Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 10
Rjóminn
fleyttur?
Opnun hinnar nýju lyfja-
verslunar Lyfju hefur
hrist upp í starfsemi
apóteka á Reykjavíkur-
svæðinu. Nú keppast
þau um að auglýsa
lægra lyfjaverð og jafn-
vel er afgreiðslutíminn
farinn að lengjast tals-
vert frá því sem var. í
febrúar tóku apótekarar
sig til og breyttu til
reynslu í eitt ár ára-
löngu fyrirkomulagi á
nætur og helgidaga-
vörslu, en sú þjónusta
er lögð þeim á herðar af
heilbrigðisráðuneyti.
Þannig er nú tryggt að
næturvarsla sé ævin-
lega í einu þeirra sjö
apóteka sem eru
miðsvæðis í Reykjavík
og því til viðbótar er
opið í úthverfi til kl. 22
alla daga vikunnar.
Lyfja, sem stendurfyrir
utan þetta samstarf, er
hins vegar með opið til
kl.22 alla daga og mun
Borgarapótek fljótlega
hafa tekið upp sömu
hætti. Þykir öðrum
apótekurum sem Lyfja
sé með þessu að fleytja
rjómann, því mest sé að
gera á frameftir kvöldi,
en sáralítið á nóttunni
þegar skylt sé að hafa
opið og vera með lyfja-
fræðing á vakt á fullu
næturvinnukaupi.
Stefnan
mótuð í
Reykjavík
Kaupmannasamtök
íslands taka þátt í
stefnumótun á vegum
Atvinnu- og ferðamála-
stofnunar Reykjavíkur-
borgar. Skúli Jóhannes-
son ÍTékk-kristal situr í
ráðgjafahópi vegna
verkefnis er nefnist
"Samræmd stefnu-
mótun í atvinnumálum
hjá Reykjavíkurborg" og
Sigurður Jónsson
framkvæmdastjóri KÍ
hefur tekið sæti í vinnu-
hópnum "Verslun og
viðskipti". Þannig hafa
kaupmenn fullan hug á
að leggja sitt af mörkum
til þess að verslun hljóti
verðugan sess í áætlun-
um um framtíðarþróun
borgarinnar.
VERSLUNI HVERFf HELDUR FASTEIGNIVERÐI
Hópur smærri hverfiskaupmanna og sölutur-
naeigenda hefur að undanfömu hitt til skrafs og
ráðgerðar um hvernig hægt sé að vekja athygli á
mikilvægi þeirrar þjónustu sem slíkir aðilar veita.
Slagorðið sem fyrirsögnin vísar til kom upp á einum
fundi þeirra og fékk góðan hljómgmnn, þó enn sé ekkert
ákveðið um hvort og hvernig það verður notað.
Innihald þess segir þó ýmislegt um það erindi sem
hverfiskaupmenn telja sig eiga við neytendur. “Ég held
að enginn vilji missa verslunina úr sínu hverfi, þegar
grannt er skoðað. Það er engin alvörubyggð og mannlíf
nær varla að blómstra þar sem ekki er verslun og
þjónusta”, segir Logi Björgvinsson kaupmaður í
Teigakjöri og einn þeirra sem setið hefur fundina.
“Það sem drífur okkur áfram er áhugi á að vekja
viðskiptavini okkar til vitundar um hversu fátæklegt
hverfið verður þegar verslunin hverfur. Og þar sem
mannlíf er dapurt og þjónusta lítil, fæst ekki hátt verð
fyrir fasteignir. Við viljum líka ná athygli birgjanna sem
við erum að skipta við frá degi til dags. Takmarkið er að
reyna að ná í sameiningu samningum um hagstæðarara
innkaupsverð sem geri okkur samkeppnishæfari við þá
stóru”, segir Logi.
Hann þekkir þennan rekstur vel úr Teigakjöri, þar
sem dagvöruverslun hefur verið rekin um áratugaskeið.
Meðal annars var ein af Sunnubúðunum þar á sínum
tíma. Þó talsverð endurnýjun hafi orðið í hverfmu, er
enn mikið af eldra fólki, og kveðst Logi varla sjá
hvemig það fólk færi að ef verslunin flytti á brott. Hann
ber sig þó vel, segir reksturinn ganga bæriilega, en það
kosti gífurlega vinnu því opið sé til kl. 22 öll kvöld og
afkoman bjóði ekki upp á mikið starfsmannahald.
Allar hugmyndir hópsins eru enn umræðustigi og em
kollegar hvattir til að mæta til leiks. Þeir sem hafa áhuga
á að fá upplýsingar um fundi hópsins og taka þátt í
þessu samstarfi geta haft samband við skrifstofu
Kaupmannasamtakanna.
FRÆKIl FÖRTIL KÍNAVELDIS
Hópur félagsmanna í Félagi íslenskra stórkaup-
manna gerði heilmikla ferð til Guangshou, öðra
nafni Kanton, í Kína fyrir skömmu og sótti eina
stærstu vörusýningu sem haldin er þar í landi. Var ferðin
skipulögð af Islensk-kínverska viðskiptaráðinu.
Mikil ánægja var með sýninguna og ferðina í heild og
töluverð viðskipti vom gerð hjá nokkrum fyrirtækjum.
Var Islendingunum hvarvetna tekið með kostum og
kynjum. Eftir sýninguna var haldið í heilmikið ferðalag,
m.a. til Gulufjalla og Peking undir leiðsögn Steingríms
Þorbjamarsonar. í Peking bauð sendiherra íslands í
Kína, Hjálmar W. Hannesson, til kvöldverðar á heimili
sínu og mætti þar auk ferðalanganna fjöldi fulltrúa úr
kínversku viðskiptalífi og utanríkisþjónustu.
Er mál manna að til verðlag og vömúrval í Kína bjóði
upp á stóraukin viðskipti á komandi ámm.
Steingrímur, Hlíf, Kristján, Kristbjörg, Örn og Valgerður í ægifögru
umhverfi Gulufjalla.
Götumynd frá Huangshan, öðru nafni Gulufjallaborg. Þessi
verslunargata hefur verið varðveitt óbreytt allt frá tímum
Ming-keisaraveldisins.
Yfirmaður CCPIT í Guangdong
ásamt Sigtryggi R. Eyþórssyni
formanni íslensk-kinverska
viðskiptaráðsins.
Hinn viðförli hópur ásamt kín-
verskum fulltrúum, t.f.v.: Helma
Þórðardáttir, Valgerður Hildi-
brandsdóttir, Örn Svavarsson,
Sigmar Jónsson, Einar Sverris-
son, Steingrimur Þorbjarnarson,
Kristján Richter, Hlíf Jóhanns-
dóttir, Kristbjörg Ólafsdóttir og
Halldór Stefánsson.
10 VERSLUNARTÍÐINDI MAÍ 1996