Íslenska leiðin - 01.10.2002, Síða 31

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Síða 31
Pasqual- eða Húsavíkurjógúrt? Dagný Ingadóttir, Heiðar Örn Sigurfinnsson & Þröstur Freyr Gylfason Hver er samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar? Samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar liggur ekki í verðum. Hún liggur fyrst og fremst í sérstæðum landbúnaði sem býður uppá flest það sem neytendur biðja um í dag. Samkeppnishæfnin liggur í gæðunum.Við erum með öruggari matvæli en aðrar þjóðir,auk þess að vera með heilbrigðari bústofna og þess vegna eigum við gríðarlega möguleika. Það er einkum og sér í lagi vegna þess að íslenskir neytendur munu og eiga að velja íslenskar landbúnaðarafurðir fram yfir erlendar landbúnaðarvörur af því að þeir treysta þeim þetur. Við höfum mikla sérstöðu vegna hreinleika landsins og heilbrigði dýranna og það erum við að sjá bæði í Evrópu og ekki síst í Ameríku. Hæstu verðin eru á þeim landbúnaðarvörum sem neytendur gera miklar kröfur til, og það er ekki síst ungt og menntað fólk sem vill kaupa þessar landbúnaðarvörur. Samkeppnishæfnin byggist sem sagt á gæðum en ekki verðum - því gæði og lágt verð fara yfírleitt ekki saman. Við erum að selja Bens en ekki Trabant. Nægir það að hafa betri gæði ef meira frjálsræði í innflutningi verður á landbúnaðarvörum en verið hefur ? Við höfum að vísu séð mikla hagræðingu og jafnframt hefur landbúnaðurinn á íslandi verið að búa sig undir meiri samkeppni síðustu árin. Hér hefur orðið mikil hagræðing og landbúnaðurinn hefur verið að búa sig undir meiri samkeppni síðustu árin.. Búin hafa stækkað og tæknivæðst. Bændur hafa því verið að búa sig undir stríð. Þetta er að vísu þróun sem einnig hefur átt sér stað í löndunum í kringum okkur en mörg þeirra hafa orðið fyrir áföllum varðandi sína framleiðslu. Það hefur átt sér stað að hluta til vegna þess að menn hafa stytt sér leiðir í framleiðsluferlinu en jafnframt hefur það stuðlað að útbreiðslu sjúkdóma. Þessi áföll hafa leitt til þess að eftirspurn neytandans hefur stóraukist eftir vörum sem framleiddar eru eftir ferlum eins og hafa verið notaðir hérá landi.Það er keppt á grundvelli gæða og öryggi matvæla. Stendur til að endurskoða ríkisstyrki í landbúnaði? Ríkisstyrkir í landbúnaði eru auðvitað alltaf til endurskoðunnar. Ef við skoðum fjárlög síðustu tíu ára þá eru þeir nánast það eina sem menn sjá verulega lækkun á. Það eru sífellt minni styrkir til landbúnaðarins og íslenskur landbúnaður býr við það, einn allra í Evrópu, að útflutningsuppbætur voru felldar niður með einu pennastriki meðan aðrar Evrópuþjóðir eru enn að flytja út á ríkisstyrkjum. Ríkisstyrkir eru ávallt til endurskoðunar, en við erum í ákveðnum þrengingum. Við verðum að endurskoða ríkisstyrki eftir ákveðnum leiðum, m.a. vegna WTO-samninganna sem við erum aðilar að, ásamt á annað hundrað þjóðum. Sú breyting varð með Úrugvæ-samningnum sem gerður var innan GATT og leiddi til stofnunnar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, að landbúnaðinum var kippt inn í þetta fjölþjóðlega viðskiptakerfi. Hann hafði ekki verið þar áður. Það var gerður sérsamningur og aðildarríkin eiga að skila sérstökum skuldbindingaskrám hvernig þau haga tollum, markaðsaðgangi, útflutningstollum og innanlandsstuðningi. Um þetta gilda sérstakar reglur. Nú eru í gangi viðræður um áframhald þessa uppbótarferlis sem menn nefna ílandbúnaði, sem hugsanlega munu leiða til þess að aðildarríkin axli nýjar skuldbindingar til viðbótar þeim sem við gerðum árið 1995 og framkvæmdum til 2000 og 2001.lnnanlands- og ríkisstuðningi í landbúnaði hafa verið settar ákveðnar skorður í þessum WTO-samningum. Menn hafa tekið á sig lækkunarskuldbindingar á ákveðnum styrkjum. Þetta er ferli sem Viðtal við Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra líklegt er að haldi áfram og við verðum að taka þátt í þróun þessa ferlis, hafa áhrif á hann og laga okkur að þvi sem samið er um á hverjum tíma. Er þessi þróun sem þú nefnir í þá átt að minnka ríkisstyrki á sama tíma og innflutnings- og útflutningshöft eru minnkuð eða afnumin? Já, í grófum dráttum má segja það, fyrst með afnámi útflutningsbóta upp úr 1990 og síðan með WTO-samningunum sem tóku gildi hér á landi 1995 þegar boðum og bönnum var breytt í tolla og kvóta. Einnig var samið um lækkanir á tollum á þessu sex ára framkvæmdatímabili. Það er eins með innanlandsstuðninginn en ríkisstuðningur var skilgreindur á mismunandi vegu. Það var skilgreind ákveðin tegund af stuðningi sem ekki var talinn trufla samkeppni í framleiðslu, nema þá í hverfandi mæli. Dæmi um þetta eru byggðastuðningur og stuðningur við ýmis umhverfisgildi. Sá stuðningur er ekki háður neinum lækkunarskuldbindingum, enda truflar hann ekki viðskipti eða hefur áhrif áframleiðslu.En aðrir styrkir, sem falla utan við þessar skilgreiningar, eru eðli málsins samkvæmt talin tengjast framleiðslu og hafa áhrif á viðskipti. Sá stuðningur er háður þessum lækkunarskuldbindingum.WTO-ferlið gengur út á það að skuldbindingarstigið fyrir hvert aðildarríki lækki í áföngum með samningum. Finnst þér landbúnaðarstefna Evrópusambandsins hafa þróast á ásættanlegan veg með McSharry - endurbótunum og endurskoðuninni árið 1999? Já, í stórum dráttum. f þessum alþjóðasamningum þá er Evrópusambandið og nokkur önnur lönd sem eru auðvitað okkar sterkustu bandamenn í landbúnaðarbaráttunni. Þetta eru Evrópusambandsríkin, Noregur, EFTA-ríkin, Japan, Kórea, Nýja Sjáland og þessi helstu ríki. McSharry - endurbæturnar voru svar Evrópusambandsins við gagnrýni sem var innan aðildarlandanna á landbúnaðarstefnuna. Á þeim tíma fékk landbúnaðurinn yfir 50% af öllum fjárlögum sambandsins og þessar McSharry-endurbæturnar gengu meðal annars út á að taka land úr notum til þess að reyna að draga úr framleiðslunni. Stefnan var síðan endurskoðuð árið 1999 og enn er verið að endurskoða landbúnaðarstefnuna og stefnt er að því að Ijúka því verki fyrir áramót. Sú endurskoðun gerir m.a. ráð fyrir að draga úr stuðningi við stóru búin og beina stuðningnum fremur til hinna smærri búa. Fyrst og fremst er ætlunin að minnka heildarstuðning við landbúnaðinn til þess að sætta sjónarmið skattgreiðenda og neytenda í Evrópu.Síðan koma nýju umsóknarríkin inn og þau hafa tíu ára aðlögunartímabil. Þau fá í byrjun 25% af þeim styrkjum sem nú eru greiddir í Evrópu. Sumir segja að með þessu móti sé Evrópusamabandið að aðlaga sig eða kannski að undirbúa sig undir WTO-lotuna sem að hófst í Doha, en hún gengur m.a. út á það að auka enn frekar frjálsræði í verslun með landbúnaðarvörur en um leið draga úr framlögum til landbúnaðar. Þetta eru stærstu atriðin sem þessar endurbætur ganga út á. Mér fannst nú skemmtilegra í íslenska leiðin bls.31

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.