Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Síða 14

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Síða 14
STALDRAÐ VIÐ Á NÝJU ÁRI Staldrað við á nýju ári Hvað er forsvarsmönnum fyrirtækja minnisstæðast frá liðnu ári og hverjar eru væntingar þeirra til ársins sem nýlega er hafið? Við leituðum til nokkurra félagsmanna ÍSLENSKRAR VERSLUNAR Birgir R. Jónsson, Magnús Kjaran hf: Vegur og virðing verslunar fór vaxandi á árinu "Eftirminnilegast frá liðnu ári er ekki hvað síst það, hversu vegur og virðing verslunar hefur vaxið. Menn virðast smátt og smátt vera að gera sér grein fyrir mikilvægi verslunar til at- vinnu- og verðmætasköpunar. Jafn- framt er það staðreynd að verslun er sú atvinnugrein sem hvað mestan þátt hefur átt í að bæta kjör fólks með auk- inni samkeppni og lægra vöruverði. Þessi staðreynd er smám saman að hljóta viðurkenningu. A nýbyrjuðu ári bind ég miklar von- ir við GATT. Þetta samkomulag mun hafa mikil áhrif á milliríkjaviðskipti og starfsumhverfi þeirra sem stunda inn- og útflutning. Við sjáum fram á auk- inn og auðveldari aðgang fyrir okkar útflutningsvörur, þar með taldar land- búnaðarvörur, en sjávarafurðir eru oft- ast skilgreindar þar með. Hvað innflutninginn áhrærir opnast margir spennandi möguleikar, en árangurinn mun ekki hvað síst fara eftir því hvernig til tekst með tolla. Þar koma strax upp í hugann nýir vöru- flokkar eins og kjöt og ostar. Vissulega veldur það ákveðnum áhyggjum að forræði þessara mála skuli hafa verið fært úr fjármálaráðuneytinu í landbún- aðarráðuneytið. Fyrir vikið verður fylgst af sérstakri athygli með álagn- ingu innflutningsgjalda á þessar vörur, og þá ekki síður á grænmetið, en neysla og sala á því hefur sem kunn- ugt er margfaldast á undanförnum árum. Islensk verslunarfyrirtæki hafa fullan hug á að nýta sér þau tækifæri sem GATT býður upp á og munu fylgjast gjörla með því hvernig stjórn- völdum ferst úr hendi að sníða íslenskt umhverfi að hinum alþjóðlegu samn- ingum." Magnús E. Firtnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtaka Islands: Samstaðan í debet- kortamálinu lengi í minnum höfð "Frá síðasta ári eru mér sennilega minnisstæðastar þær deilur sem við áttum í við banka og sparisjóði um debetkortin, og lyktir þeirra. Sú vinna stóð í rúmt ár og náðist verulegur ár- angur vegna samstöðu hópsins sem að deilunni kom okkar megin. Það hafði enginn vogað sér, hvorki fyrr né síðar, að standa þannig uppi í hárinu á bönkunum, hér í þessu landi frænd- semi, flokka og klúbba. Á nýju ári er ég sannfærður um að kaupmenn munu enn leita leiða til þess að hagræða í verslunum sínum og draga úr kostnaði. Tækninni fleygir stöðugt fram og jafnvel hinar minnstu verslanir munu í auknum mæli nýta sér þá nútímatækni sem tölvur og tölvuumhverfið býður upp á. Á hinn bóginn óttast ég nokkuð þá sam- þjöppun sem er að verða í matvöru- versluninni. Hún gerir þeim, sem áhuga hafa á, æ erfiðara fyrir að hefja rekstur innan þessarar greinar." Hallgrímur Gunnarsson, Ræsin Lélegarðsemi- þrjú fyrirtæki hætta starfsemi "Bílainnflutningur var í áframhald- andi lægð á síðasta ári, sem náði botn- inum síðari hluta ársins. Það er sýni- legt að flestum tókst að ná tökum á stöðunni í heild, en það kostaði sitt og var dapurlegt að horfa á eftir þremur innflutningsfyrirtækjum síðustu mán- uði ársins. Séð út frá bílaeign lands- manna hefur þróunin öll verið á versta veg og alvarlegt áhyggjuefni að mark- aðurinn færist nú óðum yfir í minni og óöruggari bíla. Fyrir stjórnendur fyrirtækjanna var síðasta ár einnig erfitt vegna aðgerða ríkisins í skattamálum, sem menn voru að kljást við allt árið. Á ég þá bæði við "skattarassíuna” frá 1993, sem skilaði litlu fyrir ríkið en kostaði fyrirtækin óhemju tíma og peninga, og svo virðis- aukaskattinn á ábyrgðarviðgerðir sem menn voru skikkaðir til að greiða á síðasta ári. Ibáðum þessum málum hefur ríkið farið offari, en þau bíða bæði afgreiðslu yfirskattanefndar. Væntingar mínar fyrir árið 1995 eru einkum þær að ríkisvaldið beri gæfu til að fara hóflegar í skattlagningu, í þeirri von að stöðugleiki fari að skap- ast í bílgreininni. í dag tekur ríkissjóð- ur inn í tekjur af bílnum, 18 milljarða króna á ári, þar af 12 milljarða í gegn- um notkun hans og rekstur. Fari sem horfir, að bílum fækki enn frekar, mun þessi skattstofn minnka verulega. Þá verður freistandi að hækka innflutn- 14 VERZLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.