Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 5

Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 5
lingaverslun. Á sama tíma hefur gengið erfið- lega að leigja út allt húsnæðið í Kjörgarði. Þar hefur stórt pláss stað- ið autt á annarri hæð um langa hríð. Með haustinu losnar svo væntanlega húsnæði Islandsbanka í Bankastræti og um áramótin á Laugavegi 13, þar sem Habitat er nú til húsa. Munu væntanlega færri fá en vilja, ef að líkum lætur. Séðog heyrt... Westwood og Filippía Gísli Orn Lárusson athafnamaður hefur opnað verslunina Urbania á Laugavegi 37, við hlið Levis-búðar- innar. Ekki er Gísli þó sjálfur farinn að standa innan við búðarborðið, heldur er það Filippía Elísdóttir fatahönnuður sem þarna býður hönn- un sína og framleiðslu til sölu. Asamt reyndar fleiru, því meðal, þeirra merkja sem þar má sjá er Vivienne Westwood hin breska sem sjaldan hefur farið troðnar slóðir. ÞEIR STORU STYRKJA STÖÐU SlNAÁLAUGAVEGI LÖGGILDING ÁVILLIGÖTUM Þvert á það sem margir gætu haldið er skortur á verslunar- húsnæði á Reykjavíkursvæð- inu. Sú er að minnsta kosti reynsla margra þeirra sem nú leita að hent- ugu húsnæði í helstu verslunarhverf- um. Einna verst er ástandið við Laugaveginn þar sem slegist er um hvert pláss sem losnar. Laugavegurinn var til skamms tíma miðstöð smærri verslana og þjónustufyrirtækja. Nú er hins vegar útlit fyrir að stærri verslanir sækist í auknum mæli eftir að opna þar. Er það eðlileg þróun í kjölfar vaxandi viðskipta og umferðar svæðið, eftir áralanga deyfð. Um mánaðamótin opnar norska verslunarkeðjan Dressmann herra- fataverslun á Laugavegi 18, þar sem Liverpool var áður til húsa. Sú versl- un hefur hins vegar flutt sig örlítið ofar við götuna, í hús númer 25, þar sem K. Einarsson og Bjömsson var í eina tíð til húsa. Dressmann fyrir- tækið hefur hins vegar leigt tvær hæðir á Laugavegi 18 þó ekki sé vit- að hvort allt rýmið verður nýtt sem verslun í upphafi. Þess ber þó að geta að eigandi Dressmann er norskt stórfyrirtæki sem rekur sex mismun- andi verslunarkeðjur víðs vegar um Noreg og er eitt hið stærsta sinnar tegundar þar í landi. Erekki ólíklegt að horft verði til frekari verslunarreksturs hér á landi, gangi vel með herrafatnaðinn. Ofar við götuna í húsinu nr. 89 er verið að stækka, breyta og bæta og tengja við verslunina Sautján sem þar er í næsta húsi á þremur hæðum. Eftir breytingarnar verður Sautján komin með um 4.300 fermetra til ráðstöfunar. Að auki eru eigendur Sautján með tvær verslanir í Kringl- unni og hyggja á þá þriðju í Borgakringlu. Á Laugavegi 66 bíða menn nú átekta eftir að spurðist að Hagkaup sæki stíft í að leigja neðstu hæð hússins, eins og hún leggur sig. Þar mun fyrst of fremst stranda á ákveðnum leigutökum sem eru með tiltölulega nýja samninga og ófúsir að flytja strax aftur. Áhugi Hagkaups-manna er hins vegar mikill og mun meiningin að opna þar bama- og/eða ung- LÍTID FRAMBOÐ AF HÚSNÆÐI Lítil ánægja hefur að vonum verið með eftirlit Löggildingarstofunnar á vogum í verslunum. Sam- kvæmt lögum er Löggild- ingarstofunni skylt að fylgjast árlega með öllum þeim vogum sem notaðar eru í verslun og það er enginn smáfjöldi þegar litið er yfir landið í heild. En það er heldur engin smáupphæð sem eftirlitið kostar. 7.500 krónur kostar árlega að taka út hverja vog, án tillits til þess hvar á landinu verslunin er. Þannig er verðið það sama hvort heldur farið er úr Síðumúlanum á Seltjamar- nes eða Seyðisfjörð. Fjöldi voga er að sjálfsögðu misjafn eftir verslunum, en dærni heyrðum við nýverið af versl- un á Reykjavíkursvæðinu þar sem tíu vogir eru í notkun. Fyrir eftirlit með þeim þarf að greiða árlega 75.000 krónur, eftirlit sem tekur hámark tvær klukkustundir að inna af hendi. Er ekki ofsagt að slík verð- lagning sé á miklum villigöt- um - jafnvel þó í hlut eigi opinber aðili og menn ýmsu vanir á þeim vettvangi. Góðu fréttimar eru hins vegar þær að um næstu áramót verður löggildingin færð á hendur einkaaðila. Eru tals- verðar vonir bundnar við að í kjölfarið fylgi betri þjónusta og helst einnig meiri hógværð í verðlagningu. Nýir varahlutir ...í bifreiðina þína Við erum aðalumboðsaðilar fyrir bifreiðavara- hlutina TRIDON Skandinavia A/S. Varahlutir sem við erum stolt af. Markvisst þjónum við ykkur enn betur! • Vatnshosur • Tímareimar og strekkjarar • Bensíndælur • Bensínlok • Bensínslöngur • Álbarkar • Kúplingsbarkar og undirvagns- gormar. BRÆÐURNIR Lágmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807 BOSCH verslunin, aðkeyrsla frá Háaleitisbraut TRIDONtF Söluaðilar: GH verkstæðið, Borgarnesi. Þórshamar, Akureyri. Víkingur, Egilsstöðum. Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornafirði. VERSLUNARTÍDINDI MAÍ 1996 5 Hönnun: Gunnar Steinþórsson / TRIDON / 03- 96-004

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.