Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 59

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 59
Er þetta sameiginlega áták heimsríkja gegn hryðjuverkum, undir forystu Bandaríkjanna, liður í auknum afskiptum þeirra á sértækum sviðum? Já og þá skulum við líta á hvað stríðið gegn hryðjuverkum er. Ef fylgst er með umræðunni í Bandaríkjunum, þá sést að Bandaríkin líta svo á að þau eigi í styrjöld. Það hefur verið Ijóst frá 11. september í fyrra að Bandaríkjamenn líta svo á að þetta hafi verið stríðsárás á Bandaríkin. Það voru menn svo sem sammála um. En gegn hverju eru Bandaríkin í stríði? Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem ríki fer í stríð, ekki gegn öðru ríki, ekki einu sinni hugmyndafræði, heldur gegn einhverju abstrakt. Stríð Bandaríkjanna er gegn titeknum aðila heldur gegn baráttuaðferð, þ.e gegn hryðjuverkum sem aðferð í átökum. En hvað eru hryðjuverk? Hryðjuverk eru ekki hugmyndafræði, ekki hagsmunir, heldur einfaldlega baráttuaðferð sem hefur lengi verið notuð í stjórnmálum víða um heim. Þetta er yfirleitt baráttuaðferð þeirra sem ráða ekki yfir ríkjum en telja sig beitta hernaðarlegu ofbeldi af einhverju ríki. Stríð gegn þessum baráttuaðferðum endar með því að allir sem beita þessum baráttuaðferðum eru settir, hver sem málstaður þeirra kann að vera. Þá fara menn að segja að hinir og þessir hópar tengjast saman í eitt allsherjar hryðjuverkasamsæri í heiminum, eða allsherjar-apparati í heiminum sem þeir kalla Al- Queda. Hver einasti hópur sem einhvern tímann hefur haft einhvern forystumann, sem hugsanlega hefur mögulega einhvern tímann talað við einhvern sem gæti mögulega tengst Al-Queda, er allt í einu orðinn partur af einhverju allsherjarsamsæri. Þetta sést til dæmis mjög glögglega í Suð-Austur-Asíu, þar sem eru hópar sem unnið hafa áratugum saman og barist með ýmsum hætti, með hryðjuverkum ásamt öðru fyrir hinum ólíkustu hagsmunum, stundum trúarlegum, stundum þjóðernislegum. Þetta eru stundum ósamstæðir hópar sem berjast jafnvel gegn hver öðrum. Nú eru þeir samstundis komnir undir einn hatt, í einn klasa hryðjuverkamanna. Sama gerist í Kína og Rússlandi. Nú eru aðskilnaðarsinnar í Xinjiang orðnir hættulegir hryðjuverkamenn, eins og Kínverjar hafa ætíð lýst þeim. Tsétsénar og aðrir þjóðernishópar í Rússlandi, sem vilja aðskilnað við Rússland og mörgum á Vesturlöndum finnst skiljanlegt að þeir vilji aðskilnað frá Rússlandi, þeir eru flokkaðir sem hryðjuverkamenn en rússneski herinn er auðvitað ekki flokkaður sem hryðjuverkasamtök þrátt fyrir fjöldamorð sem hann hefur staðið að. Alls konar hópar í Mið-Austurlöndum eru brennimerktir. Þeir berjast af mismunandi ástæðum, af mismunandi hugsjónum og rætur átakanna geta verið gjörólíkar. Allt í einu eru þetta allt saman orðið hluti af einu samsæri, sem Bandaríkjamenn eru í stríði gegn vegna þess að þeir eru í stríði gegn baráttuaðferðum en ekki hugmyndafræði eða pólitískum prinsippum. Þetta leiðir menn í endalausar ógöngur. Þetta leiðir til þess að núna sjá menn það sem eðlilegt framhald í baráttunni gegn hryðjuverkum að ráðast á Saddam Hussein, þótt ekki verði sannað neitt hryðjuverk á hann. Slík árás er réttlætt á þeim forsendum að Saddam Hussein geti mögulega komið sér upp gereyðingarvopnum, sem hann hugsanlega geti síðan framselt til manna sem beita þessum baráttuaðferðum, þótt slíkt jafngilti auðvitað sjálfsmorði fyrir Saddam og væri þess vegna mjög ólíklegt. Svona heldur þetta áfram og herferðin er svo óskýr, illa skilgreind og full af innri mótsögnum að þetta stríð hlýturað hafa margvíslegarog ófyrirsjáanlegarafleiðingar. Svo er það auðvitað þessi stóra spurning með hryðjuverk. Hafa (sraelsmenn engin hryðjuverk framið bara af því að þeir eiga ríki og ríki geta ekki framið hryðjuverk samkvæmt þeirri skilgreiningu sem menn virðast nota um þessa baráttuaðferð? Eru það ekki hryðjuverk að drepa eitt eða tvö þúsund óbreytta borgara í tilraun til að brjóta niður heila þjóð? Hafa Rússar engin hryðjuverk framið af því að þeir eru ríki? Voru herir Mið-Amerikuríkja sem fjármagnaðir voru af Bandaríkjunum ekki hryðjuverkasveitir bara af því að þeir voru hluti af ríkiskerfi? Þú nefndir áðan Sameinuðu þjóðirnar áðan og hversu máttlausar þær hafa verið. Finnst þér Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið sig óvenju illa eftir árásirnar 11. september 2001, eða kemur það kannski betur í Ijós að samtökin séu allt að því tilgangslaus? Ég held að Sameinuðu þjóðirnar geti haft ýmis konar tilgang. Hins vegar verðum við að spyrja okkur að því hvað Sameinuðu þjóðirnar eru? Það er ekkert vald í Sameinuðu þjóðunum nema hjá öryggisráðinu. Hvað er öryggisráðið? Það er ekki reynd hluti af alþjóðasamtökum heldur klúbbur stórvelda, eins konar fundarstaður fyrir nokkur stórveldi. Það samanstendur af Bandaríkjunum, Rússlandi, Frakklandi, Bretlandi og Kína, sem hafa neitunarvald og nokkrum ríkjum kosnum til skamms tíma í einu sem hafa ekkert slíkt vald. Þannig eru Sameinuðu þjóðirnar ekki raunverulegur aðili að alþjóðamálum nema öll þessi fimm stórveldi komi sér saman. Og þá eru það ekki Sameinuðu þjóðirnar í reynd sem eru aðili málsins, heldur stórveldin sem ráða öryggisráðinu. Þetta sást til dæmis mjög vel í Persaflóastríðinu, þegar Persaflóastríðið var háð í nafni Sameinuðu þjóðanna af því að Rússar og Kínverjar samþykktu stefnu Bandaríkjamanna, Frakka og Breta. Bandaríkjamenn fengu þannig í reynd heimild Rússa og Kínverjar til að fara í stríð gegn írak og með því varð þetta stríð Sameinuðiu þjóðanna gegn Irak. Sameinuðu þjóðirnar komu hins vegar ekki nálægt stríðinu gegn írak í neinu sem máli skipti. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna vissi ekki hvað var að gerastvarðandi undirbúning stríðsinsog varaldrei beðinnálits. Hann hafði engin völd í málinu og þaðan af síður kom Allsherjarþingið sem er vettvangur allra meðlima Sameinuðu þjóðanna nokkuð að þessu máli. Þannig eru Sameinuðu þjóðirnar ekki málsaðili þegar kemur að alþjóðakerfinu, þótt nokkrar af stofnunum Sameinuðu þjóðanna vinni mikilvæg verká einstökum sviðum. Hafa hin svokölluðu öxulveldi hins illa eða skálkaríki í Mið- Austurlöndum einhver áhrif í stjórnmálum svæðisins, þ.e. stafar öðrum ríkjum raunveruleg ógn af þeim? Það eru æði mörg riki í heiminum þess eðlis og þannig uppbyggð að þau eru ekki líkleg til þess að hafa góð áhrif í kringum sig. Fá slík ríki eru þó líkleg til þess að ráðast á önnur ríki í kringum sig og það á við um flest eða öll af þessum ríkjum sem Bandarfkjamenn kjósa af sínum eigin ástæðum að kalla sérstök skúrkaríki. írak hefur tvisvar gert innrás í nágrannaríki, Kúveit og íran á sínum tíma. Það er hins vegar eina ríkið í þessum hópi sem hefur gert eitthvað af slíku tagi. Það er frekar ólíklegt eða nánast óhugsandi að írak hafi áhuga á því að ráðast aftur á nágrannaríki sín, eða að það hafi mátt til þess á næstunni, enda er Saddam þekktur af öðru en tilraunum til að tortíma sjálfum sér. Þetta er hins vegar vandamál sem hefur alla tíð verið til staðar í alþjóðakerfinu. Það eru til árásargjörn ríki og ríki sem sjá skyndilega hagsmunum sínum best borgið með því að ráðast á nágranna sína eða grafa undan þeim með öðrum hætti. Ég er ekki viss um að það séu endilega þessi ríki tiltekin af Bandaríkjunum sem eru hættulegust í alþjóðakerfinu. Þetta eru tiltölulega máttlítil ríki, nema þá helst fran, og skoða verður málefni þeirra í hverju tilviki sig. Norður-Kórea er til dæmis ríki sem er rétt í þann veginn að hrynja, en getur engu að síður verið hættulegt. Það er þá fyrst og fremst hættulegt gagnvart Suður-Kóreu. Ég held að Suður-Kórea verði að hafa forystu um hver samskiptin eða stefna þeirra gagnvart Norður-Kóreu er, frekar en að Bandaríkin stjórni viðmóti heimsins og það jafnvel í trássi við vilja Suður-Kóreumanna, svo dæmi sé tekið. Svipaða sögu má segja með hin ríkin. í fjölmiðlum berast sífellt fleiri fréttir af hugsanlegri innrás Bandaríkjanna í írak. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum og hvernig má skýra aukinn þrýsting þeirra á hernað nú en áður? Er baráttan gegn hryðjuverkum of stórt verkefni? Ég held að baráttan gegn hryðjuverkum leysist upp vegna innri íslenska leiðin bls.59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.