Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Síða 21

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Síða 21
FERÐAMANNAVERSLUN Verslun við erlenda ferðamenn: Býður ýmsa spennandi möguleika til vaxtar Umræðan um mikilvægi ferðamannaverslunar fyrir íslenska hagkerfið verður æ háværari. Þrátt fyrir, að tilfinn- anlegur skortur sé á aðgengilegum tölum um þennan þátt verslunar, er Ijóst er að stór hluti þeirra gjald- eyristekna, sem þjóðin aflar meðal erlendra ferðamanna, kemur í gegnum verslunina. Fer sá þáttur vaxandi með aukinni samkeppnis- hæfni íslenskrar verslunar. Jafn- ljóst er að möguleikar til að auka þessar tekjur liggja ekki hvað síst í versluninni. Þess vegna er umræð- an bæði þörf og brýn. Síðasta ár var metár hvað varðar heimsóknir erlendra ferðamanna til Islands. Kunnugir telja að enn séu miklir vaxtarmöguleikar í greininni og mörg tækifæri. Á síð- asta ári komu hingað til lands tæp- lega 180 þúsund erlendir ferða- menn. Er það 13,5% aukning frá árinu 1993. Þar fyrir utan eru 38 skemmtiferðaskip með 17.662 far- þega og sennilega allt að því jafn- marga áhafnarmeðlimi, sem hafa hér skamma viðdvöl. Þessi fjöldi þýðir um 80% viðbót við heima- markaðinn. Heildargjaldeyristekjur af þessum hópi voru á síðasta ári 16.846 milljarðar, sem samsvarar um 94 þúsund krónum á hvern einstakling og mun með því hæsta sem gerist í heiminum. Þessar tölur sýna þó eingöngu bein gjaldeyris- skil til Seðlabankans. I þær vantar því stóran hluta eyðslunnar, t.d. nær alla verslun (s.s. bensínkaup, matarkaup, fatnað, viðlegubúnað, gjafir, minjagripi) og einnig marg- víslega afþreyingu. Dvalartími meginþorra þeirra erlendu ferðamanna sem til Islands koma er 6-7 dagar, en það mun líka með því hæsta sem þekkist. Vitað er að til Islands sækir einkum fólk sem hefur rúm auraráð; á það ekki síst við um Bandaríkjamenn og Þjóðverja, tvo fjölmennustu hóp- ana sem hingað sækja (Á síðasta ári komu hingað 34.403 Þjóðverjar og 25.898 Bandaríkjamenn). Allt eru þetta þættir sem hvetja íslenska kaupmenn, enda mátti lesa í við- tölum í síðasta tölublaði Verslunar- tíðinda, að ýmsir merkja þegar talsverða grósku í þessum geira og vaxandi áhuga erlendra gesta á vörum og verðlagi hér á landi. Tímabært er að skoða hvaða leið- ir er vænlegast að fara, hvar þarf að auka þekkingu og hvernig má bæta þjónustuna. Svo gæti ríkið hugsanlega létt róðurinn með því að lækka viðmiðun "Tax-free" end- urgreiðslunnar og örvað þannig þetta umhverfi. Ekki er ólíklegt að þær tekjur kæmu fyrr en síðar til baka með aukinni verslun. ENDURGREIÐSLA VIRÐISAUKASKATTS í NOKKRUM EVRÓPULÖNDUM LAND LAGMARKSUPPHÆÐ SEM VERSLA ÞARF FYRIR ERL. MYNT (ÍSL.KR.) % VSK. Þýskaland DEM 50 (2.190.-) - Noregur NOK 300 (3.000.-) <18,03 Island ÍSK 5.000 25,00 Skotland GBP 50 (5.225.-) 17,50 Austurríki ASCH 1000 (6.200.-) 13,00 Danmörk DKK 600 (6.690.-) 25,00 Holland NLG 300 (11.700.-) - Frakkland FRF 1.200 (15.240.-) 13-18,00 VERZLUNARTIÐINDI 21

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.