Íslenska leiðin - 01.10.2002, Qupperneq 42

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Qupperneq 42
Ein stærð fyrir alla? Hagsmunir ríkja eru mismunandi og ekki hentar öllum það sama Þegar rætt er um aðild að ESB hlýtur hver þjóð að meta það út frá eigin hagsmunum hvort aðild hentar aðstæðum hennar, atvinnu- og efnahagslífi. Hún verður að varast að herma í hugsunarleysi eftir öðrum þjóðum sem taka ákvarðanir út frá gjörólíkum forsendum. Sama stærð af fötum hentar ekki öllum og sama gildir um þjóðir heims og hagsmunamál þeirra. Þess vegna kann ég einkar vel að meta nafnið á tímariti stjórnmálafræðinema við H.Í., íslenska leiðin, því að það minnir á að fámennið, sérstætt atvinnulíf og fjarlægð okkar frá meginlandi Evrópu útheimtir að við sníðum okkur stakk eftir vexti og lög og reglur séu klæðskerasaumuð eftir aðstæðum hér á landi. Nefna mætti ótal dæmi um þetta. Útlendingar furða sig oft á því hvernig unnt er að láta örfáa íslenska starfsmenn annast viðamikla málaflokka í stjórnsýslu sem hundruð manna annast í sambærilegum stofnunum í stærri ríkjum. Eðli ESB-aðildar er valdaframsa! Til eru þeir sem hneykslast á því að minnst sé á sjálfstæði þjóðarinnar þegar rætt er um hugsanlega aðild að ESB. Það er eins og þeim finnist að sjálfstæði landsins ætti helst ekki að nefna á nafn nema þegar minnst sé sögulegra atburða fyrir 60-100 árum. En hjá því verður ekki komist af þeirri einföldu ástæðu að eðli aðildar að ESB er fyrst og fremst valdaframsal til stofnana ESB, framsal á margvíslegum rétti til ákvarðana sem þjóðir ávinna sér þegar þær stofna sjálfstætt ríki. Lög sem stofnanir ESB setja verða sjálfkrafa lög okkar án þess að Alþingi komi þar nærri og margir þættir framkvæmdavaldins færast til stofnana ESB. ESB-sinnar beita oft þeim rökum að íslendingar hafi þegar fórnað löggjafarvaldinu með EES-samningnum og því sé eins gott að stíga skrefið til fulls. En þetta eru falsrök. Lög ESB verða ekki sjálfkrafa lög á íslandi í krafti EES-samningsins;til þess þarf samþykki Alþingis sem getur neitað að fallast á ákvæði sem stríða alvarlega gegn íslenskum hagsmunum. Landhelgismál eru dæmi um valdaframsal sem leiðir af aðild að ESB. Rétt eftir aldamótin 1900 sömdu Danir við Breta um þriggja mílna fiskveiðilögsögu við ísland en áður hafði hún verið talsvert víðfeðmari hér við land. íslendingar undu þessu illa en fengu ekki að gert þar sem þeir voru valdalausir á þessu sviði og réðu ekki yfir fullvalda ríki. En fáum árum eftir að þjóðin öðlaðist sjálfstæði var stefna tekin á að friða íslenska landgrunnið fyrir ágengni erlendra veiðiskipa með landgrunnslögunum og íframhaldi af því með útfærslu landhelginnar ífjórar mílurog síðan í 12,50og Ioks200 mílur.Efvið hefðum gengið í Evrópubandalagið (eins og það hét þá) hefði einkalögsaga íslendinga aldrei orðið stærri en 12 mílur. Við hefðum ekki haft vald til að færa landhelgina lengra út. Við hefðum afsalað okkur þessum þætti fullveldisréttinda okkar. Þannig standa mál enn í dag. Sérhvert ríki sem land á að hafi á samkvæmt alþjóðalögum rétt til 200 mílna fiskveiðilögsögu, svo fremi að það stríði ekki gegn rétti nágrannaríkis. En ESB þvingar aðildarríki sfn til að afsala sér þessum rétti og framselja yfirráðin yfir veiðisvæðum milli 12 og 200 mílna til yfirstjórnar ESB. Ekki er þar með sagt að veiðiskip ESB-ríkja fái jafnan rétt á íslandsmiðum á við íslensk skip sem fengju vafalaust stærsta kvótann. Auk þess fengju íslendingar samning um tímabundna aðlögun að þessu nýja kerfi. En valdið yrði hjá yfirstjórn ESB sem fengi úrslitavald til ákvörðunar Ragnar Arnalds formaður Heimssýnar og fyrrum alþingismaður og ráðherra um nýtingu miða sem nú eru okkar einkaeign. Þetta var vafalaust það sem forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði í huga þegar hann tók svo til orða um "ástæður fyrir því að ísland eigi ekki að sækja um aðild að sambandinu... Ólafur spurði hvort menn teldu að nokkurt Evrópuland væri tilbúið til þess að afsala sér valdi yfir 60% útflutningsverðmæta sinna fyrir skriffinnana í Brussel. Ekkert Evrópuríki myndi sætta sig við slíkt."(RÚV-sjónvarp 16/4/02) Rétturinn til að gera viðskiptasamninga á eigin spýtur við önnur ríki er annað dæmi um fullveldisréttindi sem okkur eru mjög mikilvæg og hafa skilað miklum ávinningi á undangengnum áratugum. Þessi réttindi glatast þegar ríki gengur í ESB. Ekki er þó þar með sagt að ESB gæti ekki gert hagstæða samninga fyrir okkar hönd. EFTA hefur rutt brautina fyrir ýmsum viðskiptasamningum sem okkur hafa gagnast vel. En það hefur þó komið fyrir og á eftir að gerast að mikilvægt reynist fyrir íslendinga að geta gert sjálfstæða samninga án þess að þurfa að biðja hina háu herra í Brussel um leyfi. í þessu sambandi er ekki úr vegi að rifja upp þá tíma þegar íslendingar færðu út landhelgina í fyrsta sinn og Bretar reyndu að knýja þá til undanhalds með löndunarbanni. Bretland var þá helsta viðskiptaland íslendinga og með því að stöðva löndun á íslenskum fiski í Bretlandi átti að kúga þá til hlýðni. Þá sneri ríkisstjórn íslands sér með stuðningi allra stjórnmálaflokka til Sovétríkjanna og gerði við þau viðskiptasamning við litla hrifningu stórveldanna í Vestur Evrópu. Þeir samningar urðu þess valdandi að áform Breta runnu út í sandinn. Ríki ESB (sem þá hét EBE) stóðu ávallt gegn íslendingum í landhelgisdeilunum enda höfuðu þau annarra hagsmuna að gæta. Ljóst er að ESB (EBE) hefði ekki staðið fyrir þeim viðskiptasamningum fyrir okkar hönd sem við þurftum þá á að halda.. Loks má minna á að fulltrúar íslands gera fiskveiðisamninga við önnur ríki, t.d. um úthafsveiðar á síld, úthafsrækju, loðnu og kolmunna og þar fáum við um 10 % af verðmæti sjávarafurða. Ef við gengjum í ESB myndu embættismenn þar, undir áhrifum hagsmuna sem stangast mjög á við þau sjónarmið sem við teljum eðlileg og sanngjörn, ráða því endanlega hvað kæmi í okkar hlut. í því fælist verulegt tjón fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að innganga í ESB snýst um réttindi okkar sem sjálfstæðrar þjóðar, fullveldisréttindi okkar. Sjálfstæði okkar er ekki eitthvað til að flagga með upp á punt við hátíðleg tækifæri. Forfeður okkar vissu hvað þeir voru að gera og sjálfstæðisbaráttan var hreint ekki byggð á misskilningi. Þau réttindi sem felast í fullveldi íslendinga eru tæki og vopn sem eru bráðnauðsynleg lítilli þjóð í daglegum samskiptum við ríkisvald annarra þjóða. Miðstýrt risaríki Ein helsta ástæða þess hve margir íslendingar Ijá máls á því að við göngum í ESB, þrátt fyrir þá augljósu galla sem á því eru, er tvímælalaust sú að mönnum finnst að við hljótum að fylgja straumnum úr því að hvert Evrópuríkið af öðru gengur í ESB. En eins bls.42 íslenska leiðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.