Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 43

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 43
og nefnt var í upphafi þessarar greinar verðum við sífellt að hafa í huga að aðstæður ríkja og þarfir eru afar mismunandi. Þjóðirnar í Austur Evrópu sækja það til dæmis einkum af öryggisástæðum að komast í ESB til þess að losna endanlega undan áhrifavaldi Rússa. Hliðstæð rök áttu við í Vestur Evrópu fyrir hálfri öld. Eftir margra alda illindi Þjóðverja, Frakka og Breta sem m.a.urðu tilefni tveggja heimsstyrjalda var það mál manna að besta leiðin til að koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig væri að byggja upp sem nánast bandalag milli stórveldanna í Vestur Evrópu. ESB var upphaflega tollabandalag fullvalda ríkja en hefur smám saman verið að þróast yfir í miðstýrt risaríki sem togar til sín fullveldisréttindi aðildarríkjanna. Enginn getur sagt um það með vissu hversu hratt þessi þróun gengur fyrir sig. Sumir ímynda sér að fjölgun aðildarríkja muni verða til þess að stöðva þá samþjöppun valds sem átt hefur sér stað hjá ESB. En það er ósennilegt. Þegar komið er langleiðina yfir straumharða á verður ekki aftur snúið. Fjölgun aðildarríkja kallar á harðhentari vinnubrögð, aukna beitingu meirihlutavalds og aukin völd æðstu stjórnar til að koma í veg fyrir glundroða og óstjórn og mun líklegast leiða til þess á næstu áratugum aðaðildarríkin verða eins konarfylki í nýja stórríkinu. Þess háttar skipulag hentar sjálfsagt ýmsum þjóðum vel sem liggja nærri valdakjarnanum í Miðevrópu en miklu síður þeim sem fjær búa. Ljóst er að það samrýmist engan veginn hagsmunum okkar íslendinga að láta embættis- og stjórnmálamenn sem ekki þekkja séraðstæður okkar stjórna okkur úr 2000 km fjarlægð. Samþjöppun valds veikir lýðræðið Mörgum finnst þó að miðstýring og samþjöppun valds sé tímanna tákn og fyrir því verði íslendingar að beygja sig eins og aðrir. Ekki skal því neitað að afsal fullveldisréttinda ríkja í hendur ESB er tískan í dag á meginlandinu.En hversu lengi sú tfska varirveitenginn.Samþjöppun valds í miðstýrðu stórríki hefur hins vegarýmsar neikvæðar hliðar.Við hér á íslandi njótum þess láns að landsmenn hafa mikinn áhuga á stjórnmálum og fylgjast vel með því sem eraðgerast,a.m.k.miðað við margar stærri þjóðir.Stjórnmálaáhugi og virk þátttaka almennings er veigamikill þáttur lýðræðis og á stóran þátt í því hve vel íslendingum hefur vegnað á liðnum áratugum. En þegar ákvarðanir í ýmsum mikilvægustu málum yrðu teknar í mikilli fjarlægð frá okkur er afar hætt við að áhugi almennings fari dofnandi. Það er alkunn staðreynd að kosningaþátttaka er víðast hvar mjög léleg þegar kosið er til ESB- þingsins. Því valda áhrif fjarlægðarinnar og alþekkt sambandsleysi yfirstjórnar ESB við almenning. Fólk lætur sér á sama standa og fylgist illa með því sem þar er tekist á um. Því finnst að áhrif þess á ákvarðanir séu engin orðin sem aftur dregur úr frumkvæði þess og þjóðfélagsáhuga. 1% hlutdeild íslands Hlutdeild fslands í risavöxnu stofnanabákni ESB yrði að sjálfsögðu afar smávaxin og í tölum talin aðeins um 1 %. Eftir stækkun ESB er gert ráð fyrir að 345 ráðherrar sitji í svonefndu ráðherraráði þar sem helstu ákvarðanir eru teknar. í því ráði myndu íslendingar eiga þrjá fulltrúa (eins og Möltu er nú ætlað) en 88 atkvæði þarf hverju sinni til að koma í veg fyrir að ákvörðun meiri hlutans nái fram að ganga. Meiri hluti með 258 atkvæði og 62 % af íbúafjölda ESB-ríkja á bak við sig getur tekið bindandi ákvarðanir í trássi við minni hlutann. 14 af stærstu ríkjum ESB hafa afl til að ráða ákvörðunum gegn 13 þeim minni.Á ESB-þinginu verða 732 fulltrúar og þar af myndi ísland fá 5 fulltrúa (sbr. Malta).Formaður Evrópusamtakanna sagði í Kastljósþætti sjónvarpsins í vetur að íslendingar myndu verja sig með málþófi ef ráðherraráðið hygðist taka ákvarðanir um veiðar á íslandsmiðum sem ekki væru þeim að skapi. Ég læt lesendum eftir að meta hversu vel og lengi sú baráttuaðferð dygði okkur. Er hætta á einangrun? Oft er því haldið fram að íslendingar muni einangrast ef þeir verði meðal fárra Evrópuþjóða sem ekki ganga í ESB. En sá hræðsluáróður er úr lausu lofti gripinn. íslendingar taka í dag virkan þátt í samstarfi Evrópuríkja á fjöldamörgum sviðum á vegum ESB, Evrópuráðsins og margra annarra samtaka. Það mun ekkert breytast. Flestir andstæðingar aðildar líta á sig sem Evrópusinna þótt þeir telji það ekki samrýmast hagsmunum íslands að sogast inn í samrunaferli ESB og verða útkjálki í nýju, miðstýrðu risaríki. Á alþjóðavettvangi tala fulltrúar ESB fyrir hönd aðildarríkjanna allra. En meðan ísland er sjálfstætt ríki hefur það sjálfstæða rödd á alþjóðlegum þingum og ráðstefnum. Við eigum því auðveldar með að koma sérsjónarmiðum okkar á framfæri og eigum síður á hættu að einangrast en ef við værum lokuð inni í þunglamalegu stofnanakerfi ESB með 1 % áhrif. Undanþága fyrir ísland? Eins er oft reynt að telja fólki trú um að ESB muni veita íslendingum und—an-þágur frá reglum ESB um sjávarútveg og þeir fái því að sitja einir að öllum veiðum við ísland. Sagt er að ráðherraráð ESB myndi afhenda íslending-um allan veiðikvótann við -strendur landsins því að ESB-þjóðir hafi enga"veiðireynslu"á íslands-miðum og telji sig því ekki eiga réttá aflaheimildum við fsland. Þessu geti íslendingartreyst. Menn virðast gleyma því að áhrifa-mestu að—ild-arríki ESB eru sömu ríkin og stund-uðu hér veiðar öldum saman, m.a. Bretar, Þjóðverjar, Belgar, Hollendingar og Spánverjar, jafnvel upp í landsteina fyrri hluta 20. aldar-. Sum þeirra hurfu ekki af miðunum fyrr en 1976 eftir þrjú þorskastríð. Reynslan sýnir að hugtakið veiðireynsla hefur enga fasta merkingu hjá ESB og er túlkað eftir því sem forystuþjóðum ESB hentar hverju sinni. Ekki er að sjá að veiðireynsla hafi skipt neinu máli í nýgerðum samningi ESB við Möltu en samkvæmt honum verður skipum frá ESB undir ákveðinni lengd hleypt inn í 25 mílna einkalögsögu Möltubúa sem þeir hafa þó einir ráðið yfir undanfarin 30 ár. Reynslan sýnir einnig að helsta aðferð Spánverja til að komast yfir veiðikvóta annarra ríkja er ekki kvótaúthlutun held-ur kvótahoppið, þ.e. kaup á skipum í öðrum ríkjum. Skipið er þá skráð í landi fyrri eigenda en stórum hluta aflans landað í heimalandi nýrra eigenda. Þegar eru um 20% breskra fiskiskipa í eigu Spánverja og Hol-lendinga. Bretar hafa ákaft reynt að hindra að kvóti þeirra hoppi þannig úr landi og hafa sett reglur sem eiga að tryggja að helmingi aflans sé landað í Bretlandi, en Spánverjar komast áfram upp með að flytja hinn helminginn heim. Gull og grænir skógar? Lítum því næst á efnahagsleg áhrif aðildar til viðbótar þeirri áhættu sem tekin væri í sjávarútvegsmálum.Ýmsir ræða um aðild að ESB eins og íslendingar séu að missa af einhverjum stórkostlegum hagnaði og happafeng ef þeir hlaupa ekki til og ganga í ESB. Þeir sem þannig hugsa mættu hafa í huga að undanfarna áratugi hefur hagþróun í Noregi og á íslandi verið miklu örari en í ríkjum innan ESB og um leið hefur verið margfalt meira atvinnuleysi í ESB. Hagvöxtur árin 1971 - 2000 á íslandi og í Noregi,sem bæði stóðu utan ESB,var miklu hraðari en að meðaltali í ESB-ríkjum, OECD-ríkjum eða Banda-ríkjunum. Meðalatvinnuleysi í ESB var 7,6% í febr. 2001 og 7,7% í febr. 2002. Á íslandi var það 1,5% í feþr. 2001 og 2,6% í febr. 2002. (Heimild: OECD Economic Outlook og Seðlabanki íslands). Vissulega er hugsanlegt að einhverjir hagsmunahópar myndu hagnast á því að Island gengi í ESB og tæki upp evru. Einkum væri það sá hluti útflutningsaðila sem selja vörur sínar á evrusvæðinu en miklu síður þeir sem eiga viðskipti í dollurum. Þjóðarheildin myndi tvímælalaust tapa og yrðu útgerðarmenn, sjómenn og bændur fyrir mestu tjóni svo og íbúar í bæjum og þorpum sem byggja afkomu sína á úrvinnslu sjávarafurða og búvara. Islenska leiðin bls.43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.