Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 7
AFGREIÐSLUTÍMI VERSLANA í EVRÓPU
HÖFT OG HÖMLUR Á UNDANHALDIHVAHVETNA
Langur afgreiðslutími verslana -
til hvers, fyrir hverja? er yfir-
skrift ráðstefnu sem Kaup-
mannasamtökin gangast fyrir 29. maí
næstkomandi. Tilgangurinn er að fá
opna umræðu um málið þar sem flest-
um sjónarmiðum er komið til skila.
Afgreiðslutími er sígilt viðfangsefni
víðar en hér á landi. I Evrópu hefur
höftum og hömlum af afgreiðslutíma
verið að linna, enda gera breyttur lífs-
stfll og innkaupavenjur þær kröfur að
hægt sé að nálgast verslun utan hefð-
bundins vinnutíma. Þá gerast æ hávær-
ari raddir í anda þess sem gerst hefur r
Bandaríkjunum, þar sem afþreyingar-
hlutverk verslunar verður æ mikilvæg-
ara. Þar telja kaupmenn sig ekki hvað
srst vera í samkeppni um frítrma og
fjármuni neytenda.
Eins og sjá má af listanum hér að
neðan eru þó enn mismunandi reglur.
Víða er sunnudagsopnun takmörkuð í
orði en ekki á borði, því undanþágur
eru veittar fyrirhafnarlítið. Þá er regla
fremur en undantekning að verslanir
séu opnar alla daga á ferðamanna-
stöðum. I Danmörku hafa það einkum
verið smærri matvöruverslanir sem
sóst hafa eftir lengri afgreiðslutíma og
nú virðist vera að gefa sig bann sem
sett hefur verið við sölu áfengis á
kvöldin og um helgar. Allt stefnir þar í
frjálsan afgreiðslutíma, að mati tals-
manna kaupmanna. Sömu sögu er að
segja frá Bretlandi. I Noregi er vaxandi
þrýstingur á frjálsan afgreiðslutíma.
Þar benda menn á að e.t.v. sé tímabært
að hafa verslanir opnar um helgar, en
loka þess í stað fyrir hádegi virka daga.
Heyrast þau rök ekki hvað síst úr
sérverslun margs konar.
REGLUR UM AFGREIÐSLUTÍMA VERSLANA í EVRÓPU
LAND MÁNUD.-FÖSTUD. LAUGARD. SUNNUD./AÐRIR HELGID.
Austurríki 07.00-19.00 Eitt kvöld í vikutil 21.00 Hámark 66 klst. á viku í matvöru, 60 klst. í öðru. 07.00-13.00 Einu sinni. í mánuði til 17.00 og 4 laugard. fyrir jól til 18.00 Heimilt að hafa opið á ferðamannasvæðum
Belgía 05.00-21.00 föstud. til kl.21.00 05.00-20.00 Hægt að sækja um heimild til opnunar.
Bretland Engar takmarkanir Engartakmarkanir Engar takmarkanir nema fyrir stærstu verslanirnar, hámark 6 klst.
Danmörk Engar takmarkanir frá 06.00 á mánud. till7.00 á laugardögum. Óheimilt að selja áfengi milli kl. 20.00 og 06.00. Sjá fyrri dálk Flestar verslanir lokaðar, nema matvöruverslanir með minna en 12,7 millj.Dkr. í veltu.
Finnland 07.00-20.00 07.00-18.00 Lokað, nema í desember og sex aðra sunnudaga á ári, kl. 10.00-18.00.Ýmsar undanþágur eru í gangi.
Frakkland Engartakmarkanir Engartakmarkanir Má hafa opið en starfsmenn mega ekkivinna. Fjölmargar undanþágur tíðkast, sérstaklega í matvöru.
Grikkland Mismunandi reglur eftir stærð. AEm. 08.00-20.30 Sama og fyrri dálkur Lokunart. 15.00-20.00 Almennt lokað, nema í verslun og þjónustu við bíla og ferðam.verslun
írland Engarhömlurnema ekki má selja áfengi f. kl. 10.30 Sama ogfyrri dálkur Takmarkaður afgreiðslutími.
ítalia 09.00-21.00 Skylt að loka hálfan dag í viku Sama og fyrri dálkur Almennt lokað, en margar undanþágur
Luxemborg 06.00-20.00 Smærri verslanir undanþegnar reglum. 06.00-18.00 06.00-13.00
Holland 06.00-22.00 á ferðamannasvæðum 06.00-22.00 Má hafa opið 12 sunnudaga á ári og
Noregur 06.00-20.00 06.00-18.00 Almennt lokað, undanþágur veittar
Portúgal Engar hömlur Engarhömlur Afgreiðslutími stórmarkaða tak- markaður við kl. 08.00-13.00
Spánn Misjafnt eftir héruðum Alm. lokað kl. 20.00-22.00 eftir stærð verslana Sama ogfyrri dálkur Misjafnt eftir héruðum, en minnst 8 sunnudagar á ári Engar takmarkanir gilda um ferðamannasvæði, ýmsar tegundir sérverslana og minni matvöruverslanir.
Svíþjóð Engartakmarkanir Engartakmarkanir Engar takmarkanir
Þýskaland 07.00-18.30 Fimmtud. 07.00-20.30 Hámarksopnun 64,5-68,5 klst. á viku. 07.00-14.00 Lengri afgr.timi fyrsta laugard. i mánuði Hægt að sækja um h eimild til opnunar
Heimild: EuroCommerce
VERSLUNARTÍDINDI MAÍ 1996 7