Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 16

Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 16
Ein með öllu FYRIR FYRIRTÆKIÐ OG HEIMILIÐ FYRIRTÆKIÐ BILINN HUSIÐ & GARÐINN Mjög I auðveld og þaegileg í notkun Ekkert rispar lakkið meira á bílnum en drullugir og tjaraðir þvottakústar. II I KEW KEW X-tra er mjög öflug og einstaklega þægilega útbúin háþrýstidæla með öllum búnaði og fylgihlutum til þrifa utanhúss. REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116 Gífurlegar breytingar hafa orðið í “lands- lagi” dagvöruverslana í Reykjavík síðasta aldarfjórðunginn. Það sést glöggt þegar litið er yfir félagatal Kaupmannasamtakanna frá árinu 1970. Þá voru starfandi tvö félög í matvöru, annars vegar Félag matvörukaupmanna og hins vegar Félag kjötverslana, bæði afar fjölmenn, þó þá eins og nú hafi talsvert skort á að allar verslanir ættu þar aðild. Á kortinu sem hér er birt sýna deplamir þær verslanir sem voru í félögunum tveimur árið 1970. Rauðu deplamir sýna verslanir sem þá voru í full- um rekstri, en eru nú horfnar. Bláu deplamir sýna hins vegar þá verslunarstaði þar sem enn er rekin dagvöraverslun, þó stundum sé hún í býsna breyttu formi. Á þessum áram var verslun rétt að hefjast í tveimur hverfum sem þá vora í hraðri uppbygg- ingu, Árbæjarhverfi og Breiðholti. Það skýrir hversu fáar merkingar era í þeim hverfum. I Kópavogi voru hins vegar árið 1970 skráðar 10 matvöraverslanir; fæstar þeirra era enn í rekstri. Innan þessara tveggja félaga var á sínum tíma að finna mörg eftirminnileg nöfn úr verslunar- rekstri sem nú eru horfin. Nægir þar að nefna Sfld og fisk og Sláturfélag Suðurlands sem skráð er með 11 verslanir í Reykjavík. Utan félagsins vora hins vegar verslanir Silla og Valda, sem þá vora reyndar að hverfa, sem og verslanir KRON, sem era horfnar. Glöggt má sjá mikla breytingu í grónum hverf- um á borð við vesturbæinn og Laugames- og Langholtshverfi. Og ekki er breytingin minni í miðbænum. í öllum þessum hverfum blómstraði kaupmaðurinn á hominu. Vert er að undirstrika að kortið er engan veginn nákvæm heimild um fjölda verslana árið 1970, heldur eingöngu byggt á félagatali KÍ. Þá er einnig ljóst að fjöldi nýrra verslana hefur verið stofnaður, þar með taldir stórmarkaðir og verslunarkeðjur síðari ára, auk þess sem verslun hefur einnig flust að hluta út í nýrri hverfi. 16 VERSLUNARTÍDINDI MAÍ 1996

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.