Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 6
Fjarðarkaup í
Grafarvog?
Þær fregnir berast æ og
aftur að verið sé að
selja Fjarðarkaup.
Kaupendur mun reynd-
ar ekkert skorta og gætu
þeir feðgar, Sveinn og
Sigurbergur, hætt strax
i dag þess vegna. Þeir
munu hins vegar hreint
ekki á þeim buxum að
selja, heldur hafa þeir,
eins og fleiri, kannað
vandlega þá möguleika
sem eru til stækkunar,
enda Fjarðarkaup gróið
fyrirtæki, stofnað fyrir
23 árum og býsna sterkt
eignalega. Við heyrum
að Grafarvogur freisti
einna helst og Ijóst að
dagvörulandslagið á
eftir að verða bæði fjöl-
breytt og samkeppni
hörð í því hverfi þegar
fram líða stundir. Hag-
kaup er þegar með
verslun þar og aðra í bí-
gerð, Bónus telur sig
eiga lóð vísa og 10/11 er
að opna þar 1. júlí.
Akureyringar
fjárfesta I
Reylqavík
Kaupmannafélag
Akureyrar hefur fest
kaup á tveggja her-
bergja íbúð við Ásholt 2
í Reykjavík. (búðin verð-
ur leigð félagsmönnum
sem dvelja þurfa í
Reykjavík, sem og öðr-
um eftir því sem að-
stæður leyfa. Samtals
eru um 50 kaupmenn í
félaginu á Akureyri.
Horfttil
lförhúss KEA
Fleiri en einn og fleiri en
tveir munu hafa rokið
upp til handa og fóta
þegar spurðist að Kaup-
félag Eyfirðinga hyggð-
ist loka Vöruhúsinu við
Hafnarstræti á Akureyri.
Þar hefur heimamönn-
um löngum þótt slá
hjarta verslunar í bæn-
um og eru ýmsir býsna
ósáttir við það sem þeir
kalla "uppgjöf hjá KEA".
Ekkert fæst þó uppgefið
um hvaða hugmyndir
eru í gangi, en þar
munu bæði heimamenn
og aðkomumenn koma
við sögu, en húsnæðið
er eitt það glæsilegasta
á Akureyri.
ETS Á ÍSLANDI
/ /
HEFJAREKSTUR 1.JUNI
Verið er að leggja síðustu
hönd á skrifstofuhúsnæði
European Tax-Free Shopp-
ing á Islandi, eða ETS, í Hafnarfirði
og verður væntanlega opnað síðar í
þessum mánuði. Fyrirtækið fékk
sem kunnugt er starfsleyfi fjármála-
ráðherra fyrir skömmu og mun hefja
formlegan resktur um næstu mán-
aðamót.
ETS er alþjóðlegt fyrirtæki sem
sér um endurgreiðslu á virðisauka-
skatti til ferðamanna. ETS á Islandi
er í eigu móðurfyrirtækisins en
einnig eru Kaupmannasamtök
Island og Félag íslenskra stórkaup-
manna eignaraðilar.
Síðar í þessum mánuði verða
kynningargögn send til verslana og
upplýsingafundir haldnir til að
útskýra starfsemina. Verslunum
verður boðin endurgjaldslaus aðild
fyrsta mánuðinn, en eftir það verður
innritunargjald 5 þúsund krónur.
Það er hins vegar eini kostnaðurinn
því árgjald er ekkert og ávísanir og
kynningarefni verða látin í té endur-
gjaldslaust.
Búið er að semja við Landsbanka
íslands um að annast endurgreiðslur
til ferðamanna. Fyrst í stað verður
sú þjónusta veitt á Keflavíkurflug-
velli, sem og í Norrænu. Síðar mun
Landsbankinn einnig bjóða þessa
þjónustu í útibúi á Seyðisfirði og í
Sundahöfn. Endurgreiðsluupphæðin
verður 15-19% eftir verðmæti inn-
kaupanna. Síðar mun íslendingum
einnig gefast kostur á að fá ETS
ávísanir sem gefnar eru út við inn-
kaup erlendis, endurgreiddar hjá
Landsbankanum.
Skrifstofur ETS á íslandi verða
sem fyrr segir í Hafnarfirði. Síminn
þar er 555 2833 og faxnúmer
555 2823. Framkvæmdastjóri ETS
er Jónas H. Guðmundssonar en
stjómarformaður er Ralf Galme
frá Svíþjóð.
STDRKAUPMENN ÁN ÆGÐIR MEÐ BRUSSELSÝNINGUNA
Úr sýningarbás FÍS á sjávarútvegssýningunni í Brussel
TANNBHJOTUR TIL TRAFALA
etta var bæði spennandi og
skemmtileg sýning og þátt-
taka okkar hóps tókst vonum
framar, segir Jón Ásbjömsson for-
maður Félags íslenskra stórkaup-
manna sem nýlega er kominn heim
af sjávarútvegssýningunni ESE í
Brussel. Tólf fyrirtæki tóku þátt í
sýningunni undir merkjum FÍS og
er þetta í fyrsta sinn sem félagið
stendur að slíkri kynningu fyrir
hönd útflytjenda í sínum hópi.
Jón segir mikinn fjölda fyrir-
spurna hafa borist um vömr og
þjónustu fyrirtækjanna. Eftir sé að
vinna úr þeim fyrirspumum, enda sé
sýningin fyrst og fremst vettvangur
til kynningar.
Fullur hugur er í stórkaupmönn-
um að skipuleggja þátttöku fyrir út-
flutningsfyrirtæki í fleiri sýningum.
Hefur Boston-sýningin komið til
tals og kveðst Jón telja líklegt að
slík sýningarþátttaka geti orðið ár-
viss viðburður í starfi félagsins í
framtíðinni.
Sýningin í Bmssel þótti takast
mjög vel og aðsókn meiri en búist
var við, eða um tíu þúsund gestir.
Þegar er búið að ráðstafa nær öllu
plássi á næstu sýningu sem haldin
verður að ári á sama stað.
BERGDALEKKIIH
Leið mistök urðu við vinnslu á
smáfrétt í síðustu Verzlunar-
tíðindum að sagt var að heild-
verslunin Innnes hafi verið með
umboð fyrir Perrier-drykkjarvömr.
Þetta umboð var hins vegar hjá
Bergdal hf. og fluttist til heildversl-
unar Gunnars Kvaran hf. fyrir
skömmu. Biðjumst við velvirðingar
á þessum mistökum.
að var ánægjulegt að heyra
undirtektir lesenda Við-
skiptablaðsins við útgáfu
fyrsta tölublaðs af Verzlunartíðind-
um.
Eitt skyggði þó á gleðina, fyrir-
sögnin á forsíðunni sem vísaði til
Gallup-könnunar inni í blaðinu, og
tmflaði nokkra af lesendum okkar.
Þar stóð: 80% fleiri versla mest til
heimilisins í Skeifunni en á Lauga-
veginum.
Manna fyrst skulum við viður-
kenna að setning þessi var skelfileg-
ur tannbrjótur og mikið var reynt að
finna aðra úrlausn, án þess að breyta
innihaldinu. Spurt var: Á hvaða
verslunarsvæði er aðallega keypt inn
til til heimilisins? Kórrétt tilvísun
hefði því verið: 80% fleiri kaupa
aðallega inn til heimilisins í Skeif-
unni en á Laugaveginum. Plássins
vegna breyttist “kaupa aðallega inn”
í “versla mest’’.
Allnokkrar ábendingar höfum við
fengið og flestar á þeim nótum að
rétt hefði verið að segja: 80% fleiri
versla meira til heimilisins í Skeif-
unni en á Laugaveginum. Það hefði
verið góð lausn, svo framarlega sem
spurt hefði verið “hvort verslar þú
meira til heimilisins í Skeifunni eða
á Laugaveginum”, en þá er merk-
ingin orðin allt önnur. Samanburður-
inn er fleiri ....en, en ekki mest...en.
eins og sumir virðast hafa lesið.
Það ánægjulega við þetta er þó að
eiga hóp af árvökulum lesendum
sem fylgjast grannt með málfari í
blöðunum. Slíkt hvetur okkur til að
gera enn betur. Allar ábendingar eru
því af hinu góða og ýta undir upp-
byggjandi málfarsumræðu á rit-
stjóminni.
6 VERSLUNARTÍÐINDI MAÍ 1996