Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 20

Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 20
OKKARLAUSN er góður kostur Gámaþjónustan hf. býður til leigu snyrtileg og falleg 660 og 1100 lítra sorpílát úr galvanhúðuðu stáli. ílátin eru einstaklega sterk og meðfærileg og búin margvíslegum kosfum sem gera þau að hagkvæmustu lausninni á sorpmálum stærri og smærri fyrirtækja: • Nýtast flestum tegundum atvinnurekstrar • Sterk og þægileg í meðförum • Eru á hjólum og hægt að staðsetja þar sem sorpið fellurtil. • Einföld að þrífa jafnt utan sem innan • Létt og þægilegt plastlok tryggir auðvelda losun á stórum sem smáum hlutum • Kerin eru læsanleg ^----- 1.20 m. ------► 660 1. 1100 Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar. © GÁMAWÓNUSTAN HF. BÆTT UMHVERFI - BETRIFRAMTIÐ SÚÐARVOGI 2, 104 REYKJAVÍK, SÍMI: 568 8555, FAX: 568 8534 ENDING OG VHHflALD BÍLALAKKS Bónið skiptir sköpum Iraun er það aðeins hársbreidd sem skilur á milli þess hvort bfllinn þinn er gljáandi og glæsilegur eða rjúk- andi ryðrúst. Örþunn lög af grunnefnum og lakki, þjóna ekki aðeins því hlutverki að tryggja fallegt útlit, heldur einnig að verja stálið, sem bíllinn er smíðaður úr, fyrir veðri og vindum, mengun, fugladriti og misgóðum þvottaefnum. Hvemig þessi efni ná að skila sínu ræðst ekki hvað síst af viðhaldi þeirra og meðhöndlun. Oft heyrast bíleigendur kveina sáran yfir rispum og steinskemmdum í lakki. Þannig var þetta ekki í þá gömlu góðu, segja þeir í sömu andrá, og kvarta yfir lak- ari gæðum á lakkinu sem notað er nú til dags. Nefnd eru dæmi um bíla sem þvegnir eru á bílaþvottastöðvum og koma snöggtum litlausari út úr meðferðinni. Slík tilfelli eru afar sjaldgæf. Hitt er alltof algengt að bíllinn sé ekki þrifinn öðmvísi en á bílaþvottastöð. Og afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Sterk þvottaefni fjarlægja smám saman alla fitu úr lakkinu sem fyrir vikið þomar og verður viðkvæmara fyrir öllu áreiti. Hún gildir nefnilega ennþá gamla að- ferðin að bóna bílinn með stífu og góðu vaxbóni. Skiptir þá engu máli hver efnasamsetningin er á lakkinu sem á bflinn fór í upphafi. Þessi gamla góða aðferð gerir fleira en að gefa bflnum ómótstæðilegan gljáa, sem reyndar fæst aldrei jafngóður með öðru móti. Vaxið verndar lakkið fyrir útfjólubláum geislum og um leið og það er borið á, fyllir það upp í allar rispur og spmngur sem kunna að hafa myndast við minnsta hnjask. Þannig er komið í veg fyrir að raki nái að þrengja sér inn undir lakkið. Flestir bílaframleiðendur leggja mikið upp úr að nota eingöngu fyrsta flokks lakk á nýja bfla. Þeir sem skara fram úr nota allt að sex umferðir utan á stálið áður en yfir lýkur. Fyrst em plötumar ryðvarðar með zinki, síð- an kemur grunnurinn. Þar næst fylliefni, síðan sjálft litlakkið og að lokum glært lakk. Þannig er það að minnsta kosti hjá flestum framleiðendum og því er spáð að innan örfárra ára verði þeir allir farnir að nota glært lakk í ysta lagið til hlífðar. Það sem hins vegar hefur gerst er að efnasamsetning lakksins hefur breyst. Notkun leysiefna hefur minnkað verulega vegna mengunaráhrifa og fyrir vikið virðast margir neytendur telja að verið sé að nota lítt brúkleg, vatnsþynnanleg lökk á bfla. Vaxandi lakkskemmdir á bílum hafa ýtt undir þennan misskilnig. En ástæðumar em aðrar. Ein skýringin er sú sem nefnd var fyrr, vaxandi þvottur á bílaþvottastöðvum sem spillir eiginleikum lakksins til lengdar og dregur úr endingu þess, sem og minni áhugi á að bóna bflana sem minnkar gljáann á lakkinu. Steinskemmdir hafa líka aukist verulega með auknum hraðakstri, hvort heldur er á malarvegum eða bundnu slitlagi. Slíkar skemmdir hafa oft virst meira áberandi en ella vegna þess að margir bflaframleiðendur hafa notað ljósan gmnn eða fylliefni undir lakkið. Þegar rispa kemur á bflinn, einkum ef hann er dökkur, verður hún meira áberandi fyrir vikið. Það þýðir hins vegar ekki aukna hættu af ryði. Margir fram- leiðendur hafa þó gripið til þess ráðs að blanda lit í grunnefnin sem gerir rispurnar minna áberandi en ella.

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.