Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 9
1.667 í árslok 1993. f matvöruverslun,
flokki 618 eru 188 fyrirtæki skráð árið 1986,
en hefur fækkað niður í 137 í lok ársins
1993. í vefnaðarvöru hefur einnig orðið tals-
verð fækkun, úr 340 rekstraraðilum árið
1986 í 291 íárslok 1993.
Séu þessar tölur skoðaðar með tilliti til
gjaldþrotanna kemur í ljós að í heildverslun
og vefnaðarvöru, sem m.a. nær yfir allar
tískuverslanir, er það um það bil eitt af
hverjum þremur fyrirtækjum í rekstri sem
verður gjaldþrota á þessu tímabili. í mat-
vöruverslun lætur hins vegar nærri að ríflega
annað hvert fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota.
Þar hefur endumýjun einnig orðið minnst.
FJÁRHÆÐIRNAR LÆGRI
Erfitt er að meta hvort einhverjar sérstakar
ástæður liggja að baki þessum gjaldþrotum í
verslun fremur en öðrum greinum. I Fjár-
málatíðindum birtist árið 1994 tafla sem
sýnir útlánaafskriftir og töp viðskiptabanka
eftir atvinnugreinum. Þar er hlutur verslunar
í framlögum á afskriftareikning 5% árið
1992 og 4,3% árið 1993. Bæði árin er versl-
un þar lægri en t.d. landbúnaður og sjávarút-
vegur, en hæsta hlutfallið er hjá byggingar-
verktökum. Reyndar virðast kröfumar lægri
í gjaldþrotum verslunar en almennt gerist.
Heildarkröfur vegna gjaldþrota fyrirtækja á
síðasta áratug nema 58,6 milljörðum, þar af
er hlutur verslunar 14,2 milljarðar eða um
24%. Hins vegar er heildarfjöldi gjaldþrota
félaga á þessu tímabili 2.904, þar af er fjöldi
verslunarfyrirtækja 941, eða rúm 32%.
GJALDÞROTA FRÁ BYRJUN
Það er Haraldur L. Haraldsson hagfræðing-
ur, sem unnið hefur þessar tölur upp úr
gögnum frá Hagstofunni og Hlutafélagaskrá.
Hann skrifar einnig fyrir skömmu grein þar
sem hann bendir á að helmingur hlutafélaga
á Islandi var með innan við 500 þúsund
krónur í hlutafé í júlí á síðasta ári og 92%
hlutafélaga með minna en 15,0 milljónir. Af
athugunum sínum dregur Haraldur þá álykt-
un að sum þessara fyrirtækja hafi aldrei haft
fjárhagslegt bolmagn til að hefja rekstur og
því nánast gjaldþrota frá stofndegi. Birgjar
og lánastofnanir hafi í raun fjármagnað
reksturinn. A skömmum líftíma þessara fyr-
irtækja hafi eingöngu tekist að safna skuld-
um án eignamyndunar og þau því nánast
eignalaus við gjaldþrot.
MIKK> TAP Á SKÖMMUM TÍMA
Undir þetta tekur Gestur Jónsson hrl., sem
hefur mikla reynslu af gjaldþrotamálum sem
skiptastjóri. „Verslun er eflaust áhættusöm
atvinnugrein, en tiltölulega oft virðist vera
farið af stað með lítið eigið fé og takmark-
aða ábyrgð. Gjaldþrot eru í eðli sínu ekki
óeðlileg. Það sem er hins vegar óvenjulegt
er hversu mikið tap myndast á skömmum
tíma. Menn virðast hafa verið dálítið blá-
eygðir eða helst til örlátir þegar lánstraust er
annars vegar.“
Gestur segir hins vegar ljóst að opinberar
tölur um lýstar kröfur gefi sjaldnast raun-
verulega mynd af því sem tapist. Sjaldan sé
farið nákvæmlega ofan í eðli krafna þegar
um eignalaus bú sé að ræða. Stór hluti af
kröfunum sé einnig áætlanir vegna opin-
berra gjalda, sem sjaldnast eigi sér stoð í
raunveruleikanum. Þær tölur skekki því
myndina talsvert.
THERMOS HITABRÚSI • ÓMISSANDI FERÐAFELAGI
• FALLEGUR& STERKUR
• HELDUR HEITU/KÖLDU
• LOK = BOLLI M/HALDl
(FÁST AUKALEGA)
TE/KAFFIGEYMSLA
• VARAHLUTAÞJÓNUSTA
HEILDSÖLUDREIFING JOHN LINDSAY HF