Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Page 16

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Page 16
STALDRAÐ VIÐ Á NÝJU ÁRI ingsgjöldin, sem aftur dregur enn frekar úr innflutningi. Þannig skapast vítahringur sem illt er að komast út úr. Það er vaxandi skilningur á þessu víða, en það furðulega er að enginn þorir að taka á málinu. Menn virðast hafa brennt sig illilega 1986, þegar lækkun tolla á bíla olli holskeflu í inn- flutningi. Þá kom bara fleira til, svo sem aukinn kaupmáttur og skattlausa árið, svo aðstæður voru allt aðrar en nú. Bílgreinin vill fyrst og fremst stöð- ugleika og bílgreinin vill að stjórnvöld móti skýra stefnu og skilgreini og skýri markmið sín. Sé stefnan áfram- haldandi neyslustýring, þá er lág- markið að skýrt sé hver sé tilgangur- inn, hvaða markmiðum sé stefnt að." Bogi Pálsson, P. Samúelsson hf.: Markaðurinn er kominn hættu- lega neðarlega "Það markverðasta sem gerðist á ár- inu 1994 er ef til vill það, að ekkert markvert skyldi gerast. Við upplifðum enn eitt ár samdráttar, þar sem bílar eldast, endurnýjunarþörfin eykst og getan til að endurnýja bílaflotann verður æ minni. Sala síðasta árs er innan við helmingur þess sem talist getur eðlilegt, miðað við fjölda og ald- ur bíla í landinu. Þetta þýðir jafnframt, að þegar endurnýjun verður ekki um- flúin lengur, þá verða of fáir bílar til. Markaðurinn er því kominn hættulega neðarlega. Ríkið er farið að tapa stórfé þar sem bílum er smátt og smátt að fækka. Stöðugt fleiri íbúar eru um hvern bíl og því erum við að færast langt aftur í Iífsgæðum. I sjálfu sér hefur maður ekki miklar væntingar til ársins 1995. Vonandi minnkar salan ekki meira en orðið er, endurnýjun er orðin mjög brýn hjá ákveðnum hópi bíleigenda. Framund- an er hins vegar mikið óvissuástand, verkföll eru í augsýn og kosningar framundan. Því er lítil von um ein- hverja sveiflu upp á við. Ekki virðist heldur raunhæft að vera með þær væntingar að stjórnvöld fari að taka meira tillit til þarfa bílgreinarinnar. Bíllinn og notkun hans virðast vera orðin svo trygg tekjulind, ekki ósvipað og sala áfengis og tóbaks, þar sem skattar skila sér sjálfkrafa og áreynslu- laust í ríkissjóð. Þess vegna virðast stjórnvöld ekki telja ástæðu til að gefa greininni neinn frekari gaum." Þórhallur Steingrímsson, Plús- markaðurinn Grímsbæ: Tími kaupmannsins á horninu að koma upp á ný "Mér er afar minnisstæð sú ákvörð- un Félags dagvörukaupmanna á síð- asta ári, að kæra nokkra framleiðendur og heildsala til Samkeppnisstofnunar fyrir meinta mismunun í verðlagn- ingu. Við sjáum nú fyrir endann á því máli, þó niðurstaða sé hvergi fengin. Þá fannst mér einnig áberandi vaxandi samstaða og eldmóður smærri kaup- manna. Uppgjöfin sem hefur verið of áberandi er á undanhaldi og menn eru nú staðráðnir í að berjast af vaxandi krafti. Eg er tiltölulega bjartsýnn á árið 1995 og vona að það verði kaupmönn- um farsælt. Sjálfur er ég sannfærður um að tími kaupmannsins á horninu er að koma aftur. Framleiðendur og heildsalar geta ekki lengur hunsað þau 65% neytenda í landinu sem smærri kaupmenn þjóna. Um leið og við fáum vörur á eðlilegu verði, mun hlutur okkar verða réttur á ný" Haukur Þór Hauksson, Borgarljós hf.: Bjartsýni hefur leyst af hólmi doða og svartsýni "Það sem mér er efst í huga varð- andi íslenska verslun í lok ársins 1994 er sú hugarfarsbreyting sem orðin er varðandi þróun efnahagsmála. Bjart- sýni hefur tekið við af doða og svart- sýni, jafnvel þó ekki séu mörg merki þess að mikið góðæri sé framundan. Það er jú hægt að komast margt á bjartsýninni en svartsýnin dregur aftur kjark og dug úr mönnum. Hvað varðar mitt fyrirtæki, Borgar- ljós hf., er mér hugstæð uppbygging Borgarljósa-keðjunnar sem hefur tekið mikið af mínum tíma, en nú eru 11 verslanir sem starfa undir merkjum keðjunnar. Er þetta í raun eina alís- lenska verslunarkeðjan sem starfrækt er með "franchising" eða einkaleyfa- formi. Einnig hefur mikið af mínum tíma farið i uppbyggingu tæknideildar Borgarljósa, sem tók til starfa í febrúar síðastliðnum og annast tilboð og sölu á lýsingarbúnaði fyrir atvinnuhúsnæði, skip og fleiri aðila. Ég býst við mjög hægri uppsveiflu á árinu 1995, vaxandi samkeppni og lækkandi verði. Held ég að þetta ár geti orðið ágætt ár fyrir kaupmenn sem kunna sitt fag og við hjá Borgar- ljósum hf. erum tilbúin í slaginn, öfl- ugri en nokkru sinni fyrr. I stuttu máli leggst árið 1995 vel í mig." Bjami Finnsson, Blómaval: A von á vaxandi verðsamkeppni "Árið 1994 var að mörgu leyti gott hvað varðar gróður og garða. Vaxandi áhugi á náttúruvernd, uppgræðslu og skógrækt hleypti lífi í sölu garðplantna af ýmsu tagi. Þá hafði lýðveldishátíðin einnig þau áhrif að áhugi landsmanna á að fegra umhverfi sitt jókst umtals- vert. Þó garðplöntusala og verslun henni tengd hafi ekki aukist sem neinu nemur, er haldið vel í horfinu, sem í sjálfu sér er góður árangur við ríkjandi aðstæður sem um margt eru erfiðar. Ég hygg að verðsamkeppni verði enn meira áberandi en áður á árinu 1995 í þessari grein. Mestu varðar vit- anlega að sú samkeppni bitni ekki á gæðum vörunnar. Þá verður fróðlegt að fylgjast með hvaða áhrif undirritun GATT-samkomulagsins mun hafa á árinu." Bjarki Harðarson, Bilson hf.: Faggilding mun greina harrana frá sauðunum "Minnisstæðast frá liðnu ári er að hafa komið faggildingu á endurskoð- un. Það gerir að verkum að gæðastaðl- ar þeirra bifreiðaverkstæða sem fá fag- gildingu færast mikið uppá við. Trú- verðugleiki þessara sömu fyrirtækja mun aukast mjög og þannig verður unnt að greina hafrana frá sauðunum. Ég vonast til að samstarf milli þeirra sem vinna að hagsmunamálum okkar í bílgreininni verði gott. Komið verði á samræmdu skipulagi svo aðilar gangi ekki inn á svið hvers annars. Hvað ríkisvaldið áhrærir verður nú brýnna en nokkru sinni að endir verði bund- inn á allan þann hringlanda sem bíl- greinin hefur þurft að búa við alla tíð. Svo vonar maður að álögur hins op- inbera verði ekki einstefna uppávið..." 16 VERZLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.