Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 40

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 40
Heldur betur. Ég segi nú að við hefðum þurft að gera það áður en gengið var inn í Efnahagssvæði Evrópu. Það var mjög umdeilt hvort stjórnarskráin leyfði það eins og fyrr var rakið. Hvernig telur þú að breyta þyrfti stjórnarskránni, ef menn ætluðu sér að fara huga að þessum málum af alvöru? í stjórnarskrám Norðurlandanna eru sérstök ákvæði um aðild að fjölþjóðastofnunum. Til dæmis er í dönsku stjórnarskránni ákvæði sem var sett inn árið 1953, vegna vaxandi þátttöku í ýmiss konar al- þjóðasamstarfi.Við höfum ekki sambærilegt ákvæði í stjórnarskránni okkar. í 20. grein dönsku stjórnarskrárinnar segir í lauslegri þýðingu: Ákvarðanir, sem samkvæmt stjórnarskrá þessari, falla undir stjórn- völd ríkisins má með lögum framselja alþjóðlegum stofnunum sem settar eru á stofn með gagnkvæmum samningum við önnur ríki til að styrkja alþjóðlega lögskipan og samvinnu. Síðan er svo mælt að til þess að samþykkja slíkt lagafrumvarp séu tvær leiðir: Annars vegar að frumvarp nái samþykki 5/6 hluta þingmanna, sem telja má allt að einróma samþykki. Hins vegar að frumvarp sé samþykkt með venjulegum hætti og ríkisstjórn styðji það, en þá skal það lagt undir þjóðaratkvæði. Einnig má benda á norsku stjórnarskránna. Þar segir í 93. grein: Til þess að stuðla að friði og öryggi á alþjóðavettvangi eða til að styrkja fjölþjóðlega réttarskipan og samvinnu, getur Stórþingið með 3/4 hlutum atkvæða samþykkt að fela alþjóðastofnun, sem Noregur er aðili að eða ætlar að gerast aðili að, á málefnalega afmörkuðu sviði, þær heimildir sem að öðrum kosti falla undir stjórnarstofnanir ríkisins - þó er ekki með þessari aðferð heimilt að breyta stjórnarskránni. Síðan segir að 2/3 hlutar þingmanna þurfi að vera viðstaddir. Víkja megi frá þessu ferli ef um er að ræða hreint þjóðréttarlegt samband. í þjóðréttarlegu sambandi felst hér svokölluð tvenndar-kenning, þ.e.a.s.að skilið erá milli þjóðaréttar og ríkisréttar og þjóðréttarreglur fá ekki sjálfkrafa gildi sem lög, heldur verði annað hvort að koma á samræmi milli þeirra og innlendrar löggjafar eða eða beinlínis lögfesta samninginn, eins og er nú oftast gert. í sænsku stjórnarskránni er svipað ákvæði. í 5. grein sænsku stjórnarskrárinnar segir: Ákvörðunarvald sem samkvæmt þessum stjórnskipunarlögum fellur undir Ríkisþingið, ríkisstjórnina, eða aðra stjórnarstofnun sem er mælt fyrir um í lögum þessum, má í takmörkuðum mæli fela fjölþjóðastofnunum sem sænska ríkið á aðild að í því skyni að stuðla að friðsamlegri sambúð ríkja. Einnig má framselja slíkt vald til milliríkjadómstóls. Svipað og segir í þeirri norsku, þá má ekki afhenda slíkt vald til þess að breyta stjórnarskránni eða til þess að takmarka mannréttindi, og eru sérstaklega nefnd frelsisréttindi sem ráð er gert fyrir í stjórnarskránni. Þetta eru meginatriðin i þessum stjórnarskrám. Þarna er viss - að vísu takmörkuð - heimild til framsals ríkisvalds. Mér sýnist sá andi svífa yfir áliti nefndarinnar eins og áþekk ákvæði séu einnig í íslensku stjórnarskránni. Þar er m.a talað um að vald sé framselt á takmörkuðu sviði og ekki verulega íþyngjandi. Um þetta síðarnefnda má reyndar gera athugasemd: Ef það er ekki íþyngjandi að greiða allt að 75 milljón krónur í sekt er ég alveg hættur að skilja þau orð. Einnig eru ýmis álitamál um túlkun íframangreindum stjórnarskrárákvæðum.Til dæmis: Hvað merkir„í takmörkuðum mæli"? Hvað má ganga langt? Hvað er „friðsamlegt samstarf" eða „málefnalega afmarkað svið"? Þetta leysir hreint ekki allan vanda, en er þó engan veginn haldlaust; þarna verður að rökstyðja hina málefnalegu takmarkanir, segja í hverju þær séu fólgnar. Það veitir vissulega aðhald. Þú telur þ.a.l. svona stjórnarskrárákvæði sem heimili þinginu með verulega auknum meirihluta eða einnig þjóðaratkvæði, að þetta sé rétta leiðin fyrir okkur? Það væri bæði hægt að hugsa sér annað hvort mjög ríflega meirihluta á þingi og ekki þjóðaratkvæði,eða einfaldan meirihluta og þjóðaratkvæði. Svo mætti jafnvel viðhafa hvort tveggja, til þess að fá nú vilja þjóðarinnar beint í æð. Ég held að svona ákvæði þekkist víðar. Norðurlönd standa okkur næst. Það væri eðlilegt að sækja fyrirmyndir þangað. Sem sagt ef tillaga um inngöngu í ESB fengi lítinn meirihluta á Alþingi, þá væri eðlilegra að málið yrði borið undir þjóðina. Fyrst yrði að samþykkja stjórnarskrárbreytingu eftir gildandi stjórnlögum. Þannig er í 79. grein stjórnarskrárinnar gert ráð fyrir einföldum meirihluta, eins og um hvert annað frumvarp. Síðan er Alþingi rofið.Þaðerekki beint þjóðaratkvæði um breytingu.Þingrofið og kosningarnar kunna að snúast um margt annað - málefni sem teljast mikilvægari en stjórnarskrárbreyting. Hún getur oft horfið þar í skugga.Síðan á að samþykkja hana á næsta þingi aftur. Þetta eru svip- aðar reglur og eru í dönsku stjórnarskránni. Það réðist síðan af hinum nýju stjórnarskrárákvæðum hvernig staðið yrði að inngöngu í ESB. í frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem lagt var fram árið 1992,einmitt í tilefni af aðild íslands að Efnahagssvæði Evrópu var gert ráð fyrir breyt- ingu á 21 .grein,en þar segir að forseti (slands geri samninga við önnur ríki.í þvífelst einungis heimild til samningagerðar,þ.e.a.s.sem bindur íslenska ríkið að þjóðarrétti en haggar ekki lögum.Til þess að unnt sé að standa við gerðan þjóðréttarsamning verður oft að breyta lögum eða aðlaga þau samningsskuldbindingum. Eins og fyrr er vikið að gerist það með tvennu móti, með því að lögum er breytt til samræmis við samninginn og er það kallað aðlögun eða ákvæði samningsins eru lögfest og er það kallað innleiðing. Þessi breytingartillaga var á þá leið að forseti íslands geri samninga við önnur ríki. Þó geti hann enga slíka samninga gert ef þeirfeli í sér afsal eða kvaðir á landi og er það nokkurn veginn óbreytt úr gildandi stjórnarskrárákvæði,en síðan bætt við"eða á hvers konar fullveldisrétti í íslenskri lögsögu, framsal einhvers hluta ríkisvalds til fjölþjóðlegrar stofnunar eða samtaka, eða ef þeir horfa að öðru leyti til breytinga á stjórnhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. Slíkt þingmál telst því aðeins samþykkt að þrír fjórðu alþingismanna greiði því atkvæði." Þarna er ein hugmynd þar sem gert var ráð fyrir auknum meirihluta þingmanna. Ég held nú að flestir myndu samt telja réttara að hafa þjóðaratkvæði.Til dæmis má nefna breytingar á Rómarsáttmálanum sem orðið hefur að leggja undir þjóðaratkvæði. Erfiðlega hefur gengið að fá (ra til þess að samþykkja síðustu breytinguna. Danir felldu Maastricht á sínum tíma. Þá var Edinborgar-samningurinn gerður til að koma til móts við þá. Það er hins vegar athyglisvert að það eru alltaf endurteknar þjóðaratkvæðisgreiðslur þar til menn loksins samþykkja breytingarnar. Mér vitanlega hefur aldrei verið látið reyna á það hvort menn vilji snúa við; vilji segja upp samningnum. Um það eru ekki mörg dæmi.Grænland er eina"ríkið','eða réttara sagt sjálfstjórnarsvæðið,sem hefur sagt sig úr ESB. Heldur þú að það þyrfti að tilgreina eitthvað meira, varðandi slíkt framsal? Ég hygg að ákvæði áþekk þeim sem hér hefur verið lýst ættu að duga. Hins vegar eiga menn ekki að láta afstöðu sína til ESB ráða,hvort slíkar breytingar verði gerðar. Afstaðan til ESB fellur undir stefnumótun i stjórnmálum Með þingrofið, þá er einfaldlega verið að kjósa að nýju til Alþingis. Samt virðist sem að sú grunnhugsun búi að bak við, að stjórnarskrárbreytingar séu sendartil þjóðarinnar, til samþykkis eða synjunar. Hvað gerist ef stjórnarflokkar leggja fram stjórnarskrárbreytingu, sem maður myndi vilja greiða atkvæði með, en maður vildi greiða stjórnarandstöðuflokkum atkvæði sitt? Hvað gera menn þá? Þetta verður hver kjósandi að gera upp við sig. Ég er sammála því að þetta er galli. Mér finnst þetta óæskilegt. Stundum er ekki mikill bls.40 fslenska leiðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.