Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 54

Íslenska leiðin - 01.10.2002, Blaðsíða 54
er eftirfarandi: Fátæk þjóð leitar eftir fjármagni til uppbyggingar. Iðulega vill hún færast mikið í fang og á stundum sést hún ekki fyrir. Lánskjörin reynast erfið og fyrr en varir blasir við greiðsluvandi.Sótt er um skuldbreytingar og enn meiri lán til þess að reyna að freista þess að ná upp framleiðslu og greiðslugetu.Þetta eru viðbrögð sem margir þekkja úr eigin lífi. Smám saman vill þó fara svo að landið sekkur dýpra og dýpra í skuldafen. Lánadrottnarnir og aðrir handahafar auðmagnsins eru ekki af baki dottnir þegar þessar aðstæður koma upp. Nú bjóða þeir hinum fátæka skuldunauti eftirfarandi: Ef þið opnið fyrir okkur þær auðlindir sem þið kunnið að búa yfir; verðmæt jarðefni,fallvötnin sem má virkja og aðgang að almannaþjónustunni, þá munum við festa kaup á öllu þessu og þjóðin verður hólpin. Fyrir þessu hafa snauðar og skuldsettar þjóðir ekki verið ginnkeyptar og jafnan hefur farið svo þegar þessum hugmyndum hefur verið hreyft að hitnað hefur í kolunum,fréttir hafa borist af mótmælum og uppþotum (þóttalltof lítið hafi fariðfyrir þeim í íslenskumfjölmiðlum). Nú kemur til kasta fyrrnefndra alþjóðastofnana. Sagan ( lok heimstyrjaldarinnar síðari kom hinn kapitalíski heimur á fót stofnunum sem áttu að hafa það hlutverk að stuðla að markaðsvæðingu, alþjóðviðskiptum og langtímafjárfestingum. Þetta voru Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Byggt var á samkomulagi sem gert var í Bretton Woods f New Hampshire í Bandaríkjunum árið 1944 og eru þessar stofnanir oft kenndar við þennan stað. Þær veittu í senn lán og fylgdust með því að samkomulagið frá Bretton Woods um markaðsvæðingu væri virt. Á þessum tíma lutu mörg fátæk ríki enn nýlendustjórn og komu lítið að stefnumótun þessara stofnana og enn er það svo að snauðar þjóðir hafa þar lítil áhrif. Innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ræður umfang efnhagsstarfsemi aðildarríkjanna atkvæðamagni þeirra. Bandaríkin hafa svo dæmi sé tekið 18 prósent atkvæðavægi en Mósambik 0,06 prósent. Lengi vel voru þessar stofnanir varfærnar þótt markmiðin um markaðsvæðingu væru aldrei dulin. Framan af var höfuðáherslan á gengismál en þau ríki sem áttu aðild að Bretton Woods - stofnununum höfðu fallist á að binda gjaldeyri sinn Bandaríkjadollar sem síðan var tengdur gullfæti. Á þessu verður breyting í byrjun áttunda áratugarins. í ágúst árið 1971 tilkynnti Richard Nixon Bandaríkjaforseti að hér eftir væri ekki hægt að ganga að því vísu að Bandaríkjadollar væri hægt að skipta í gull. Frá þessum tíma tóku gjaldmiðlar að fljóta sem kallað er og var samþykktum Alþ jóðagjaldeyrissjóðsins breytt árið 1976 til samræmis við þessa þróun. Á næstu árum fórThatcherismi og Reaganismi - harðlínukapitalismi - að ryðja sér til rúms vestan hafs og austan og var þess skammt að bíða að áhrifanna færi að gæta innan Alþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Það var þó ekki fyrr en leið á níunda áratuginn og þó sérstaklega hinn tíunda að menn tóku almennt að gera sér grein fyrir því hve markvisst þessum stofnunum var beitt í þágu alþjóðaauðmagnsins. Eftir að Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á fót 1995 til að knýja á um einkavæðingu og markaðsvæðingu,jafnt í þriðja heiminum sem í þróuðum iðnríkjum, rann það upp fyrir öllum hugsandi mönnum að til harðvítugra átaka hlyti að koma um hlutverk þessara stofnana. Þau átök hafa ekki látið á sér standa: Um það bera vitni fjöldamótmæli í Seattle, Washington, Prag og víðar. Harðvítug og tilfinningaþrungin mótmæli í þessum borgum á undanförnum árum hafa öll verið tengd fundum þessara stofnana. Það var engin tilviljun að síðasti fundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar skyldi haldinn í eyðimörk Arabíuskagans, í Doha í Quatar. Ekki er nóg með að þangað sé erfitt að komast heldur var verkalýðssamtökum og öðrum fjöldasamtökum sem láta sig alþjóðavæðinguna varða beinlínis meinað að senda fleiri en einn fulltrúa á fund stofnunarinnar. Þetta átti einnig við um samtök sem hafa tugi milljóna félagsmanna innan sinna vébanda. Ræða aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnu narinnar á fundi f Genf í febrúar síðastliðnum frammi fyrir fulltrúum alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar þar sem hann fjallaði sérstaklega um Doha fundinn var ótrúlega bíræfin. Þessi sami maður Mike Moore sem hafði látið hafa sig í að meina verkalýðshreyfingunni að senda fulltrúa til Doha hélt nú ræðu yfir sömu aðilum og vitnaði þá sérstaklega í viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna með velþóknun og sagði að loksins hefði tekistað þvo af Alþjóðaviðskiptastofnuninni blettinn frá Seattle (We have"removed the stain from Seattle"). Það má til sanns vegar færa að alla vega við fyrstu sýn féll ekki kusk á nokkurs manns flibba f Doha, hvað þá að á mannskapinn kæmi blettur, einfaldlega vegna þess að þangað var engum hleypt sem vildi sýna Alþjóðaviðskiptasto fnuninni og þeirri stefnu sem hún beitir sér fyrir andúð sína. Vinnubrögðin Hvaða vinnubrögð eru það af hálfu þessara alþjóðastofnana sem vekja slíka ólgu og reiði og raun ber vitni? Framan af Reaganárunum fylgdu Alþjóðajaldeyrissjóðurinn og Alþjóðbankinn þeirri stefnu að kreista skuldnautana með því að krefjast aðhaldskúra,„austerity programmes" eins og enskumælandi þjóðir kölluðu þá. Á árunum 1980 til 1985 tvöfölduðust vaxtaafborganir fátækra ríkja til auðugra lánadrottna þeirra. En þrátt fyrir þennan „árangur" varð fulltrúum auðmagnsins smám saman Ijóst að þetta gengi ekki til frambúðar. Það sýndi sig einfaldlega að sú aðferð að blóðmjólka snauðustu þjóðir heims hefði sín takmörk og myndi ekki skila tilætluðum árangri til frambúðar. Að því myndi koma fyrr eða síðar að skuldugar þjóðir hættu að geta staðið við skuldbindingar sínar og peningaflæðið í pyngju hins ríka manns myndi stöðvast. James Bakerfjármálaráðherra Bandaríkjanna vará meðal þeirra manna sem um miðjan níunda áratuginn tók að mæla fyrir nýrri stefnu, langtíma stefnu sem byggði á kröfu um víðtækar kerfisbreytingar:„structural adjustments programmes". Þau ein ríki skyldu nú fá lán sem féllust á að bylta þjóðfélagsskipan sinni, markaðsvæða og einkavæða þjónustu og eignir sem áður höfðu verið á forræði almennings. Nú fór í hönd tímabil sem fól í sér að að skipta á skuldum og eignum. Skuldug fátæk ríki skuldbundu sig til að einkavæða almannaeignir og iðulega létu þær eignir sínar ganga upp í skuldir. Enda þótt ígildi 60 milljarða Bandaríkjadollara af eignum fátækra ríkja hefðu runnið til lánadrottnanna samkvæmt þessari stefnu þegar komið var fram á árið 1991 sá ekki högg á vatni hvað varðar skuldastöðuna. En fjölþjóðaauðhringirnir voru ánægðir. Skuldir þriðja heims ríkja héldu áfram að hlaðast upp en nú var búið svo um hnúta að eignir þeirra féllu fjölþjóðarisunum í skaut. Nýlegt dæmi um fórnarlamb þessarar þróunar er Argentína. Það fór ekki framhjá heimsbyggðinni þegar efnahagslíf þess lands bókstaflega hrundi fyrir fáeinum mánuðum. Argentína hafði í einu og öllu farið að tilmælum Alþjóðagjaldeyriss jóðsins og Alþjóðabankans; nánast öll almannaþjónusta hafði verið einkavædd, vatnið með hörmulegum afleiðingum, samgöngur, velferðarþjónusta, flestir þættir grunnþjónustunnar. í þessu samhengi má geta þess að á árinu 1990„losuðu" Argentínumenn sig við 11 % af skuldum sínum með því að selja almannaeignir á borð við flugfélög og símafyrirtæki í hendur fjölþjóðlegum fyrirtækjum. Á þessum sama tíma var hið sama að gerast í stórum stíl í Chile, Mexíkó og á Filippseyjum. Einnig í þessum löndum hafa afleiðingarnar ekki látið á sér standa þótt þær hafi orðið sýnilegri í Argentínu. Dæmin um ofbeldið sem fátæk ríki hafa verið beitt af heimsauðvaldinu eru nær óþrjótandi. Svo farið sé frá einni heimsálfu til annarrar var Afríkuríkinu Senegal til dæmis árið 1987 þröngvað af hálfu Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, til að setja 17 ríkisfyrirtæki á söluskrá til að afla tekna upp í skuldir. Þarlend stjórnvöld kváðust vonast til þess að unnt væri að halda innlendu eignarhaldi á fyrirtækjunum.Samkvæmt fyrirmælum lándadrottnanna voru hins vegar samþykkt lög sem heimiluðu 100% erlent eignarhald. Sú varð og raunin enda leikurinn til þess gerður. bls.54 (slenska leiðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.