Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 57

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 57
að jafnrétti kynjanna, svo langt sem það náði. Síðastliðinn áratug hafa breytingar í efnhagslífinu hins vegar grafið undan konum með ýmsum hætti. Dregið hefur verið úr framlögum ríkisins til velferðar- og heilbrigðismála, einkavæðing mennta- og heilbrigðisstofnana og hækkandi matarverð hafa rýrt kjör fátækra kvenna og fjölskyldna þeirra enn frekar. Hafa ber í huga að aðeins 6% starfsfólks í opinbera geiranum eru konur. Langflestar indverskar konur þræla daginn út og inn við heimilisstörfin og reyna svo að drýgja tekjurnar með vinnu á hinu gráa (eða svarta) hluta vinnumarkaðarins,t.d. við þvotta, saumaskap og þrif. Fátækt í dreifbýli hefur aukist á umliðnum árum. Á árabilinu 1973 til 1989 minnkaði hlutfall fólks í dreifbýli undir fátæktarmörkum úr 56,4% í 34,4%.Árið 1993 var þetta hlutfall komið upp í 44% sem verður að teljast mikil öfugþróun. í nýútkominni skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, „Human Development Report 2002," má sjá að Indland er í 124. sæti en var í 115. sæti árið 2001. Rúmlega 170 ríki eru á þessum lista og er ísland í 7. sæti. Þessi velferðarvísitala tekur tillit til lífslíkna við fæðingu, læsis, skólagöngu og tekna einstaklinga. Þótt mælikvarðin sé að sjálfsögðu ekki algildur um lífsgæði fólks gefur hann sterka vísbendingu kjör og menntun almennings um allan heim og Ijóst að þorri Indverja býr við mikla fátækt. Frelsi kvenna Kvenfrelsisbaráttan er í raun hin sama um allan heim. Aðstæður kvennaeru vissulega mjögólíkar,en ígrundvallaratriðum ersjálfstæði og frelsi kvenna til að ráða lífi sínu tryggt með sama hætti alls staðar. Það eru til dæmis ný og gömul sannindi að hagur fjölskyldunnar fer ekki alltaf saman við hagsmuni kvenna, hvorki á Vesturlöndum né í svokölluðum þróunarlöndum. Að sama skapi hefur hið vanhelga hjónaband bókstafstrúar og þjóðernispólitíkur grafið undan stöðu kvenna, án tillits til þess hver trúin er eða þjóðernið. Það hefur komið á daginn við uppgang ofsatrúaðra hindúa á Indlandi á liðnum áratug, rétt eins og (slamstrú og kristni hefur verið misnotuð víða um heim til þess að kúga konur. Kjarni kvenfrelsisbaráttunnar er að konur fái að ráða sér sjálfar, á eigin forsendum. Leiðin að þessu einfalda og sjálfsagða marki er löng og þyrnum stráð. Konurnar í Dehlí eiga lengri leið fyrir höndum en konurnar á Dalvík en glíman við feðraveldið er í eðli sínu ein og hin sama. Heimildir: 1. Padmaja A. Padil:„Socio-economic and political policies in the 1990s and status of women in India, Journal of Third World Studies (Vor 2002,19 árg., 1. hefti, bls. 195-206). 2. Alan Palmer: Dictionary of Twentieth-Century History 1900-1991 (London: Penguin Books, 1992). 3. Amartya Sen: Development as Freedom (New York: First Anchor Books Edition, 2000). 4. Thomas L.Friedman:„Where Freedom Reigns,"The New YorkTimes, M.ágúst 2002. 5.Slóð heimasíðu indverska þingsins: http://alfa.nic.in/ 6. Arundhati Roy: God of Small Things (New York: Random House,1997) 7.Salman Rushdie:Midnigh'st Children (NewYork: Penguin Books, 1980). (slenska leiðin bls.57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.