Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Qupperneq 5
FOLK OG FRETTIR
"ÞIN VERSLUN" stofnar hlutafélag
Markmiðið er sameiginleg
markaðssetning og samn-
ingagerð við birgja
Samstarf það sem hófst síðast-
liðið haust milli hóps matvöru-
verslana undir heitinu "ÞIN
VERSLUN" hefur haldið áfram að
þróast og er nú að taka á sig nokk-
uð fastmótaða mynd. A næstu
dögum verður stofnað hlutafélag
undir þessu heiti og hlut í því eiga
12 verslanir, þar af II á höfuðborg-
arsvæðinu og 1 á Selfossi. Mark-
mið fyrirtækisins verður fyrst og
fremst samningagerð við birgja
fyrir hönd hópsins sem og sam-
eiginleg markaðssetning þessara 12
verslana undir heitinu ÞIN
VERSLUN. Búið er að ráða fram-
kvæmdastjóra til félagsins, Árna
Helgason, og tók hann til starfa um
síðastliðin áramót.
Árni segir samstarfið hafa farið
mjög vel af stað og lofi góðu um
starfsemi nýja félagsins. "Okkar
markmið eru fyrst og fremst að
semja fyrir heildina og ná þannig
fram hagstæðari samningum en
einstakir kaupmenn eiga mögu-
leika á. Við munum gera kröfur til
birgja um samkeppnishæft verð og
erum tilbúnir í samninga við alla
þá sem vilja selja okkur vöru. Það
sem við höfum upp á að bjóða eru
innkaup 12 sjálfstæðra verslana
sem markaðssetja sig sameiginlega
og eru um þessar mundir að sam-
ræma vöruval sitt. Verslanirnar
sameinast um ýmis tilboð gagnvart
neytendum og dreifa m.a. tilboðs-
riti inn á hvert heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og á Selfossi. Félag-
ið mun hvorki annast innkaupin
sem slík né pantanir og ekki gang-
ast í fjárhagslegar skuldbindingar
fyrir hönd félagsmanna".
-En hvad með dreifingu vörunnar,
verður hún að einhverju leyti sam-
eiginleg?
"Nei, birgjarnir munu halda
áfram að sjá um dreifingu í hverja
verslun fyrir sig. Enda tel ég að
hagræðið af sameiginlegri dreif-
ingu sé tiltölulega lítið fyrir birgj-
ana, á meðan ekki hefur orðið alls-
herjar uppstokkun á dreifikerfinu í
heild. Þegar öll innkaup verða
komin inn í 5-6 dreifingarmið-
stöðvar, þá fyrst er hægt að fara að
ræða hagræði við dreifingu. En á
meðan meirihluti kaupmanna
stendur sjálfstætt að innkaupum,
breytir litlu þó upp komi 1-2
dreifingarmiðstöðvar. Hins vegar
útilokum við ekkert í þeim efnum í
framtíðinni, hvorki hvað varðar
sameiginlega dreifingu né sameig-
inlegan innflutning, skapist þörf og
eftirspurn eftir slíku á markaðn-
um."
Árni segir undirtektir birgja við
hugmyndum nýja félagsins góðar.
Einnig hafi fleiri dagvöruverslanir
sýnt áhuga á þátttöku í félaginu.
"Við viljum hins vegar fá reynslu af
rekstrinum áður en félagsmönnum
verður fjölgað, en það er vissulega
opið í framtíðinni.
Árni Helgason var til skamms
tíma markaðsstjóri hjá Goða hf., en
hefur undanfarna mánuði veitt for-
stöðu útflutningsfyrirtækinu Catco
hf., sem sérhæfir sig í kjötútflutn-
ingi til Bandaríkjanna. Mun hann
sinna því áfram samhliða störfum
sínum hjá "ÞINNIVERSLUN".
Skýrsla Samkeppnisstofnunar:
Svarar ekki spumingum
Félags dagvörukaupmanna
-segir Þórhallur Steingrímsson formaður félagsins
"Það er margt forvitnilegt í
þessari skýrslu, en því miður
svarar hún ekki þeim spurning-
um sem við lögðum fram. Þess
vegna erum við litlu nær hvað
þær varðar", segir Þórhallur
Steingrímsson formaður Félags
dagvörukaupmanna um skýrslu
Samkeppnisstofnunar sem af-
greidd var frá Samkeppnisráði 3.
febrúar sl.
"Þess misskilnings hefur gætt
að við höfum borið fram sérstak-
ar kvartanir vegna viðskipta-
hátta Bónuss sf. og Baugs hf. Það
er ekki rétt. Okkar erindi var að
fá úr því skorið hvort heildsalar
og framleiðendur mismunuðu
sínum viðskiptavinum og væru
jafnvel að selja þeim stærstu
vöru á verði, sem sé lægra en
raunverulegt kostnaðarverð
hennar, og í hróplegu ósamræmi
við það verð sem dagvörukaup-
menn þurfa að greiða fyrir sömu
vöru. Við vildum fá upp á borð-
ið verðskrár og viðskiptakjör.
Hvorugt liggur hins vegar fyrir
eftir þessa afgreiðslu en í niður-
skurðinum stendur hins vegar:
"Samkeppnisyfirvöld beina
þeim tilmælum til birgja mat-
vöruverslana að þeir hafi sem
aðgengilegastar upplýsingar um
verð og viðskiptakjör fyrir við-
skiptavini sína og þær grund-
vallist á því að verslanir njóti
sömu kjara fyrir sams konar
viðskipti."
Við höfum talið óeðlilegt
hversu mikill verðmunur mynd-
ast hér á heildsölustigi. Vissu-
lega má skýra þetta að einhverju
leyti með hagkvæmari dreifingu
og magninnkaupum stærri aðila,
en það getur ekki hlaupið á tug-
um prósenta. Heildsalar og
framleiðendur geta ekki enda-
laust sniðgengið þau 65% neyt-
enda sem við þjónum. Náist
meira samræmi hvað þetta varð-
ar, munu dagvörukaupmenn
fyllilega standast stórmörkuðum
snúning í verði, því í mörgum
tilfellum er álagningarþörf
þeirra fyrrnefndu lægri. "
VERZLUNARTIÐINDI 5