voru gefin í útæðaleggi á Landspítala og hversu algengt var að slík gjöf ylli vefjadrepi eða öðrum alvarlegum fylgikvillum. Aðferð: Leitað var í sjúkraskrárkerfum Landspítala að sjúklingum sem höfðu fengið blóðþrýstingshækkandi innrennslislyf á legu- deildum Landspítala, öðrum en gjörgæsludeildum, á tímabilinu 2009-2014. Athugað var hvaða lyf var gefið, í hvaða skammti, hversu lengi og íkomuleið metin. Leitað var að skráðum tilvikum þar sem vefjadrep eða aðrir bráðir fylgikvillar komu fram við lyfjagjöfina. Skráð var ástæða innlagnar, ástæða lyfjagjafar og heilsufarssaga. Gögnin voru dulkóðuð og unnið úr þeim í R Studio og Excel. Niðurstöður: Alls fundust 227 skráð tilvik hjá 110 sjúklingum um gjöf blóðþrýstingshækkandi innrennslislyfs á rannsóknar- tímabilinu. Þegar búið var að taka út lyfjagjafir undir húð, lyfjagjafir í holæðalegg og tvítekningar skráðra fyrirmæla reyndust tilvikin vera 102 hjá 92 sjúklingum. Dópamín var gefið í 62 tilvikum, ísópró- terenól í 36 tilvikum en önnur lyf sjaldnar. Í öllum nema tveimur til- fellum voru lyfin gefin í útæðalegg í handlegg. Engir fylgikvillar og þar með talið vefjadrep vegna gjafar blóðþrýstingshækkandi lyfja í útæðalegg fundust. Ályktanir: Gjöf dópamíns og ísópróterenól í útæðalegg í handlegg á Landspítala virðist ekki fylgja mikil hætta á staðbundu vefjadrepi. Frekari rannsókna á stærra úrtaki er þörf áður en forsendur fyrir breyttum ráðleggingum liggja fyrir. e-11 Mæling á töf meðferðar við bráða kransæðastíflu (STEMI) Þorsteinn H. Guðmundsson1, Karl K. Andersen1,2, Ingibjörg J. Guðmundsdóttir1 1Lyflækningasviði Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands thorsteg@landspitali.is Bakgrunnur: Skjót meðferð sjúklinga með bráða kransæðastíflu (STEMI) er mikilvæg og dánartíðni eykst eftir því sem tími að víkkun með belg í þræðingu er lengri (belgtími; door to balloon time). Mælt er með að kransæðavíkkun sé gerð innan 60 mínútna frá komu á sjúkrahús þar sem hjartaþræðingar eru framkvæmdar (PPCI, Primary Percutaneous Coronary Intervention-sjúkrahús). Markmið: Að kanna hvort og hvenær töf er á meðferð sjúklinga með STEMI og þeir flokkaðir í hópa eftir komu-belgtíma. Einnig verða könnuð tengsl komu- belgtíma við alvarlega fylgikvilla í legu, dánartíðni og stærð hjartadreps. Aðferð: Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Gerð var leit að sjúklingum með STEMI meðhöndlaðir með kransæðaþræðingu og belgvíkkun á þræðingarstofu Landspítala Hringbraut árin 2014- 2015. Þær upplýsingar sem fengnar voru úr gögnum sjúklinga voru komutími sjúklinga á bráðamóttöku/Hjartagátt Landspítala, tímasetning fyrsta hjartalínurits og nálar- og belgtími. Til viðbótar er fyrirhugað að skoða nánar sjúkraskrár og skrá tímasetningu fyrstu einkenna og fyrstu samskipti við heilbrigðisstarfsfólk, hámarkstró- poníngildi í legu, alvarlega fylgikvilla í legu (blæðing sem krefst blóðgjafar, slag, hjartabilunarlost), andlát í legu eða innan eins árs. Niðurstöður: Sjúklingar sem voru með ST-hækkanir eftir komu á sjúkrahús, hjartstopp og fyrstu komu á heilbrigðisstofnun utan Landspítala verða skoðaðir sérstaklega og voru teknir út við fyrstu úrvinnslu. Þá sátu eftir 115 sjúklingar sem úrvinnsla var miðuð við. Aldur sjúklinga var að miðgildi 62 ár. Komu-belgtími sjúklinga með STEMI árin 2014-2015 með fyrstu komu á Landspítala var að mið- gildi 73 mínútur (meðaltal 90 mínútur). Fyrir sjúklinga með fyrstu komu á bráðamóttöku í Fossvogi var komu-belgtími að miðgildi 79 mínútur (meðaltal 104 mínútur). Fyrir sjúklinga með fyrstu komu á hjartagátt var komu-belgtími að miðgildi 59 mínútur (meðaltal 60 mínútur). Ályktanir: Komu-belgtími sjúklinga með STEMI með fyrstu komu á Landspítala reyndist yfir þeim tímamörkum sem mælt er með miðað við PPCI-sjúkrahús. Sjúklingar sem komu beint á Hjartagátt voru líklegri til að fá meðferð innan ráðlagðra tímamarka en sjúk- lingar sem höfðu viðkomu í Fossvogi. Mikilvægt er að skilgreina frekar hvar tafir verða á meðferð og fræða bæði sjúklinga og heil- brigðisstarfsfólk. e-12 Árangur endurlífgana eftir hjartastopp vegna hjartasjúkdóma utan spítala á höfuðborgarsvæðinu árin 2008-2014 Guðrún G. Björnsdóttir1, Hrönn Ólafsdóttir2, Hjalti Már Björnsson1,6, Bergur Stefánsson1, Brynjar Þór Friðriksson3, Gestur Þorgeirsson4,6, Brynjólfur Mogensen1,5,6 1Bráðadeild, 2bæklunarskurðdeild Landspítala, 3Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, 4hjartadeild Landspítala, 5rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 6HÍ ggbjornsdottir@gmail.com Bakgrunnur: Á höfuðborgarsvæðinu hefur árangur endurlífg- unar vegna hjartastopps utan spítala verið rannsakaður frá 1976. Á árunum 1982 til 2007 sinnti læknir útköllum í neyðarbíl ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) en 2008 var hætt að hafa lækna í sjúkrabílum og útköllum síðan alfarið sinnt af bráðatæknum SHS sem tóku einnig við skráningu. Á sama tíma hafa orðið fram- farir í notkun fyrstu hjálpar og sjálfvirk stuðtæki eru nú staðsett víða. Á Landspítala er nú farið að gera hjartaþræðingar við fleiri ábendingum en áður eftir hjartastopp. Markmið: Að rannsaka meðferð og lifun eftir hjartastopp utan spítala á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2008-2014 og bera saman við árin á undan. Aðferðir: Upplýsingar fengust frá SHS um öll útköll þar sem reynd var endurlífgun eða andlát varð á umræddu tímabili. Gögn

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.