Bókasafnið - 01.01.2000, Side 7

Bókasafnið - 01.01.2000, Side 7
Eg fór heim til Kristínar beint af járnbrautarstöðinni ásamt félaga mínum. Þar var fyrir skagfirskur maður og húnvetnsk stelpa, Sátum þar og spjölluðum til kl. rúmlega ellefu. Mér ofbýður, hvað fólk þetta fylgist illa með rás heimsmenningar- innar. Eg verð að segja því nýjustu tíðindi eins og afdalafólki, Hérna eru allir á hausnum í heimatrúboðsvitleysu. Fjöldi fólks les ekki aðrar bækur en um trúboð og Krists kross- festingu, Telur synd að lesa annað. Alt andlegt líf er að kafna í ortodoksi. Hans Kirk hefir gert gys að þessu standi í sögum sínum. Hann er hér einhvers staðar úr sveit og varð blátt áfram að flýja til Oslo. Svo illa varð hann þokkaður í sveit sinni fyrir bækur sinar. Méh þykir lítið til koma að vera hér. Þetta [er] alt of smá- borgaralegur heimur fyrir .mig, Bændurnir kváðu vera fáfróðir og fullir af missioniskri vitfirringu. Konan sem þau Guðmundur búa hjá er önnum kafin í innrimission. Hún græddi fé á hótel- haldi og lifir nú á rentunum. Eg sagði Kristínu, að hún skyldi stinga því að henni, að í lögum Mose væri bannað að taka rentur af fé. Fólkið í Bergen er afarófrítt og luralegt, miklu lakara en heima. í nótt vorum við látnir sofa í skólahúsinu hér. Það er timbur- hús alt ómálað innan og kuldalegt. Eg las Goos stepp til kl. 1. Þá átta eg mig við illan draum. Það hafði gleymst að láta næturgagn inn til okkar. Mér hnykti ónotalega við. Eg, sem þarf. að pissa oft á nóttu. Hvað átti eg að gera? Mér kom óvænt ráð í hug. Eg tók skóhlífina mína, meig hana fulla og rétti svo innihaldið út um gluggann. Þessir erfiðleikar urðu þess valdandi, að í alla nótt hafði eg óstjórnlega löngun til að pissa. Eg pissaði líka fjórum sinnum f skóhlífina og fjórum sinnum helti eg úr henni út um gluggann. Annars eru hér allir góðir við íslendinga og vilja alt fyrir þá gera. Þótt við hneyksl- umst á heimskunni heima, þá er hún þó tífalt hneykslanlegri hér um slóðir. Hér vildi eg ekki eiga heima. En nú er að sjá, hvað eftir er. Nú bíður mín nýr heimur, sennilega með nýju skúffelsi kaj nova malgranda spirititajo, Nú er tíminn búinn. Þetta er rissað upp í óskaparflýti heima hjá Kristínu. Við förum til Oslo í fyrramálið. Skrifaðu nú sem allra fyrst og sem allra mest. Skrifa þér rækilegar og settlegar, þegar eg er kominn til Oslo. Hefi ekki önnur bréfsefni uppi við en þetta. Berðu kæra kveðju mína. Þetta er nógu langt bréf svona til að byrja með. Nánar síðar. Vertu blessaður. Þórbergur 1 Opið bréf til Kristjáns Albertssonar sem birtist í Alþýðublaðinu 6. nóvember 1925 2 Hér mun átt við Stefán frá Hvítadal Á BÓKASAFNINU Arnaldur Indriðason Synir duftsins (Vaka-Helgafell, 1997) Pálmi undi sér hvergi betur en á bókasafni. Gamla safnahúsið við Hverfisgötu var honum ákaflega kær staður. Þar gat hann setið daglangt og dögum saman án þess að gera neitt sérstakt nema fletta blöðum og bókum af forvitni einni saman og fróðleiksfýsn. Þar voru aðrir fastagestir en hann var örugglega þeirra yngstur. Stundum horfði hann á þá og hugsaði með sér að þannig yrði hann sjálfsagt þegar hann eltist; einfari, fátæklega til fara í snjáðum jakkafötum og slitnum skóm, að rýna í gamlar bækur með stækkunargleri og nótera hjá sér í litla kompu, guð má vita hvað. Kannski var hann þegar orðinn þannig. Honum leið vel í stóru útskornu bóka- safnsstólunum með grænu borðplötuna fyrir framan sig, umvafinn þögn. Honum fannst stundum, þegar honum leið illa, að safnabyggingin gamla skýldi honum með sínum þykku, gömlu veggjum og þungu angan af varðveislu. Þegar hann gekk inn í hana lokuðust dyrnar á hávaðann úti fyrir og hann hvarf inn í það sem var liðið og í öruggri fjarlægð. Honum stóð engin ógn af fortíðinni. Þartil nú. (bls. 247-8) Bókasafnið-24. Arg, 2000 5

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.