Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Qupperneq 32
EDINBORGARVERSLUN
upp á þeim óvana að leyfa þeim
kaþólsku að borða kjöt á föstunni
sem kom sér svona illa fyrir ís-
lenska fiskkaupmenn og þá sér-
staklega fyrir Edinborg sem var
langstærsti fiskkaupandinn á þeim
tíma. Fór því svo að hið stóra,
þarfa verslunarfyrirtæki dró smátt
og smátt saman seglin og endaði
með því að byrjað var að segja upp
starfsfólki þegar árið 1913 gekk í
garð."
MIÐBÆRINN BRENNUR
Fleiri áföll dundu yfir Edin-
borgarverslun í kjölfarið. Einn vor-
kaldan apríldag árið 1915 stóð
miðbær Reykjavíkur í björtu báli.
Tólf hús brunnu og þar á meðal öll
verslunarhús Edinborgar. Engu
varð bjargað svo að orð væri á ger-
andi. Þetta var reiðarslag fyrir
Asgeir Sigurðsson og verslun hans
þó að flest væri tryggt á viðunandi
hátt, bæði hús og vörur. En
reksturinn hafði gengið frekar illa
næstu árin á undan og þetta varð til
þess að allmargar deildir Edin-
borgar voru nú lagðar af. Skó-
verslunin var til dæmis lögð niður
en forstöðumaður hennar, Stefán
Gunnarsson, setti upp eigin skó-
verslun sem varð um áratuga skeið
ein sú helsta í bænum. Sama má
segja um klæðskeradeildina. Stjórn-
endur hennar, klæðskerarnir
Guðmundur Bjarnason og Guð-
mundur Fjeldsted, settu upp sjálf-
stætt klæðskeraverkstæði er þeir
urðu að hætta hjá Edinborg og naut
það mikillar virðingar í Reykjavík á
millistríðsárunum.
Þær deildir sem Edinborg hélt
áfram með og núlifandi Reykvík-
ingar á miðjum aldri og þar yfir
muna vel eftir, voru vefnaðarvöru-
verslun annars vegar og hins vegar
glervöru-, búsmuna- og hreinlætis-
vöruverslun. Báðar voru þessar
verslunardeildir í leiguhúsnæði í
Ingólfshvoli fyrstu árin eftir
brunann.
Sú breyting varð á árið 1917 að
Skotarnir Copland og Berrie drógu
sig út úr rekstrinum og Asgeir
Sigurðsson varð einn eigandi Edin-
borgarverslunar.
Ásgeir Sigurðsson var kvæntur
skoskri konu, Amelie Oliver frá
Edinborg. Þau reistu sér einbýlis-
hús í Suðurgötu 12 í byrjun aldar-
innar og var það þá talið eitt hið
glæsilegasta í Reykjavík. Frú Milly
Sigurðsson, eins og hún var jafnan
kölluð af Reykvíkingum, var mikil
garðyrkjukona og var garður
hennar rómaður fyrir fegurð. Þau
hjón eignuðust einn son, Walter
Sigurðsson og gerðist hann með-
eigandi í versluninni árið 1928, en
naut stutt við því að hann beið
bana í slysi fjórum árum síðar. Var
það mikið áfall fyrir foreldrana.
Reyndar hafði Ásgeir kaupmaður
eignast launson árið 1901 með
Þórdísi Hafliðadóttur í Reykjavík.
Það var sá frægi Haraldur Á. Sig-
urðsson revíuhöfundur og gaman-
leikari og varð hann nú einka-
erfingi Ásgeirs Sigurðssonar.
EN N AUKAST UMSVIFIN
Eftir fyrri heimsstyrjöld var
verslunin Edinborg enn ein sú
stærsta í Reykjavík. Sérstök heild-
verslun var stofnuð árið 1919 og
flutti hún einkum inn matvörur og
hreinlætisvörur. Einnig fékk hún
umboð fyrir Goodrich-fyrirtækið
sem framleiddi bíldekk og gúmmí-
fatnað í stórum stíl. Ásgeir Sigurðs-
son var áfram einn af hinum stóru
fiskkaupmönnum og fiskútflytjend-
um landsins og var þar í samvinnu
við Berrie hinn skoska, fyrrverandi
félaga sinn, en Geo Copland hafði
sett upp eigin fiskverslun. Ásgeir
rak þessa fiskútflutningsverslun
fram að því að Sölusamband
íslenskra fiskframleiðenda - SIF -
var stofnað árið 1932.
Fljótlega eftir að fyrra stríði lauk
fór Ásgeir Sigurðsson að hyggja að
stórbyggingu á lóð sinni í
Hafnarstræti 10-12 en hún stóð auð
eftir brunann 1915. Hann fékk
Einar Erlendsson húsameistara til
að teikna fyrir sig mikla glæsibygg-
ingu og var hún fulllgerð árið 1925
og jafnan síðan kölluð Edinborgar-
húsið. Þetta var þrílyft, langt,
steinsteypt hús með nýklassískum
einkennum, flatsúlum og öðru
skrauti, svo sem nafni verslunar-
innar, sem mótað var í múrhúðina.
Edinborgarhúsið stendur enn en
hefur verið rúið upphaflegum
sérkennum sínum og byggt ofan á
það. Það er nú nýtt af Landsbanka
Islands.
Ásgeir Sigurðsson var kominn á
sjötugsaldur er nýja húsið var full-
gert og farinn að hugsa til þess að
draga sig í hlé. Árið 1926 gerðist
Sigurður B. Sigurðsson, sonur
Björns Sigurðssonar bankastjóra,
meðeigandi í Edinborgarverslun og
tveimur árum síðar, Walter
Sigurðsson, sonur Ásgeirs, eins og
áður sagði. Walter var áhugamaður
um nýmæli meðan hans naut við
og fór nú Edinborgarverslunin að
þreifa fyrir sér í iðnaði. Árið 1929
var að hans frumkvæði stofnað
Fiskimjöl hf. á vegum verslunar-
innar en árið 1934 stofnaði hún
Veiðarfæragerð Islands í félagi við
Pétur Jóhannsson. Þar voru fram-
leiddar fiskilínur, öngultaumar og
fleira, í stórum stíl. Ennfremur rak
verslunin netagerð og gúmmíverk-
stæði um hríð.
FRUMHERJIFELLUR
Ásgeir gamli Sigurðsson eða
Ásgeir konsúll, eins og hann var oft
nefndur en hann var breskur kon-
súll, dró sig smám saman út úr
rekstrinum. Fráfall Walters Sig-
urðssonar árið 1932 varð honum
þungbært og smám saman hvíldi
stjórn fyrirtækisins nær eingöngu á
meðeigandanum, Sigurði B. Sig-
urðssyni. Hinn sonurinn, Haraldur
Á. Sigurðsson, starfaði að vísu við
Edinborg um árabil, en hvarf síðan
eingöngu að hugðarefni sínu, leik-
list og leikritagerð. Ásgeir Sigurðs-
son lést 26. september 1935 og
skorti þá tvo daga í 71 árs aldur.
Féll þar í valinn merkur ágætis-
maður sem ávallt mun verða
minnst í verslunarsögu Islendinga.
Það er af Edinborgarverslun að
segja að hún var rekin áfram af
Sigurði B. Sigurðssyni í Hafnar-
stræti og varð hann einn eigandi
hennar 1964. Skömmu síðar réðst
hann í stórbyggingu innarlega við
Laugarveg en þá fór að halla
alvarlega undan fæti. Nokkrum
árum síðar hætti Edinborgar-
verslun. Merkum kafla í sögu versl-
unar á íslandi var lokið.
32 VERZLUNARTIÐINDI