Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 17

Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 17
ÍSLENSKA UMBOÐSSALAN KEYPTI FYRIRTÆKIÐ VÉLAR OG ÞJÓNUSTU Á SÍÐASTA ÁRI 75% veltuaukning í kjölfar sameiningar innflutningsdeildanna Gunnar V. Bjarnason framkvæmdastjóri Véla og þjónustu hf. Afkoma Véla og þjónustu hf. batnaði verulega á síðasta ári í framhaldi af kaupum fslensku umboðssölunnar hf. á fyrirtækinu. Velta fyrirtækisins var 700 milljónir króna, sem er 300 milljónum meira en árið á undan. Arið 1995 markaði einnig þau tímamót að Vélar og þjónusta urðu 20 ára, en móðurfyrirtækið, íslenska umboðs- salan, fagnaði aldarfjórðungsafmæli. INNFLUTNINGSDEILDIR SAMEINAÐAR Það var í mars 1995 sem allt hlutafé í Vélum og þjónustu hf. var selt íslensku umboðssöl- unni hf. og í framhaldi af því var innflut- ningsdeild íslensku umboðssölunnar hf. sameinuð véla- og tækjainnflutningi Véla og þjónustu hf. Var tilgangurinn með samein- ingunni að styrkja stöðu beggja fyrirtækjan- na og auka þjónustuhæfni þeirra. Eftir breyt- inguna urðu Vélar og þjónusta eitt stærsta innflutningsfyrirtæki á sínu sviði hér á landi, en fyrirtækið flytur inn vélar og tæki til landbúnaðar, svo sem dráttarvélar og hey- vinnslutæki, lyftara og flutningatæki, ásamt flutningabílum og þungavinnuvélum. Jafn- framt starfrækir fyrirtækið verkstæði og varahlutaþj ónustu. AUKIN MARKAÐSHLUTDEILD Framkvæmdastjóri Véla og þjónustu hf. er Gunnar V. Bjarnason og tók hann við starf- inu um leið og eigendaskipti urðu á fyrir- tækinu á síðasta ári. Segir hann starfsemi ársins hafa einkennst af aukinni sölu tækja og fjölgun umboða. Jafnframt hafi verið lögð áhersla á bætta þjónustu, ekki síst með breytingu á verkstæði, en nefna má að til viðbótar verkstæðisrekstrinum hefur fyrir- tækið tvo þjónustubíla á sínum vegum til að liðsinna viðskiptavinum á landsbyggðinni. Á því rúma ári sem liðið er frá eigenda- skiptum hefur fyrirtækið verið að auka markaðshlutdeild sína á öllum sviðum starf- seminnar. Rúmlega helmingur sölunnar er í vinnuvélum og lyfturum, en Vélar og þjón- usta hf. eru stærsti innflytjandi lyftara hér á landi. ÁÆTLA 30-40% VELTUAUKNINGU “Stefna fyrirtækisins í náinni framtíð er að bæta viðgerða- og varahlutaþjónustuna. Fyrirtæki í okkar geira selja ekki lengi tæki ef þessi þjónusta er ekki í lagi”, segir Gunnar V. Bjamason. “Við bjóðum upp á mörg vel þekkt vöru- merki, merki sem eru leiðandi víða um heim”, segir hann og nefnir sem dæmi Case dráttarvélar, Hyster og Jungheinrich lyftara, Sisu flutningstæki og Bobcat vinnuvélar. Gunnar segir að þrátt fyrir verulega sölu- aukningu á síðasta ári, sé talsvert verk óunn- ið. Þannig geri áætlanir ráð fyrir 30-40% veltuaukningu á yfirstandandi ári. “Við erum með góð viðskiptasambönd við mörg fyrirtæki í landinu og þjónustulega teljum við okkur vel í stakk búin til að efla okkar hlut,” segir Gunnar og bendir jafnframt á að varahlutaþjónusta fyrirtækisins einskorðist ekki við þau merki sem þar eru seld. UM ÞRJÚ ÞÚSUND VIÐSKIPTAMENN “Bændur eru fjölmennasti viðskiptavinahóp- urinn hjá okkur, en ásamt þeim byggist við- skiptamannahópurinn á verktökum og vinnuvélaeigendum, auk fyrirtækja í margs konar rekstri. Á viðskiptamannaskránni eru um 3 þúsund nöfn, þannig að þetta er stór hópur”, segir Gunnar og bætir við að á næst- unni verði sérstök áhersla lögð á að bæta tengslin við viðskiptavinina. “Eg tel að útlitið hjá okkur sé bjart. Þann- ig finnum við fyrir talsverðri breytingu; fólk er jákvæðara og bjartsýnna á framhaldið en áður. Þetta á ekki síður við hjá stærri fyrir- tækjum sem virðast meta að útlitið sé betra nú en um langa hríð. Það ætti einnig að skila sér inn í okkar rekstur”, segir Gunnar. DEKK OG SPORTVÖRUR Auk þeirra merkja sem nefnd eru að framan í landbúnaðartækjum, vinnuvélum og lyftur- um, eru Vélar og þjónusta með ótal fleiri vörumerki á sínum snærum. Nýverið bættist við vörumerkið Dunlop, en Vélar og þjón- usta hf. flytja inn dekk frá þeim á allar gerðir bíla og vinnuvéla. Á dekkjasviði má einnig nefna Toyo og Watts, en þar er um að ræða dekk fyrir lyftara og vörubíla. Vélar og þónusta eru einnig stór innflytjandi á hillu- kerfum, skápum og fleiru frá Link 51 í Eng- landi. Um áramótin síðustu tóku Vélar og þjón- usta hf. einnig við rekstri sportbúðar ís- lensku umboðssölunnar og eru því í dag söluaðili fyrir Johnson utanborðsmótora, Avon gúmbáta, Ryds plastbáta, Prijon kaja- ka og fleira sem viðkemur vatnasporti. Sportbúðin hefur einnig hafið innflutning og sölu á skotfærum og tengdum vörum. Hjá Vélum og þjónustu starfa nú 38 manns, þar af eru um 20 manns í þjónustu- störfum, svo sem varahlutasölu og viðgerð- um. VERSLUNARTÍDINDI MAÍ 1996 17

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.