Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 46

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 46
sífelldum breytingum sem eiga að koma í veg fyrir að hann dagi uppi og úreldist með tímanum.Öryggisákvæði samningsins kveður á um að íslendingar geti beitt neitunarvaldi á löggjöf Evrópusambandsins en það hefði í för með sér frestun á öllum nýjum ákvæðum í viðkomandi regluverki gagnvart EFTA/EES-ríkjunum. Þannig er hætta á að samningurinn þynnist smám saman út þrátt fyrirjifandi" eiginleika hans. Engin þjóð hefur enn beitt neitunarvaldi enda er slíkt ekki í neinu samræmi við aðalmarkmið EES-samningsins um einsleitni og sameiginlegar reglur. Eftir eina eða tvær neitanir myndi Evrópusambandið líklega setja spurningamerki við samninginn í heild sinni. EES-samningurinn gefur EFTA/EES-ríkjunum mjög takmarkaðan aðgang að umræðu, mótun og ákvarðanatöku nýrrar löggjafar sem þau eru þó skuldbundin til að taka upp. Aukið vægi Evrópuþingsins í ákvarðanatöku sambandsins hefur dregið enn frekar úr þeim takmörkuðu áhrifum sem EFTA-ríkin hafa á ákvarðanatökuferlið. Þetta þýðir að EFTA-ríkin samþykkja nánast alla nýja löggjöf frá Evrópusambandinu um innri markaðinn án þess að hafa raunveruleg áhrif á mótun hennar og samþykkt. Það má því segja að ísland hafi, eins og staðan er í dag, 0% áhrif á löggjöf sem hér er innleidd! Þessu svara andstæðingar hugsanlegrar aðildar að ESB gjarnan á þá lund að áhrifaleysi EFTA/EES-þjóðanna hafi verið fyrirsjáanlegt frá upphafi - staðan eins og hún er í dag þurfi því ekki að koma á óvart. Þetta er alrangt. Staðreyndin er sú að EFTA/EES-þjóðirnar ætluðu sér mun meiri áhrif á vettvangi EES en raun varð á. Þau takmörkuðu áhrif sem EFTA/EES-þjóðunum var boðið upp á urðu hins vegar til þess að fimm ríki í EFTA-stoð EES hugsuðu sinn gang og sóttu um fulla aðild að sambandinu og þrjú þeirra gengu til liðs við það. Eins og gefur að skilja veiktist EFTA-stoðin við brotthvarf þessara ríkja og er hún fyrir vikið mun veikari en reiknað var með í upphafi. Þar að auki er samstarfið innan ESB í stöðugri þróun en EES-samningurinn alls ekki. Þessi þróun var ekki fyrirsjáanleg. íslendingar þurfa því í æ meira mæli að reiða sig á óformlegar leiðir til að tryggja hagsmuni sína innan EES auk þess sem Norðurlandasamstarfið hefur verið virkjað í sama tilgangi. Fiskimjölsmálið, sem kom upp árið 2000, er gott dæmi um hjáróma rödd íslands í mikilvægu hagsmunamáli en til stóð að banna alla notkun á fiskimjöli ( ESB vegna díoxinfársins sem tröllreið öllu á þessum tíma. í þessu gríðarlega mikilvæga máli þurftu íslendingar að beita óformlegum leiðum til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það var gert með diplómatískum hætti einkum í gegnum frændur okkar Dani sem einnig áttu hagsmuna að gæta á þessu sviði. íslendingar höfðu engin tök á að koma með formlegum hætti að ákvarðanatöku í þessu máli sem hefði geta sett íslenska fiskimjölsframleiðslu í uppnám. íslendingar sluppu með skrekkinn í þetta skiptið einkum og sér í lagi vegna þess að Danir áttu einnig mikilvæga hagsmuni að verja á þessu sviði. Þess má geta að íslendingar geta þakkað Schengen aðildinni hversu bærilega gékk að „lobbyera" innan ESB í þessu máli. Af sérstökum ástæðum, sem ekki verður farið út í hér, höfum við rétt til að fylgja málum eftir allt upp á ráðherrastig innan Schengen samstarfsins. í skjóli þess komust íslendingar inn í byggingu ráðherraráðsins og gátu „lobbyerað" fulltrúa ESB á göngunum. Ef við hefðum ákveðið á sínum tíma að taka ekki þátt í Schengen samstarfinu - sem margir andstæðingar aðildar eðlilega vildu - hefði okkar fulltrúum ekki auðnast að komast inn í byggingu ráðherraráðsins. Þeir hefðu beðið eftir ákvörðun þess úti á bílastæði! Það er samdóma álit þeirra sem vinna með EES-samninginn að það verði sífellt erfiðara að reka hann.Tiltrú á samninginn sem endanlega lausn fyrir EFTA/EES-ríkin hefur því minnkað og Ijóst að þrátt fyrir ótvíræðann ávinning af aðild okkar að EFTA og EES vex þeirri skoðun fiskur um hrygg að hér sé einungis um að ræða áfanga á Evrópuför. Á ráðstefnu um fullveldismál, sem haldinn var á hótel Sögu 12.-13. september sl., kom fram í máli Hans Petters Graver, lagaprófessors við Óslóarháskóla, að EES-samningurinn myndi hugsanlega halda í 5-10 ár í viðbót. Það er því alveg Ijóst að íslendingar þurfa í náinni framtíð að endurskoða stöðuna og eru þrjár leiðir færar í því sambandi: Að fara fram á viðræður við ESB um endurskoðun á EES-samningnum. Sú leið er óraunhæf einfaldlega vegna þess að ESB hefur engan áhuga á að halda lífi í samningnum. Þetta kom skýrt fram hjá Hans Petters Graver og Þór Vilhjálmssyni, forseta EFTA-dómstólsins, á áðurnefndri ráðstefnu. Það má því nánst útiloka þann möguleika að EFTA/EES-ríkin geti náð fram breytingum á grunnákvæðum EES-samningsins í samningum við Evrópusambandið. Fyrir því eru pólitískar og formlegar ástæður. Annar möguleiki er að hanga á EES-samningnum eins og hundur á roði í 5-10 ár og fara svo út í tvíhliða viðræður við ESB þegar forsendurnar bresta. Þessi leið er ekki girnileg einfaldlega vegna þess að ýmis réttindi sem nú eru tryggð með EES-samningnum myndu klárlega glatast í tvíhliða samningi. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafa ýmsir látið í veðri vaka að það ætti ekki að vera mikið mál fyrir þjóð eins og íslendinga að gera tvíhliða samning við Evrópusambandið sem innhéldi amk sömu kjör og EES- samningurinn. Hér er mikill misskilningur á ferðinni því um er að ræða gjörólíka og ósamrýmanlega samninga. EES-samningurinn hefur ákveðna stofnanauppbyggingu sem veitir stjórnvöldum strangt aðhald og samningurinn nær til nánast allra þátta þjóðlífsins allt frá menningar- og menntamálum til viðskipta.Tvíhliða samningur gæti aldrei fært okkur sömu réttindi og aðgengi og fékkst á grundvelli EES-samningsins. Þriðji möguleikinn er að sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu og öðlast þannig - ef til aðildar kæmi - samstundis tillögu- og atkvæðisrétt í öllum nefndum, vinnuhópum og stofnunum ESB og geta þannig fylgt málum eftir frá upphafi til enda og aukið og styrkt fullveldið í samfélagi við aðrar þjóðir sem sett hafa sér áþekk pólitísk og efnahagsleg markmið. Afstaða Evrópusamtakanna er að EES-samningurinn tryggi íslenska hagsmuni í þrengsta mögulega skilningi. Samningurinn er og verður eins og hann var þegar hann gekk í gildi 1994. Síðan þá hefur samvinnan innan ESB þróast mjög hratt og í Ijósi reynslunnar af EES- samningum teljum við aðframtíðarhagsmunum íslands sé best borgið í náninni samvinnu við okkar helstu viðskipta- og vinátturíki sem öll eru aðilar - eða stefna að aðild - að Evrópusambandinu. Samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Heimssýn, hafa enga framtíðarsýn. Heimssýn samanstandur af annars vegar íhaldsmönnum lengst til hægri sem telja ESB sósialískt fyrirbæri sem íslendingum beri að varast. Hinsvegar eru þjóðernissósíalistar lengst til vinstri innan samtakanna sem telja ESB holdgerfing alþjóðlegs kapítalisma sem íslendingum beri að varst. Félagar í Heimsýn eru sammála um það eitt að ísland eigi ekki að ganga í ESB, á gjörólíkum forsendum þó, en forðast að ræða með hvaða hætti þeir ætla að tryggja stöðu íslands í Evrópusamstarfi til framtíðar. í Ijósi umfjöllunarinnar hér að ofan er ekki úr vegi að velta upp nokkrum spurningum um kosti og galla aðildar íslands að Evrópusambandinu: Hver væri helsti kostur fyrir íslendinga við að ganga í ESB? Suma af kostum aðildar er ekki auðvelt að meta til fjár eins og t.d. að taka fullan þátt í mótun nýrra reglna og ákvörðunum sem gilda eiga í íslensku samfélagi.Öðru máli gegnir um að taka upp evru í stað krónu. Því fylgir stöðugleiki, minni viðskiptakostnaður og gengisáhætta og lægri vextir. Enginn vafi er á að örsmá og veik mynt fælir erlenda fjárfesta frá landinu. Upptaka evru myndi á hinn bóginn auðvelda slíka fjárfestingu og myndi stuðla að bættu umhverfi fyrir íslenskt atvinnulíf og gera ísland fýsilegra í augum erlendra fjárfesta. Því hefur verið haldið fram að hvert prósentustig vaxta kosti fyrirtæki og heimili landsins um 11 milljarða króna. Vextir á íslandi eru um þessar mundir tvisvar til þrisvar sinnum hærri en innan ESB. Hér er um bls. 46 íslenska leiðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.