Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 44

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 44
Evrópuskatturinn Augljóst er að Evrópuskatturinn sem íslendingum bæri að gjalda til Brussel yrði þung byrði á skattgreiðendum. Samkvæmt skýrslu stjórnvalda vorið 2000 þyrfti ísland að greiða rúma 8 milljarða kr. árlega í skatt til sam-eigin-legra fjárlaga ESB. Sú upphæð nemur 9,5 -10,5 milljörðum kr í ár., breytileg eftir gengi krónunnar og evrunnar, og jafnast á við um 2,5 % í tekjuskatti einstaklinga. Það teldist að sjálfsögðu veruleg tekjuskerðing hjá þorra launafólks. Við höfum nóg við okkar fé að gera þótt við eyðum ekki milljörðum króna til að greiða niður offramleiðslu ríkja í Suður eða Austur Evrópu á landbúnaðarvörum sem síðan yrðu fluttar hingað til lands til að undirbjóða framleiðsluvörur íslenskra bænda og valda þannig atvinnuleysi í bæjum og byggðum sem byggja afkomu sína á framleiðslu og úrvinnslu búvara. Vonandi sjá allir að það væri ekki góð hagfræði. Enginn vafi er á því að við fjölgun aðildarríkja til austurs hækka þessir skattar verulega og því hafa talsvert hærri tölur heyrst nefndar,jafnvel 12-13 milljarðar kr. þótt nú sem stendur sé þak á þessum greiðslum miðað við 1,27% af þjóðarframleiðslu. Athyglisvert er að forseti framkv.stj. ESB, Romano Prodi, hefur þegar gert tillögu um sérstakan Evrópuskatt sem ESB geti sjálft tekið ákvrðun um (Mbl. 24/5/02). Ekki lækka skattarnir til ESB við þá breytingu. Hvað kemur til baka? Stuðningsmenn aðildar fullyrða að talsverður hluti skattsins til ESB kæmi aftur til (slands í formi styrkja til landbúnaðar, sjávarútvegs og byggðamála. Óvíst er hve mikið það yrði. fslensk stjórnvöld hafa barist gegn styrkjum til sjávarútvegs og vilja að þeir verði hvarvetna bannaðir en styrkir í landbúnað gera lítið annað en bæta að hluta til það tjón sem ESB-aðild veldur íslenskum bændum. Ólíklegt er að tap íslenskra skattgreiðenda við aðild minnki þótt einstakl-ingar og fyrirtæki næli sér í styrki frá ESB. Vöruverð og vextir Mikiðerafþvílátiðaðvöruverðá íslandi myndi lækka við aðild. Líklegt er að landbúnaðarvörur sem hér eru framleiddar eins og smjör, ostur og kjöt myndu eitthvað lækka í verði en ósannað er að aðrar matvörur sem við flytjum nú þegar tollfrjálst frá ESB-ríkjum myndu lækka þar sem engin sjáanleg breyting yrði á þeim viðskiptum við aðild. Þá er einnig fullyrt án nokkurs rökstuðnings að þjóðarbúið myndi hagnast í formi lækkaðra vaxta við upptöku evrunnar sem gjaldmiðils á íslandi. Þær fullyrðingar eru lítt skiljanlegar. í dag geta menn tekið hér lán í evrum og vextirnir á þeim lánum myndu ekki breytast við inngöngu íslands í ESB. Vaxtaákvarðanir breyta fyrst og fremst hagnaði eða tapi lánar-drottna og skuldara innbyrðis hér innanlands en hafa lítil áhrif á afkomu þjóðarbúsins.Við þurfum ekki aðfara í ESB til að fá hér lægri vexti. Hitt er annað mál að sameiginleg evrópsk mynter líkleg til vinsælda meðal almenn-ings sem sleppur við að afla sér gjaldeyris á ferð um aðildarríkin og fyrirtækin spara sér útgjöld af gjaldeyriskaupum.Ókostirnir sem fylgja því að afsala sér eigin mynt eru hins vegar verulegir þótt minna sé um þá rætt. í sjálfstæðu ríki er gengisskráning eigin mynt-ar ásamt ákvörðun vaxta og skatta helstu ráðin til að berjast gegn neikvæðum afleiðingum hagsveiflna sem hafa þá áráttu að keyra hagkerfi þjóðanna út af sporinu,ýmist með háskalegri ofþenslu eða alvarlegum samdrætti og atvinnuleysi. Ríki sem búa við samsvarandi efnahagskerfi geta tekið upp sameigin-lega mynt með góðum árangri.Efnahagskerfið á íslandi er hins vegar verulega ólíkt efnahagslífi aðildarríkja ESB. Hag-sveiflur hér eru oft brattari en annars staðar og úr takti við hag-sveiflur í ESB. Hér er það t.d. útflutningsverð á sjávarafurðum sem mjög ræður ferð hagsveifl-unnar en það á ekki við ESB. Það yrði íslendingum afar óhagstætt ef gengi myntar þeirra tæki ekki lengur mið af íslenskum aðstæð-um heldur kring-umstæðum í lönd- um þar sem ástand mála er allt annars eðlis. Sama á við um beitingu skatta og vaxta sem nú er farið að miðstýra í ESB. Gengissveiflur krónunnar og evrunnar Á árinu 2001 féll gengi íslensku krón-unnar í kjölfar þess að markaðurinn var látinn ráða genginu. Gengisfallið var afleiðing af stórfelldum viðskiptahalla undangenginna ára sem átti rætur að rekja til þess að losað var um allar hömlur á erlendum lántökum og bankar lánuðu út miklu meira fjármagn en nam innlendum sparnaði. Þessi hömlulausa dæling erlends lánsfjár inn í hagkerfið, m.a. með stórauknum yfirdrátt-ar-skuldum einstaklinga hlaut fyrr eða síðar að enda með gengisfalli. Gengisfall myntar er til marks um veikleika í hagkerfinu. Miklu skiptir þó hvenær gengið fell-ur eða stígur. Gengisfall veldur mestu tjóni ef það verður á sama tíma og hagkerfið er að ofhitna. Þannig var ástatt á árinu 1999. Þá var evran í frjálsu falli mánuð eftir mánuð og lækk- aði gagnvart dollar um nærri 30 % á rúmu ári. Ef evran hefði ráðið verði íslensks gjaldmiðils á árinu 1999 hefði það verkað eins og olía á eldinn og valdið enn meiri kreppu í íslenska hagkerfinu en þó varð. Frá nóvemberlokum 2001 hefur íslenska krónan styrkst gagnvart evru um 12%. Það er mikil ósvífni þegar stuðnings-menn aðildar að ESB hefja upp sönginn um gagnsleysi íslensku krónunnar og básúna kosti þess að taka upp evruna án þess að geta þess að evran hefur ekki síður sveiflast mjög gagnvart dollar á stuttu æviskeiði sínu. Nauðsynlegt er að hafa í huga að utanríkisviðskipti íslendinga eru aðeins að hluta við evrulönd en stærsti hlutinn fer fram í dollurum. Ef íslendingar tækju upp evruna og afsöluðu sér sjálfstæðri stefnu í peningamálum gæti það komið sér vel fyrir takmarkaðan hóp fyrirtækja sem eingöngu framleiða fyrir markaði evrulanda. En sjávarútvegurinn er háðari pundi og dollar en evru og myndi gjalda þess. Jafnframt yrði hálfu verra að kljást við hvers konar efnahagsleg vandamál sem upp koma þegar að kreppir og hætt við að at-vinnuleysi gæti mjög farið vaxandi til tjóns fyrir atvinnulíf og launafólk. Þjóðríkið lifir góðu lífi Samhliða því að framsal fullveldisréttinda Evrópuríkja í hendur ESB hefur komist í tísku hafa ýmsir fengið þá flugu í höfuðið að þjóðríkið sé almennt komið á fallandi fót hér á jörðu. Ekki er óeðlilegt að ríki sem afsala sér æ fleiri fullveldisréttindum með fárra ára millibili verði gróðrarstía slíkra hugmynda,og varla kemur á óvart að einhverjir hér á landi gleypi þetta nýja fagnaðarerindi hrátt. Hugmyndin er þá rökstudd með því að ríki verði háðari hvert öðru vegna aukinna viðskipta og alþjóðlegra skuldbindinga. En rétt eins og einstaklingurinn heldur áfram að vera frjáls maður þótt lög og reglur skuldbindi hann með ýmsum hætti eins halda þjóðríkin sjálfstæði sínu þótt þjóðarréttur verði sífellt margbrotnari og alls kyns skuldbindingum fjölgi.Framsal fullveldisréttinda, t.d. réttarins til að ráða lögum í landinu eða ráða yfir 200 sjómílna fiskveiðilögsögu,er allt annars eðlis. Ríki sem afsalar sér þeim réttindum stefnir hraðbyri frá þjóðríki inn í bandaríki. Vafalaust verður áfram til mikill fjöldi þjóðríkja, stórra og smárra og þjóðríkið ísland á eftir að standa lengi óhaggað svo fremi að landsmenn láti ekki glepjast af málflutningi aðdáenda hins væntanlega stórríkis ESB. bls.44 Islenska leiðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.