Íslenska leiðin - 01.10.2002, Qupperneq 45

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Qupperneq 45
Utangáttar í Evrópusamstarfi! Þegar hugsanlegt vægi Islands innan stofnana Evrópusambandsins ber á góma er Lúxemborg oft og iðulega notað til hliðsjónar og er sá samanburður alls ekki fjarri lagi. Með hliðsjón af Lúxemborg hafa sumir komist að þeirri niðurstöðu að Island hefði 1% áhrif innan ESB og er þá verið að vísa til atkvæðavægis íslendinga í ráðherraráðinu og á Evrópuþinginu værum við aðilar að sambandinu.Vægi atkvæða á vettvangi ráðsins og þingsins endurspeglar hins vegar ekki áhrif einstakra aðildarríkja innan sambandsins nema að mjög takmörkuðu leyti. Veruleikinn er mun flóknari og ræðst m.a. af málaflokkum. Þessi aðferðafræði, þ.e. að reikna út möguleg áhrif okkar innan sambandsins út frá vægi atkvæða, er því meingölluð. Innan akademíunnar hafa menn verið að leika sér með nokkrar gerðir af líkönum í þeim tilgangi að reikna út atkvæðastyrk ríkja. Flestir byggja rannsóknir sínar á„Penrose" mælingu og notast annaðhvort við „Banzhaf" eða „Shapley-Shubik" kvarða. Markmiðið er yfirleitt að mæla styrk ríkja og ríkjahópa og meta þunga þeirra og áhrif á ákvarðanatöku. f grein í The Journal of Common Market Studies gagnrýnir Axel Moberg, stafsmaður sænsku utanríkisþjónustunnar, þessa aðferðafræði. Hann telur að hún hafi innbyggðan alvarlegan ágalla. Aðferðafræðin gangi út á að spá fyrir um möguleika tiltekins ríkis á að ráða úrslitum um hvort ákveðin ríkjahópur hafi betur í atkvæðagreiðslu eða ekki. Gert er ráð fyrir því að allir hugsanlegir möguleikar á myndun ríkjahópa um tiltekið mál séu fræðilega jafn líklegir, þ.e. atkvæðastyrkur ákveðins ríkis er metinn út frá öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum. Moberg segir að þessi nálgun við að mæla áhrif ríkja á ákvarðanatöku hafi ákaflega lítið skýringargildi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Staðreyndin er sú að hvert og eitt aðildarríki hefur mjög fáa og skýrt afmarkaða sérhagsmuni sem þau forgangsraða og á þetta ekki síst við um smáríki. Þessir sérhagsmunir breytast lítið sem ekkert heldur eru þeir sömu í öllum grundvallaratriðum þrátt fyrir að ríkistjórnir með annars misjafnar áherslur komi og fari. f slíkum málaflokkum er ekki raunhæft að reikna með því að atkvæði í ráðherraráðinu geti fallið hvernig sem er - að útkoman sé í raun hálf tilviljanakennd og geti þannig haft í för með sér byltingakenndar breytingar. Ríki með augljósa sérhagsmuni mynda bandalög með öðrum ríkjum og slá þannig skjaldborg um þessa hagsmuni sína. Aðildaríkin eru vel meðvituð um sérhagsmuni einstakra ríkja og engin dæmi eru um að gengið sé þvert gegn vilja einstakra ríkja í slíkum málaflokkum. Það er hins vegar frekar sjaldgæft að mál séu afgreidd með atkvæðagreiðslu í ráðinu. Aðildarríkin ná yfirleitt samkomulagi áður en að því kemur og er rík hefð fyrir því að ræða hlutina í þaula og ná víðtækri sátt um einstök mál - jafnvel þó að gildur meirihluti sé fyrir hendi. Að vísu urðu atkvæðagreiðslur algengari í ráðherraráðinu um miðjan 9. áratug síðustu aldar og eru einkum tvær ástæður fyrir því. Með einingarlögunum 1986 fjölgaði sviðum þar sem hægt er að afgreiða mál með vegnum meirihluta. Jafnframt komu mörg mál inn á borð ráðsins í tengslum við innri markaðinn þar sem aðallega var kosið um áherslur og útfærslur en ekki markmið. Þrátt fyrir allt er, eins og kemur fram í bók Renshaw og Wallace -The Council of Ministers bls. 18-19,einungis gengið formlega til atkvæðagreiðslu í ráðinu i um 25% tilvika. Aftur á móti er Ijóst að atkvæðagreiðslum á eftir að fjölga með stækkun sambandsins. Annað sem Moberg fjallar um í grein sinni íThe Journal of Common Market Studies er meint átakalina á milli ríkja eftir stærð. Hér er hins vegar fyrst og fremst um táknræna og yfirborðskennda spennu að Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur og formaður Evrópusamtakanna ræða. í hinu daglega amstri Evrópusambandsins er þessi átakalína ekki raunin. Á vettvangi sambandsins koma menn sér saman - og takast á ef því er að skipta - um málefni og útfærslur á lausn mála á ákveðnum sviðum.Stærð og styrkur og nakin valdbeiting í skjóli þess er ekki sú aðferð sem viðhöfð er innan stofnana ESB. Áhrif einstakra ríkja í tilteknum málaflokkum verður því ekki metin eingöngu út frá stærð - málefnamælikvarðinn er mun raunsærri. Fáir velkjast í vafa um að Evrópa er og mun vera okkar mikilvægasti vettvangur í efnahagslegu og mennigarlegu tilliti. En með hvaða hætti geta íslendingar best tryggt áhrif sín og hagsmuni í samfélagi Evrópuríkja? Til að svara þessari spurningu þarf að vega og meta stöðuna í dag. Er EES-samningurinn ásættanleg lausn til frambúðar og hvaða valmöguleikum stöndum við frammi fyrir? Áhrif innan EES og framtíð samningsins Samningurinn um Evrópskt Efnahagssvæði (EES) var samþykktur á Alþingi þann 12. janúar 1993. í aðdraganda samningsins gékk á ýmsu og áður en til atkvæðisgreiðslu kom höfðu þrír af fjórum stóru stjórnmálaflokkanna skipt um skoðun varðandi samninginn. Margir voru þeirrar skoðunnar að samningurinn stefndi fullveldi og sjálfstæði landsins í voða. Þess yrði ekki langt að bíða að útlendingar myndu eignast íslenska dali og tún - ár og vötn. Hingað í sælunnar reit myndi fólk víðsvegar úr Evrópu streyma og grafa undan menningu og gildum íslendinga og hlutskipti sögueyjunnar yrði að vera eins konar verstöð í norðurhöfum! Því fer fjarri að þessi sjónarmið hafi verið nýtt innlegg í umræðuna um tengsl íslands við umheiminn og bundin við EES-samninginn. Þessi kór var kyrjaður í aðdraganda aðildar íslands að EFTA á sjöunda áratugnum og bergmálar enn þegar hugsanleg aðild íslands að ESB ber á góma. í dag eru hins vegar lang flestir þeirrar skoðunar að EES-samningurinn hafi verið gæfuspor fyrir land og lýð.Samningurinn gerbreytti íslensku þjóðfélagi og færði framávið á flestum sviðum og lagði grunninn að þeim efnahagsframförum sem við íslendingar höfum notið síðustu árin. Með samningnum voru innleidd fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni og einstaklingar og atvinnulíf voru leyst úr fjötrum fortíðar. Úr fjötrum haftastefnu og geðþóttaákvarðana sem hér hafa verið stunduð í skjóli landlægs fyrirgreiðslukerfis. Þrátt fyrir ótvíræða kosti EES-samningsins þá hafa ýmsar forsendur hans breyst frá því að hann gekk í gildi.Evrópusambandið hefur tekið breytingum og þrjú ríki úr EFTA-stoð samningsins (Austurríki, Svíþjóð og Finnland) hafa skipt um lið og gengið í Evrópusambandið; eftir sitja einungis þrjú þau fámennustu (Island, Liechtenstein og Noregur). Við þetta fækkaði starfsfólki hjá stofnunum EFTA til muna og eftirliti með framkvæmd samningsins,af hálfu EFTA,var breytt.Samningnum sjálfum var þó í engu breytt. Hann er í fullu gildi og byggir á þeim forsendum sem voru til staðar þegar hann var gerður. Fyrir utan að vera lang stærsti og veigamesti viðskiptasamningur sem íslendingar hafa undirritað er hann ólíkur öðrum viðskiptasamningum að því leyti að hann á að heita „lifandi". Samningurinn tekur þannig (slenska leiðin bls.45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.