Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 04.03.2016, Blaðsíða 8
8 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 86 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 6 Niðurstöður: Tilkynntir ökumenn í Missouri voru 80 ára að meðaltali, reyndust heilsuskertir og voru með mun hærri umferðar- slysatíðni en samanburðarhópur. Af 4099 ökumönnum sem til- kynntir vorur héldu aðeins 144 ökuskírteini sínu í lokin. Í tilkynn- ingum fjölskyldna var í um helmingi tilfella vísað til vitrænnar skerðingar eða heilabilunar, til dæmis Alzheimer sjúkdóms. Innan við helmingur ökumanna skilaði mati frá lækni en þeir sem ekki skiluðu inn mati misstu ökuréttindi. Þegar fjölskyldan nefndi til- tekna sjúkdómsgreiningu þá var tilkynningin staðfest af lækni í nær öllum tilfellum. Þegar um var að ræða óljósari lýsing á vitrænni skerðingu, í tilkynningu fjölskyldunnar, þá fékkst staðfesting frá lækni í 75% tilfella. Ályktanir: Ferlið í Missouri er talið með því besta í Bandaríkjunum. Þar sem um helmingur skilaði ekki mati læknis og missti þar með ökuréttindi getur einhver hópur fólks hafa hætt akstri of snemma, til dæmis vegna ótta við matsferlið. Tilkynningin getur hafa leitt til sjálfmats ökumanna og fjölskyldna þeirra sem leiddi til þess að sumir ökumenn ákváðu að hætta akstri. Tilkynningar frá fjölskyldu voru mikilvægar og mark á þeim takandi, sérstaklega þegar um var að ræða tilteknar sjúkdómsgreiningar. Þar sem vitræn skerðing var algeng orsök tilkynninga þurftu læknar að prófa vitræna þætti í mati á aksturshæfni til þess að greina mögulega heilabilun. Betra er talið að eyðublöð byggist á krossaspurningum þar sem tilkynnandi er leiddur í gegnum markvissar spurningar í stað þess að byggja fyrst og fremst á frjálsum texta. Sambærilegt ferli er ekki í notkun á Íslandi. Innleiðing slíks ferlis gæti bætt akstursmat heilsuskertra ökumanna og aukið umferðaröryggi. e-8 Sjúklingar með höfuðáverka á gjörgæslu Landspítala. Lýðgrunduð rannsókn á nýgengi, orsökum og langtímahorfum Guðrún María Jónsdóttir1, Bryndís Snorradóttir1, Sigurbergur Kárason1,2, Ingvar Hákon Ólafsson2,3, Kristbjörn Reynisson4, Sigrún Helga Lund5, Brynjólfur Mogensen2,6, Kristinn Sigvaldason1 1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3heila- og taugaskurðdeild, 4myndgreiningadeild, Landspítala, 5Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 6rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum krisig@landspitali.is Bakgrunnur: Höfuðáverkar eru alvarlegt lýðuheilsuvandamál vegna fylgikvilla og andláta í kjölfar þeirra. Alvarleiki höfuðáverka er metinn eftir meðvitundarástandi einstaklinga við komu á sjúkra- hús (Glascow Coma Scale, GCS) og stýrir sú stigun greiningarað- ferðum og meðferð. Þekkt tengsl eru milli meðvitundarástands í upphafi áverka og langtímahorfa. Markmið: Að rannsaka faraldsfræði höfuðáverka á Íslandi, greina nýgengi, orsakir, dánartíðni og langtíma horfur. Einnig að kanna fylgni við alvarleika áverka með áverkaskori (Injury Severity Score, ISS) og Marshall stigun við GCS og tengja við langtímahorfur sjúklinganna. Aðferð: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem lögðust inn á gjörgæsludeild Landspítala vegna höfuðáverka árin 1998 til 2013. Höfuðáverkar voru skilgreindir sem minnkuð meðvitund eða merki um innankúpuáverka eftir utanaðkomandi afl. Gögnum var safnað um orsakir, ástand við komu, aldur, kyn, legutíma og daga í öndunarvél, meðferðir og APACHE II stig. Niðurstöður tölvu- sneiðmynda samkvæmt Marshall stigun, áverkaskor og afdrif voru könnuð fyrir alla sjúklinga. Niðurstöður: Heildarfjöldi einstaklinga í rannsóknarþýðinu var 620 en 37 voru útilokaðir vegna áverka sem ekki voru innan kúpu. Alls lögðust 583 inn á gjörgæslu vegna höfuðáverka, 39 einstaklingar/ári að meðaltali (spönn 27-52). Nýgengi höfuðáverka sem kröfðust gjör- gæsluinnlagnar lækkaði á rannsóknartímabilinu úr 14/100.000 íbúa/ ári í 12/100.000 íbúa/ári. Meirihlutinn voru karlar (72%) og meðal- aldurinn 41 (± 24) ár. Á seinni hluta tímabilsins sást aukning í inn- lögnum eldra fólks, einnig fjölgun innlagðra undir áhrifum áfengis frá 22,2% í 39,7% (p<0,01). Flestir einstaklinganna (41,5%) voru með alvarlegan höfuðáverka (GCS 3-8) og algengasta orsök áverkanna var fall (48,9%) en tíðni höfuðáverka eftir fall jókst frá 43% á fyrri hluta rannsóknartímabilsins í 53% á síðari hluta tímabilsins. Næst algengasta ástæða höfuðáverka voru umferðarslys en þeim fækkaði á tímabilinu úr 35% í 31%. Heildardánartíðnin var 18,2% en lifunin var betri meðal yngri einstaklinga. Frekari niðurstöður eru í vinnslu. Ályktanir: Höfuðáverkar eru umtalsverður vandi á Íslandi sem kostar mannslíf en einnig fötlun margra einstaklinga með tilheyr- andi tapi á lífsgæðum og kostnaði fyrir samfélagið. Borið saman við rannsóknir fyrri ára má sjá fækkun í nýgengi höfuðáverka vegna umferðarslysa, hugsanlega vegna betri vega, öruggari bíla og markvissari forvarna. Hins vegar er aukning í tíðni höfuðáverka hjá eldra fólki eftir fall á jafnsléttu og er það áhyggjuefni. e-9 Lyfjasaga sjúklings tekin af lyfjafræðingum við innlagnir á Landspítala elín Ingibjörg Jacobsen1, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2, Flóra Vuong Nu Dong2, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir3,4 1Sjúkrahúsapóteki, 2lyfjafræðdeild Háskóla Íslands, 3rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 4hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands elinjac@lsh.is Bakgrunnur: Ítarlegar upplýsingar um lyfjanotkun sjúklings við innlögn á sjúkrahús er mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt að lyfjasaga tekin af lyfjafræðingi inniheldur færri frávik og betri skráningu en ef aðrir heilbrigðisstarfsmenn skrá lyf. Algeng frávik hafa verið að lyfi/ lyfjum sjúklings er ekki ávísað. Þjónusta klínískra lyfjafræðinga á Landspítala felst í því að taka lyfjasögu og ná sem réttmætustu upp- lýsingunum um lyfjanotkun sjúklings. Þessi þjónusta hefur þróast í gegnum tíðina en ekki verið könnuð. Markmið: Að meta umfang og eðli þjónustu lyfjafræðinga við inn- lagnir sjúklinga á Landspítala árið 2013. Aðferð: Gögnum úr sjúkraskrá var aflað um alla sjúklinga á Landspítala sem lyfjafræðingur hafði skráð dagál um frá 1. janúar til 31. desember. Rannsakandi skráði kerfisbundið upplýsingar úr dagál á gagnasöfnunarblað, auk upplýsinga um fjölda lyfja og misræmis í lyfjafyrirmælum. Kyn, aldur, búseta og ICD-greiningar sjúklings var einnig skráð og niðurstöður greindar með lýsandi töl- fræði. Niðurstöður: Árið 2013 sinntu 5 lyfjafræðingar 1664 einstaklingum yfir 18 ára aldri og fjöldi samskipta voru 3801; karlar 52% og meðal- aldur 68,5 ár (spönn 18-113). Flestir sjúklingar voru af höfuðborgar- svæðinu (73%). Upplýsingar um lyf komu í 69% tilvika frá sjúklingi sjálfum, þar á eftir af skömmtunarkorti/lyfjarúllu (7%). Í einungis 7% tilvika var hægt að byggja á eigin lyfjum sjúklings. Oftast voru lyfjatengd vandamál vegna þarfar á viðbótarlyfjameðferð (n=173) og skammtastærð (n=97). Ályktanir: Þjónusta klínískra lyfjafræðinga við sjúklinga sem lögðust inn á Landspítala var töluverð árið 2013. Þjónustan náði

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.