Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 53

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 53
Þriðji heimurinn og við Það viðfangsefni sem ég hef verið beðinn um að velta vöngum yfir í þessu greinarkorni lýtur að þeirri togstreytu og ójöfnuði sem ríkir á milli norðurs og suðurs og hvernig hægt sé að bæta stöðu þeirra landa sem teljast til„suðurs". Þá er spurt hvort frjáls viðskipti séu allra meina bót og hvort alþjóðastofnanir, hugsanlega yfirþjóðlegar eigi að stýra viðskiptum. Einnig er spurt hvort ég telji að vestrænum vel stæðum ríkjum beri að fella niður skuldir þriðja heims landanna. Allt eru þetta áleitnar spurningar og mikilvægt að þær séu ræddar, ekki síður hér á landi en annars staðar. Hvers vegna? Aðkoma íslendinga íslendingar eru ekki fjölmenn þjóð en engu að síður getum við haft áhrif á alþjóðavettvangi. Við eigum aðild að alþjóðasamtökum og stofnunum, meðal annars þeim sem setja reglur um gangverk heimsviðskiptanna. í þessu samhengi eru mikilvægastar Alþjóða viðskiptastofnunuin (World Trade Organization) Alþjóðabankinn (International Bank for Reconstruction and Development eða World Bank eins og hann oftast er nefndur) og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (International Monetary Fund). Norðurlöndin hafa mikið samstarf sín á milli í þessum stofnunum og hafa þær leitast við að tala einni röddu. Reglulega hefur það komið f hlut íslands að koma sjónarmiðum Norðurlandanna á framfæri. Þannig er augljóst að íslendingar láta að sér kveða í umræðunni um efnahagskerfi heimsins og þar með um hlutskipti ríkra þjóða og snauðra og fyrir hönd okkar íslendinga hafa verið settar fram hugmyndir og tillögur um hvernig tekið skuli á skuldavandanum. Að mínu mati hefur farið fram of lítil umræða um okkar áherslur í þessum efnum og er þar komin skýringin á því hvers vegna ég tel þessa umræðu vera mikilvæga og brýna. Hvernig birtist vandinn? Á tuttugustu öldinni var það viðhorf ríkjandi að allt stefndi fram á við og til betri vegar. Það var tekið sem gefið að þegar fram liðu stundir yrði heimurinn öllum jarðarbúum betri íverustaður; með aukinni tækni, stórvirkari framleiðsluháttum og víðtækari viðskiptum myndu lífskjör jarðarbúa batna jafnt og þétt. Þetta hefur hins vegar ekki orðið raunin. Þrátt fyrir þau framfaratækifæri sem tæknin býður upp á hefur þróunin orðið á annan veg. Bilið á milli ríkustu þjóða heimsins og hinna snauðustu hefur breikkað, þeim jarðarbúum hefur fjölgað sem búa við örbirgð og þegar á heildina er litið hefur hlutur þriðja heimsins, einsog iðulega er skírskotað til fátækari hluta mannkyns, ekki batnað nema síður sé. Á níunda áratugnum varð talsverð umræða um gildi hjálparstarfs í vestrænum fjölmiðlum í tengslum við matvælasendingar til hungursvæða í Eþíópíu og víðar. f þeirri umræðu gætti oft nokkurs hroka af hálfu íbúa hinna þróuðu iðnríkja í garð þriðja heimsins og spurðu menn stundum með nokkrum þjósti hvort engin takmörk væru fyrir því hve mikið fjárstreymið ætti að verða frá norðri til suðurs; hvort virkilega væri ekki kominn tími til að fólk í þróunarríkjunum stæði á eigin fótum? Ég fylgdist grannt með þessari umræðu sem fréttamaður á Ríkissjónvarpinu á þessum tíma. Og ég man hve mikil áhrif það hafði á mig þegar ég fyrst gerði mér grein fyrir því hve fráleit þessi umræða var og á hve miklum ranghugmyndum hún hvíldi. Staðreyndin var sú að fjárstreymið var í reynd aldrei frá hinum ríku til hinna snauðu heldur öfugt:Vextir og afborganir af lánum fátækra ríkja hafa oftast nær numið miklu hærri upphæðum en lánveitingarnar til þeirra. í bóksem Alþjóðasamband launamannna í efna- og orkugeiranum, Federation of Chemical, v Ögmundur Jónasson alþingismaðurog formaður BSRB I kzii Energy and General Workers' Unions (ICEF) gaf út árið 1992 eftir Jeffrey Harrod er ítarlega rætt um þetta efni. Þar er m.a. byggt á tölum frá OECD og Alþjóðabankanum. Spurt er hvað myndi gerast ef í senn yrði hætt allri aðstoð við þriðja heims ríki og þau ekki lengur knúin til að borga vexti af lánum sínum til ríkra þróunarríkja. Jeffrey Harrod segir að ef þetta hefði gerst á árinu 1990 hefðu þróunarríkin hagnast um 71 milljarð Bandaríkjadala en á því ári námu vextir og gjöld af lánum þriðja heimsins 112 milljörðum dala en bein þróunaraðstoð 41 milljarði. Hafa ber í huga að þessi tölfræði getur aldrei verið mjög nákvæm en sérfræðingum sem hafa kannað málin frá þessu sjónarhorni ber saman um að greiðsluflæðið sé úr Suðri til Norðurs og séu afborganirnar þrisvar sinnum hærri en þróunarstoð. l’ ræðum sem talsmenn þriðja heimsins flytja á alþjóðavettvangi er iðulega vakin athygli á þessu. Kvartað er yfir því að rfki séu að kikna undan vaxtabyrðunum og ekki sé fjármagn fyrir hendi til uppbyggingar í stoðkerfum og velferðarþjónustu samfélagsins. Dandi Mwakawago fulltrúiTanzaníu sem talaði fyrir hönd þróunarríkjanna og Kína (G-77) á ársfundi Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf árið 1997 benti á að um þriðjungur útflutningstekna Afríkuríkja færi í afborganir af lánum. í framhaldinu má geta þess að í mjög fróðlegri grein sem birtist í Morgunblaðinu í árslok árið 2000 um skuldabyrði snauðra ríkja er Tanzanía einmitt tekin sem dæmi um ríki sem er gert ókleift að fjárfesta í uppbyggingu vegna þungrar skuldabyrði. í greininni segirfrá þvíað árið 1999 hafi erlendar skuldirTanzaníu numið 6,4 milljörðum dala. 162 milljónir hafi farið í afborganir af þessum lánum en á sama tíma aðeins 154 milljónir til menntakerfisins og 87 milljónir til heilbrigðisþjónustunnar. í þessu samhengi vekur athygli að á sama tíma og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hafa beitt hörðum þvingunum til að kreista út úr fátækum þróunarríkjum á borð við Tanzaníu afborganir af lánum á okurkjörum og sett strangar reglur til að greiða götu markaðsviðskipta, m.a. með því að láta afnema niðurgreiðslu á matvælum og draga úr hvers kyns réttindum launafólks sem hafa í för með sér útgjöld, þá hefur mildilega verið tekið á útgjöldum til hernaðar. Skýringin er að sjálfsögðu sú að aukin hernaðarútgjöld þýða aukna sölu á hergögnum suður á bóginn. Á þessari sölu makar heimsauðvaldið krókinn. Þá er hitteinnig alræmt hvernig þeir sem þjóna auðugustu ríkjum heims fá sérmeðhöndlun. Þegar Mobutu Sese Seko fyrrum forseti Zaire lést árið 1998, er talið að hann hafi átt á bilinu 4-10 milljarða Bandaríkjadala á erlendum bankareikningum. Það sama ár námu heildarskuldir Zaire um 5 milljörðum dala. Allt frá árinu 1974 var vitað að stór hluti lána til Zaire færi beint í vasa ráðamanna. Það létu fulltrúar Bandaríkjastjórnar í Alþjóðagjaldeyrissjóðunum hins vegar sem vind um eyru þjóta enda var einræðisherrann í Zaire dyggur þjónn hennar. Þess vegna var haldið áfram að ausa í hann fé. Spennitreyja fátæktarinnar Þau brögð sem lánadrottnarnir og fjölþjóðleg stórfyrirtæki beita fátækar þjóðir eru ekki til fyrirmyndar en mynstrið er augljóst og Islenska leiðin bls.53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.