Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 8
Um eitt af hverjum þremur fyrirtækj-
um sem orðið hefur gjaldþrota und-
anfarinn áratug er verslunarfyrirtæki.
Lýstar kröfur í þessi bú nema 14,2 milljörð-
um króna og upp í þær fengust aðeins 1,26
milljarður eða 9,16% að meðaltali, hvort
tveggja reiknað á verðlagi ársins 1995.
Langstærstur hluti fyrirtækjanna er af Stór-
Reykjavíkursvæðinu eða 87%, yfir 60%
þeirra eru yngri en 5 ára og um 44% flokk-
ast undir almenna heildverslun, samkvæmt
atvinnuvegafiokkun Hagstofunnar.
Það er 941 verslunarfyrirtæki sem orðið
hefur gjaldþrota á árunum 1986-95. Þar af er
skiptum ólokið í 191 búi. Kröfur í þau 750
fyrirtæki sem eftir standa námu 14,254
milljörðum króna. Aðeins fundust eignir í
290 búi og skiluðu þær 1,265 milljarði upp í
ofangreindar kröfur. Vert er að árétta að inni
í þessum tölum eru ekki stór gjaldþrot á
borð við Miklagarð, enda skiptum ólokið í
því búi. Þar nema samþykktar almennar
kröfur hins vegar 1,45 milljörðum króna og
áætlað að 15% greiðist upp í kröfur.
HELMINGUR í HEILDVERSLUN
Rúmlega 40% þeirra fyrirtækja sem urðu
gjaldþrota á sfðasta áratug koma úr heild-
verslun. Um eitt hundrað fyrirtæki eru úr
matvöruverslun, þ.e. atvinnuvegaflokki nr.
618 og í flokki vefnaðarvöru, 621, urðu líka
um eitt hundrað fyrirtæki gjaldþrota. í mat-
vöruverslun er eingöngu um að ræða smærri
fyrirtæki sem ein-
göngu kaupa og selja
matvöru, en ekki
stærri fyrirtæki með
blandaða verslun á
borð við kaupfélög og
stórmarkaði.
1989-91 VORU
ERFIÐ ÁR
Sé litið yfir tölur ein-
stakra ára þá eru árin
1989-1991 áberandi
fyrirferðarmest. Á
þessum þremur árum
urðu 345 fyrirtæki
gjaldþrota og skiptum
er enn ólokið í 25
þeirra. Eignir fundust
í 161 fyrirtæki, lýstar
kröfur námu tæplega
7,2 milljörðum króna
og upp í þær fengust
um 649 milljónir, eða
um 7% að meðaltali.
ÖNNUR HVER
MATVÖRU-
VERSLUNí
ÞROT?
Forvitnilegt er að bera
saman fjölda rekstrar-
eininga á þessu sama
tímabili. Þær tölur ná
reyndar ekki nema til
loka ársins 1993. Þá
kemur í ljós að fjöldi
heildverslana í flokki
616 hefur lítið sem
ekkert breyst, var
1.176 fyrirtækið árið
1986 en hafði fækkað
í 1.121 í árslok 1993.
I smásöluverslun er
heildarfjöldi rekstrar-
eininga árið 1986
1.868 fyrirtæki og
J hafði þeim fækkað í
millj. kr.
Heildarkröfur í þrotabú og úthlutun 1986-1995
á verðlagi 1995
1.266 milljónir komu upp í kröfur
1986-1995
Fjöldi gjaldþrota 1986-1995
120 þrotabú
Eignalaus bú
Eignir í búi
Skiptum ólokið
1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
Langflest gjaldþrotin 1986-1995
eru á höfuðborgarsvæðinu
Úthlutun úr þrotabúum sem hlutfall af kröfum
1986-1995
1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
8 VERSLUNARTÍÐINDI MAÍ 1996