Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 35

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 35
að samkeppni og árekstrar milli ríkja séu megin skýringarnar fyrir uppbyggingu ríkisvaldsins í Evrópu Hún staðhæfði að endurtekinn hernaður í Evrópu hafi neytt konunga og aðra valdhafa í ríkjum Evrópu til að afla tekna til að reka heri sína og hafi jafnframt kallað á endurskipulagningu ríkisfjármála og uppbyggingu nútímalegrar stjórnsýslu. Efling ríkisvaldsins hvíldi einnig á öflugum hagvexti og vaxandi þjóðartekjum. í bókinni notarSkocpol þessa kenningu til að útskýraorsakirhinnaumfangsmiklu þjóðfélagsbyltingaíFrakklandiog síðar í keisaradæmunum í Rússlandi og Kína. Þjóðfélagsbyltingarnar hafi verið afleiðing þess að ríkjandi valdhöfum tókst ekki að tryggja stöðu sína gagnvart öðrum öflugri ríkjum. Þeim var ýtt til hliðar af öflum sem vildu og gátu eflt hið innlenda ríkisvaldið svo það stæði sig betur í þessari alþjóðlegu samkeppni. Annar þekktur fræðimaður hefur haft mikil áhrif á skilning okkar á þróun þjóðríkisins, en það er Anthony Giddens. í bók sinni The Nation State and Violence sem út kom 1985 dró Giddens upp mjög glögga mynd af því hvers vegna ríkisvaldið efldist. Rekur hann saman þrjá samverkandi þætti sem hann telur skýra þróun ríkisvaldsins frá lokum einveldis til nútímans. Þessir þættir eru þróun kapítalismans, iðnvæðing og samkeppni ríkja á alþjóðavettvangi sem oft birtist í hernaðarátökum á milli þeirra. Giddens rekur hvernig aukin miðstýring og uppbygging ríkisvaldsins hélst í hendur við þróun nýrra stjórntækja sem byggðu m.a. á eftirliti með þegnunum og þekkingu á atferli þeirra. Jafnframt jókst mikilvægi samstöðutilfinningar meðal íbúanna og stjórnmálalegt mikilvægi þess að stjórnvöld væru álitin lögmæt. Úr þessum jarðvegi spratt hugmyndafræðin um þjóðríkið að mati Giddens. Þegnar sem börðust fyrir föðurlandið og borguðu skatta öðluðust lýðrétt. Aukið lýðræði veitti stjórnvöldum aðhald og ýtti e.t.v. undir að verkefnum ríkisvaldsins fjölgaði. Að sama skapi víkkaði umfang stjórnmálanna. Hér að framan hafa í stuttu máli verið raktar nokkrar helstu kenningar um hvaða þættir hafi mótað þróun þjóðríkja. Þráttfyrir aðfræðimenn greini gjarnan á um þessa þætti eiga flestar kenningar um þróun þjóðríkja það sameiginlegt að þær líta ekki einungis til innlendra áhrifaþátta heldur vega áhrif hins alþjóðlega umhverfis einnig þungt, ekki síst markaðshagkerfið og þróun þess. En víkjum þá aðeins að þætti lýðræðis í nútíma samfélögum. Lýðræði og opinber stefnumótun Hugtakið stjórnmál vísar til opinberrar umræðu um hver séu, eða eigi að vera, sameiginleg viðfangsefni borgaranna og með hvaða hætti beri að vinna að þeim. Stjórnmál snúast einnig um hvernig sameiginlegra verðmæta er aflað og ráðstafað. Hugtakið stjórnkerfi vísar til hinna mörgu ferla sem varða töku ákvarðanna um sameiginleg málefni þegnanna og framkvæmd þeirra. Bæði ákvarðanatakan og framkvæmd ákvarðanna kalla á viðbrögð frá almenningi sem stjórnkerfið þarf að bregðast við. Kjarni hvers stjórnkerfis eru þær stofnarnir þjóðfélagsins sem hafa með höndum lagarsetningarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. f lýðræðissamfélögum starfa þessar stofnanir í nánu samspili við einstaklinga og samtök þeirra. Opinberar ákvarðanir mynda ramma um líf þegnanna og hafa oft með beinum hætti áhrif á hagsmuni þeirra. Einstaklingar hafa ólíkar þarfir og hagsmuni og mynda jafnframt félagsleg tengsl við aðra einstaklinga. Einir eða í hópi við aðra einstaklinga setja þeir gjarnan fram kröfur eða hugmyndir um stjórnmálaleg úrlausnarefni. Stjórnmálaflokkar, hagsmunasamtök og önnur félagasamtök eru gjarnan farvegur fyrir slíka kröfugerð. Samtök einstaklinga eru því einnig mikilvægur þáttur hvers stjórnkerfis. í nútíma samfélögum er stöðugleiki stjórnkerfisins undir því kominn að opinber ákvarðandataka og framkvæmd hennar sé að jafnaði í sátt við meginþorra almennings. Greið boðskipti milli almennings og stjórnvalda eru afar mikilvæg forsenda farsæls stjórnarfars. Stjórnvöld þurfa að vita vilja almennings til að geta framkvæmt hann. Að sama skapi þurfa þegnarnir að skilja og virða vilja og fyrirmæli stjórnvalda. Þegnarnir þurfa að vita hvaða reglur eru við lýði, hvernig þeir sækja rétt sinn og hvernig ákvarðanir eru teknar. Reglur þurfa jafnframt að vera í takt við almenna réttarvitund fólks. Aðgangur að upplýsingum um viðhorf fólks, gildandi leikreglur og ákvarðanatökuferlið er nauðsynlegur liður í að tryggja lögmæti stjórnkerfisins. I nútímasamfélagi fara boðskipti milli stjórnvalda og almennings oft fram með milligöngu fjölmiðla, t.d. í formi tilkynninga, viðtala, greinaskrifa og fréttaskýringa. En einnig getur almenningur leitað beint til þeirra sem taka ákvarðanir um sameiginleg málefni og framkvæmd þeirra. Þetta er gert með ýmsum hætti, t.d. með samtölum, fundum, söfnun undirskrifta, mótmælastöðu eða göngu, eða öðrum aðgerðum sem gefa til kynna ákveðna afstöðu. í kosningum gefst fólki einnig færi á að láta í Ijós almennan vilja sinn og velja sér þá fulltrúa sem það telur að muni best framkvæma þann vilja. Skoðanakannanir gegna einnig að þessu leyti nokkru hlutverki í nútímasamfélögum. Málfrelsi, félagafrelsi, frjálsir fjölmiðlar og greiður aðgangur að upplýsingum eru allt mikilvægar forsendur þess að lýðræði ríki. Nútíma lýðræði er nátengt þróun réttarríkisins. Réttarríki vísar til þess fyrirkomulags að réttindi og ábyrgð þegnanna eru skilgreind í almennum og ópersónubundnum lögum. Jafnræði þegnanna er tryggt með lögum og óheimilt er að mismuna fólki t.d. á grundvelli ætternis, kynferðis, kynþáttar eða trúarskoðana. Þess í stað verður að styðjast við almennar reglur, sem og ópersónubundið mat á hæfni einstaklinga, þegar gera þarf upp á milli fólks, t.d. hvað varðar stöðuveitingar og framgang í starfi. Lýðræði er hins vegar margrætt hugtak og e.t.v. í stöðugri þróun. Einföld skilgreining á lýðræði er sú að opinberir valdhafar stjórna í nafni almennings því valdið er frá almenningi komið. Hugtakið lýðræði vísar einnig til fyrirkomulags við ákvarðanatöku sem felur í sér að farið verður að vilja meirihlutans. Lengi fram eftir öldum byggðu stjórnkerfi heimsins ekki á hugmyndum um lýðræði. Þess ístað var algengt að gengið væri útfrá því að stjórnvöld stýrðu ríkinu í umboði æðri máttarvalda sem falið hefðu verðugum fulltrúum sínum á jörðu að fara með stjórn. Út frá því var ályktað að gagnrýni á valdhafa og óhlýðni við þá væri einnig óhlýðni við æðri máttarvöld. Einveldi konunga fyrr á öldum var t.d. réttlætt með þessum hætti. Þróun lýðræðisersamofin nútfmavæðingu þjóðfélaga. Nútfmavæðing hélstíhendurviðtæknivæðinguog þróun markaða. Nútímavæðingin kallaði á flutning fólks í borgir, sérhæfingu vinnuafls,aukna menntun, uppbyggingu samgangna, meiri alþjóðleg samskipti, setningu nýrra laga og reglna og uppbyggingu nútíma stjórnsýslu. í heildina þýddu þessar miklu samfélagsbreytingar í kjölfar iðnbyltingarinnar að svið stjórnmálanna víkkaði og umfang stjórnkerfisins jókst verulega. Eftir því sem sameiginlegum verkefnunum fjölgaði jókst mikilvægi skattheimtunar. Umræður um hver ættu að vera sameiginleg verkefni þjóðfélagsins og hverjir skyldu standa fjárhagslegan straum að þeim voru drifkraftur hinna borgaralegu byltinga í Bretlandi á sautjándu öld, og í Frakklandi á átjándu og nítjándu öld. Pólitísk umbrot í þessum ríkjum höfðu veruleg áhrif á þróun hugmynda um lýðræði og stjórnmál, og lögðu grunn að þróun lýðræðislegra stjórnarhátta. Þau sjónarmið sem höfðu betur kenndu að þegnréttur ætti að vera almennur og engin gæti verið undanþegin skatti eða samfélagslegri ábyrgð. Því var jafnframt slegið föstu að skattskyldu fylgdu borgaraleg réttindi, s.s. kosningaréttur, málfrelsi, trúfrelsi og félagafrelsi. Með tímanum hefur þróunin orðið sú að réttindi sem lúta að velferð einstaklinga hafa einnig fest sig í sessi sem einn þeirra þátta sem tryggja lýðræði og stöðugt stjórnarfar. Lýðræðishugsjónin byggði einnig á þeirri hugmynd að valdið til að skattleggja og ráðstafa skattfé ætti að vera í höndum lýðræðislegra kjörinna fulltrúa almennings. íslenska leiðin bls.35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.