Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 41

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 41
ágreiningur um stjórnarskrárbreytingu, t.d. afnám deildaskiptingar Alþingis. Eins var með heimildina til þess að þrengja útgáfu bráðabirgðalaga þar sem iðulega hafði verið gengið býsna langt. Um grundvallarbreytingu á stjórnarskránni er líklegt að menn vildu hugsa sinn gang, t.d. ef afsala ætti fullveldinu í eitt skipti fyrir öll, jafnvel takmörkuð heimild kynni að vera umdeild.Og í þvi samhengi hlytu menn að spyrja hvers virði fullveldið sé. Einhverjir vildu spyrja hvort við vildum hafa slíkt ákvæði inni. Því yrði svarað sem svo að betra væri að hafa slíka heimild til þess að hafa mál á hreinu vegna þátttöku í alþjóðasamstarfi. Á móti kæmi ótti við að slík heimild yrði misnotuð.Ákvæði áþekk þeim sem lýst hefur verið fela alls ekki í sér neina hvatningu til inngöngu í ESB. Eins og stendur erum við á mjög gráu svæði, ef ekki með rauða spjaldið beint fyrir framan okkur. Ég held varla að stjórnarskrárbreyting í þessa veru yrði mikið deilumál ef heimildin væri skilmerkilega takmörkuð. Innganga í ESB er hins vegar allt annar handleggur. Menn gleyma því stundum í öllu alþjóðahyggju- og hnattvæðingar- talinu að fullveldið er dýrmætt; það má jafnvel meta það til fjár. Ég hef stundum sagt að fullveldið sé í reynd milljarða virði. Með því höfum við beinan aðgang að æðstu stjórnendum allra ríkja og getum þannig kynnt sjónarmið og gætt hagsmuna okkar. ESB tæki hins vegar yfir fyrirsvar í ýmsum málum. Viljum við reyna að hafa áhrif innan ESB, en láta bandalagið að öðru leyti taka ákvarðanir um ýmis grundvallarhagsmunamál okkar? Þetta þurfa menn að gera upp við sig. í þessu samhengi má til dæmis skoða landhelgismál. Hvernig hefði Dönum gengið að færa út landhelgina hjá okkur. Ég er ekki viss um að þeir hefðu lagt mikið undir. í skjóli fullveldisins höfum við náð góðum árangri í mörgum greinum. Þá er spurningin hvort við fáum eitthvað annað og betra fyrir að fórna því á mikilvægum sviðum. Ef við höldum sem fastast í óskorað fullveldið, hverju töpum við þá? Svona mætti lengi spyrja. Hver sem gylliboðin væru frá ESB, þá þýst ég nú við að margir myndu vilja staldra við og hugsa til lengri tíma, hversu hagkvæm þau væru þegar fram í sækti og hvort stæðust þegar á reyndi. Ég tel alls ekki að fullveldishugtakið sé úrelt. Ég veit ekki um neitt ríki sem hamrar jafn hressilega á fullveldi sínu og það ríki, sem telst forysturíki heimsins á flestum sviðum, þ.e.a.s. Bandaríkin. Þeir neita að taka þátt í alþjóðasamstarfi nema þar sem það hentar þröngum hagsmunum þeirra. Þeir taka fyrir það að þegnar þeirra séu dregnir fyrir alþjóðastríðsglæpadómstól, þeir sigla sinn eigin sjó í umhverfismálum og túlka alþjóðasamþykktir eftir því sem þeim hentar. Ef þetta ríki leggur jafnmikla áherslu á fullveldi sitt og þjóðernishyggju og raun ber vitni, þannig að varla verður kallað annað en ógeðfelld þjóðremba, hvers vegna ættum við að slaka á veikburða fullveldi og hóflegri þjóðrækni? Ég held að smáþjóð þurfi frekar að halda fram fullveldi sínu en stórþjóð, af því að hún þarf að sanna sig. Mér finnst talsverður tvískinnungur vera í umræðum um fullveldi. Hér má varla minnast á fullveldi, eðlilega þjóðrækni og þjóðhollustu öðruvísi en brugðizt sé við með ásökunum um einangrunarstefnu og útlendingafælni meðan engar athugasemdir eru gerðar við þjóðrembu forystumanna, Bandaríkjamanna. (sraelsmenn eru gagnrýndir fyrir ofbeldi gegn Palestínumönnum, en hvorki fyrir þjóðernishroka né þjóðernislegan rasisma. Annars höfum við almennt fylgt straumum í alþjóðamálum. Magnús Stephensen var alþjóðahyggjumaður á tímum upplýsingarinnar. Svo kom rómantíska stefnan og þjóðernishyggjan og í framhaldi af henni viðurkenning á sjálfsákvörðunarrétti þjóða,o.s.frv.Við fylgdum þessu eftir. Nú á dögum snúast mál meira um alþjóðasamstarf og alþjóðahyggju og margir fylgja því hugsunarlítið. Þá er spurningin hvort við eigum að fylgja því gagnrýnislaust. En hvað sem því líður þurfum við að að búa til lagalegan farveg fyrir eðlilega þáttöku í samstarfi þjóða, en gæta þó fullveldis þar sem hagsmunir okkar krefjast. Nú hefurðu talað almennt um heimildir til fuliveldisframsals. Ef kæmi að aðildarumsókn að ESB sérstaklega, hvernig myndir þú ráðleggja ráðamönnum að standa að málum? Ég held að það séu allir sammála um það að aðild að ESB komi ekki til greina öðruvísi en að breyta stjórnarskránni. Það er einfaldlega ekki annað hægt.Síðan mætti leggja út í umsóknarferlið. Menn þurfa að vega og meta kosti og galla, hver fyrir sig. Fullveldishugtakið er ekki óumbreytanlegt. Á einveldisöld var það miklu ákveðnara. Þá var konungurinn fullvalda og enginn æmti eða skræmti meðan hann talaði. Þegar lýðræði ruddi sér rúm fluttist fullveldið til þjóðarheildarinnar, ef við notum hugmyndir Rousseau um almannaviljann. Þá er fullveldið ( höndum þjóðarinnar og kosningabært fólk ræður svo hver fari með það. Síðan hefur það verið framselt að takmörkuðum hluta til fjölþjóðastofnana. Hér má nefna alþjóðlega mannúðar- og mannréttindalöggjöf. Munurinn á þessu og ESB er sá að í venjulegu alþjóðasamstarfi þá takmarka menn fullveldið á ákveðnu sviði í ákveðnum tilgangi og þar ráða hagsmunir hverju sinni. í ESB er afhentur allur pakkinn, eða verulegur hluti hans, hvernig svo sem maður á að orða það. Það sitt hvað, hvort samþykkt er að lúta lögsögu alþjóðlegs mannréttindadómstóls eða alþjóða-stríðsglæpadómstóls eða gengið er undir lögsögu stofnana ESB. Flestir myndu telja það í lagi að láta dómstól hafa gætur að mannréttindum og framselja menn til að svara til saka fyrir stríðsglæpi. Framsal til ESB er mun víðtækara.Viðskipti er einfaldlega mjög víðtækt svið og engan veginn skýrt afmarkað. í Ijósi þessa, finnst þér þá að það þyrfti að vera enn þá meiri formlegheit á þessu? Ætti að vera þjóðaratkvæðagreiðsla áður en farið væri í samningaviðræður og síðan aftur um samþykkt slíks samnings? Það má hugsa sér þetta á ýmsa vegu. Það er nú kannski álitamál hvort að það ætti að hafa þjóðaratkvæðisgreiðslu um samningsmarkmið.Ég er ekki viss um að það væri endilega snjallræði. Kjörnir fulltrúar okkar, stjórnmálamenn,ættu að setja fram samningsmarkmið í samráði við þá sem best þekja til mála. Síðan myndu þau annað hvort nást eða ekki. Eitthvað yrði væntanlega slakað til, einhverjar málamiðlanir gerðar,eins og oftast gerist. Síðan yrði komið með tillögu um það sem stæði til boða, sem menn kysu um. Ég held að þetta væri eðlilegasta ferlið. Þá er nokkurn veginn Ijóst hverju er fórnað og hvað vinnst. Á þessu stigi málsins getur enginn svarað þessu. Eitt finnst mér þó að við megum hafa í huga. Mér finnst umræðan oft beinast að því að gá að því hvað við kunnum að fá - láta á reyna eins og oft er sagt. Ég held að ESB hafi engann áhuga á slíkum viðræðum og hafi engann tíma til þess að standa í því. Annað hvort ætlum við okkur inn eða við sleppum öllum umsóknum. Við færum þá inn ef okkur sýndist það hafa fleiri kosti en galla. Við samningaviðræður getur auðvitað eitthvað komið upp á sem breytir þeirri afstöðu. Annað hvort myndu okkar fulltrúar segja að við komumst ekki lengra eða þeir segðu að markmiðum hafi verið náð og mælt yrði með samþykkt. Síðan yrði þjóðin að svara því. Norðmenn felldu á sínum tíma, eins og alkunna er, Danir samþykktu, o.s.frv. Ég held að áður en farið yrði út í samningaviðræður,þá væri nú búið að kanna óformlega hug sérfræðinga og forráðamanna ESB hvort líkur væru á breytingum og hvað líklega stæði til boða.Til dæmis má nefna sjávarútvegsstefnuna. Er von til þess að settar verði settar einhverjar svæðisstjórnir og er hugsanlegt að íslendingar þyrftu ekki að hlíta henni og fengju sérsamning? Ég hef nú ekki trú á því sjálfur.án þess að vita neitt um það. Ef svo væri, þá myndi nú ýmislegt breytast. Hvort það breyttist nóg, það veit ég ekki. Það væri þó innlegg í málið. Nú er Evrópusambandið í mikilli deigiu vegna fjölgunar ríkja og við vitum raunar harla lítið hvaða ESB það er sem umræðan um hugsanlega aðild snýst. Ég sé ekki að hún geti farið fram af neinu viti eins og málum er nú háttað. Um fjarlægari framtíð spái ég engu. Islenska leiðin bls.41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.