Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Side 17
STALDRAÐ VIÐ Á NÝJU ÁRI
Öm Johnson, Skoni hf.:
Brýnt að Ossur
bregðist skjótt við
með skilagjald á
rafgeyma
"Fyrirtæki mitt er aðallega í inn-
flutningi og sá merki árangur náðist,
að 5. árið í röð, var verðlisti fyrirtæk-
isins óbreyttur. Þessi árangur náðist
þrátt fyrir yfir 40% hækkun lánskjara-
vísitölunnar á sama tíma og sýnir
glöggt að fyrirtækin í landinu hafa lík-
að axlað sínar byrðar af því að halda
verðlagi í skefjum. Tvær gengisfelling-
ar urðu jafnframt á þessu tímabili,
samtals um 10%, og einnig var verð-
bólga nokkur í helstu viðskiptalönd-
um okkar.
Af almennum fréttum fannst mér
skemmtilegast að þjóðin skyldi fá nýj-
an og alls ekki afreksrúinn Seðla-
bankastjóra. Eru því verulega minni
líkur en ella á því að þjóðin þurfi að
kynnast nánar hæfileikum hans í efna-
hagsstjórnun og er það vel.
Að öðru leyti breyttist staðan lítið á
árinu 1994. Eins og áður voru alltof
mörg fyrirtæki í sömu starfsgrein, með
afkastagetu til þess að þjóna mun
stærri markaði en er hér á landi. Væri
ekki ráð að fara að flytja inn fólk,
svona 20 þúsund manns á ári, til þess
að stækka okkar litla markað?
Á þessu nýbyrjaða ári sýnist mér að
stórfelldar hráefnishækkanir úti í
heimi muni hreyfa við verðlagi hér á
landi. í minni grein eru það hækkanir
á blýi og plasti, um allt að 40%, sem
leiða til 10% hækkunar á rafgeymum;
hækkunar sem því miður er þegar
brostin á.
Annars er það mín helsta von á
þessu ári að umhverfisráðuneytið geri
gangskör að því að lagt verið skila-
gjald á rafgeyma. Ástandið hér á landi
er langt á eftir nágrannaþjóðum okkar,
sem leiðir til þess að þessi vara, sem
því miður er baneitruð (blý og brenni-
steinssýra) og mikill mengunarvaldur,
er liggjandi á víð og dreif úti í íslenskri
náttúru og í hafinu í kring. Ástæðan er
mjög hátt gjald fyrir að skila vörunni
til eyðingar í Sorpu, hvort sem sá er
skilar hefur notað vöruna sjálfur eða
bara safnað henni saman - og það jafn-
vel af hugsjón. Hér þarf að verða
breyting á. Skilagjald álagt í tolli þýðir,
að hver sem er gæti komið vörunni til
eyðingar, án þess að greiða stórfelldan
refsiskatt fyrir. Það þýðir líka, að sá
sem notar vöruna, greiðir kostnaðinn
af eyðingu hennar. Hér hefur Össur
verk að vinna og það hratt, því óðum
styttist í þinglok. Varla vill hann að
litlu laxaseiðin hans eigi á hættu að
drepast unnvörpum í ánum vegna
blýmengunar."
Stefán S. Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra stórkaupmanna:
Verður mjög forvitni-
legtaðfylgjastmeð
framkvæmd GATT
"Síðasta ár var um margt mjög
merkilegt. Við fögnuðum 50 ára af-
mæli lýðveldisins og þetta hátíðarár
einkenndist af jafnvægi og stöðugleika
í efnahagsumhverfinu. Útflutningur
okkar jókst, nýir markaðir opnuðust
og ferðamenn urðu fleiri en nokkru
sinni. Um leið jókst verslun erlendra
ferðamanna hér á landi umtalsvert,
sem bendir til aukinnar samkeppnis-
hæfni íslenskrar verslunar. Undir lok
ársins tókst síðan að fá samþykkta á
Alþingi stofnaðild íslands að Alþjóða-
viðskiptastofnuninni (World Trade
Organization). Það hefði orðið Islend-
ingum mikill álitshnekkir að vera ekki
í hópi þeirra þjóða sem stóðu að stofn-
un WTO.
Af vettvangi félagsins ber einna
hæst birtingu Drewry-skýrslunnar,
þar sem gerð var úttekt á íslenska sjó-
flutningamarkaðnum. Skýrslan gaf
ýmsar mikilvægar upplýsingar og
staðfesti þá annmarka sem eru í sjó-
flutningum hér á landi.
Árið 1995 hefst með fregnum af
auknum bata í hagkerfinu og hagvexti
annað árið í röð, þó vissulega sé
áhyggjuefni að hann skuli vera minni
en í öðrum OECD-löndum. Framund-
an er talsverð óvissa, þar sem eru
kjarasamningar, kosningar og nýtt
kjörtímabil. Miklu skiptir að vel takist
til um myndun nýrrar stjórnar, en
brýnasta verkefni hennar verður vænt-
anlega að takast á við ríkissjóðshall-
ann, sem er eitt helsta vandamál þess-
arar þjóðar. Annað áhyggjuefni eru
menntamálin, en það er vettvangur
þar sem stórra átaka er þörf ef þessi
þjóð á að geta leyst þau verkefni sem
framtíðin ber í skauti. Góð og almenn
menntun hefur í gegnum áratugina
gefið Islendingum ákveðna sam-
keppnisyfirburði. Það er nauðsynlegt í
upphafi upplýsingaaldar að tryggja
með góðri menntun, að þessari sam-
keppnishæfni sé ekki stefnt í voða.
Á árinu verður mjög forvitnilegt að
fylgjast með framkvæmd GATT samn-
inganna og öllum þeim lagabreyting-
um sem gera þarf í kjölfar þeirra. Þar
þarf atvinnulífið að sinna virku eftirliti
og við höfum þegar gert fyrirvara og
athugasemdir við ákveðna þætti. Svo
má ekki gleyma vörugjöldunum og
niðurstöðum ESA, Eftirlitsstofnunar
EFTA sem við munum fylgja náið eftir
við yfirvöld hér heima."
"Mér er mjög minnisstæð frá síðasta
ári markaðskönnum sem gerð var á
saltfiskafurðum í Ameríku. Við gerð
hennar sáum við ótrúlegan fjölda fisk-
vinnsluhúsa í Kanada sem standa nán-
ast auð. Eg hef hins vegar, ásamt fleiri
útflytjendum á Islandi, verið að selja
þessum fyrirtækjum íslenskan saltfisk,
blautverkaðan, sem Kanadamenn nota
síðan sem hráefni til að þurrka, bein-
hreinsa, roðfletta og markaðssetja inn
á Ameríkumarkaðinn.
Þá mun ég seint gleyma frétta-
tilkynningu frá SIF hf., fyrrerandi ein-
okunarsamtökum, um "hæsta sölu-
verð á saltfiski í þrjú ár". Þegar
samtökin misstu einkasöluleyfið 1.
janúar 1993, höfðu forvígismenn
þeirra hins vegar uppi stór orð um
mikla verðlækkun framundan, vegna
undirboða einkageirans.
Á þessu ári liggur fyrir að hefja
þurrkun á íslenskum saltfiski fyrir
Ameríkumarkað. Vegna sjávarútvegs-
stefnunar er hins vegar erfitt að fjár-
festa í nýjurn framleiðsluvörum. Veiði-
heimildirnar eru að færast á fáar
hendur og fiskurinn kemur í minna og
minna mæli að landi, en er í staðinn
frystur úti á sjó. Helsta baráttumál
einkageirans í sjávarútvegsmálum
verður að fiskurinn komi ferskur inn á
fiskmarkaði, þar sem lögmál hins
frjálsa markaðar fá að ráða. Núverandi
ofstjórnun hins opinbera lætur "kvóta-
kónga" einoka veiði, framleiðslu og
sölu, en hið frjálsa markaðskerfi líður
undir lok. Kvótakerfið er að leiða yfir
okkur mjög alvarlega hluti, aukið
atvinnuleysi og eyðibyggðir í stað
blómlegra sjávarplássa, að ógleymdri
þeirri hrikalegu staðreynd að verð-
minni þorski skuli kastað dauðum í
sjóinn aftur.
Jón Ásbjömsson hf.:
Allan fisk á fiskmark-
að - áfram helsta
baráttumálið
VERZLUNARTIÐINDI 17