Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 8

Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 8
Kristín Bragadóttir Tréskurðarmyndir til bókaskreytinga Islensk prentlistarsaga er að mörgu leyti forvitnileg, ekki bara hvað varðar prentun og prentfrágang held- ur Ifka vegna myndefnis. Hér á landi hófst prentun um 1530 og var þá lögð megináhersla á texta en smám saman fær myndefni einnig rými á síðum bókanna. Þar sem kirkjan réð yfir prentsmiðjum á íslandi fyrstu aldirnar var einungis um prentun á guðsorði að ræða og að sjálfsögðu er myndefnið einnig sótt til kristninnar, Margar elstu og fágætustu bækur fslendinga eru varðveittar á þjóðdeild Landsbókasafns fslands - Háskólabókasafns sem auk þess geymir marga aðra þjóðardýrgripi. Þar getur að líta tréskurðarmyndir og koparstungur sem eru elstu aðferðir ti! myndskreytinga ■prentaðra bóka, Hér verður einkum fjallað um þróun í gerð tréskurðarmynda frá upp- hafi og til mynda Guðbrandsbiblíu, sem prentuð var á Hólum 1584, en hún er prýdd mörgum og vel gerðum myndum sem voru skornar út í tréplötur, Þróun í tréskurði Tréskurðarmyndir eiga sór mjög langa forsögu. Vitað er að Babýloníumenn, Egyptar, Grikkir og Rómverjar notfærðu sér þessa aðferð við að búa til nauðsyn- lega stansa og stimpla, til dæmis fyrir leirplötur. Hin eiginlega tréskurðartækni til prentunar mun þó hafa borist okkur frá Kínverjum eins og svo margt annað nytsamlegt. f þessu ævintýralandi menningar í austri var löng hefð fyrir tréskurði og tréristum, Tréskurður var mjög vel þekktur og notaður til prent- unar þegar á 10. öld. Til Evrópu barst tæknin til slíkrar notk- unar fyrst um 350 árum síðar. Allar götur frá tímum Han- keisaraættarinnar, sem ríkti við upphaf tímatals okkar, unnu Kínverjar með háþrykk á silki. Út frá því þróaðist svo smám saman listin að skera letur í tréplötur, önnur mikilvæg upp- fínning, sem einnig kom frá Kínverjum, var pappírinn en hann var skilyrði þess að prentun næði nokkurri útbreiðslu.1 Uppgötvun Kínverja á gerð pappírs skipti miklu máli og þeir vissu líka hvernig átti að nota hann til dreifingar á prentuðu efni og myndefni. Á nýju,‘ sléttu, ódýru síðurnar sfnar hófust þeir nú handa við að prenta orð með stimplum eins og þeir höfðu löngum gert á leirtöflur. Þeir smurðu bleki úr vatnslitum á blokk og pressuðu á pappír alveg eins og Evrópumenn gerðu við fyrstu prentun sína mörgum öldum síðar.2 í Evrópu hófu menn vinnu með lausstafaletur á fyrri hluta 15. aldar, með Gutenberg í broddi fylkingar, en þá hafði fram- leiðsla á prentpappir og prentsvertu náð þar nægum gæðum, Myndir og texta var nú hægt að setja saman og prenta sam- tímis af tréblokkum á einfaldan og ódýran hátt miðað við það sem áður hafði verið unnt, Þar sem meirihluti íbúa Mið-Evrópu var enn ólæs fékk myndefni þegar mikið gildi og varð vinsælt, Við lok 14, aldar voru fyrstu tréskurðarmyndírnar i Evróþu skorn- ar af munkum, sem sáu í greininni mögu- leika á listsköpun sem hentaði fyrir þorra almennings, Staðan hefur líklega ekki verið ólfk því sem við þekkjum nú að því leyti að fólk hefur kunnað að meta myndefni, Strax í byrjun var þvf komið til móts við þessar langanir fólksins fyrir myndir. Frummyndir voru of dýrar fyrir flesta og þess vegna var þá sem nú ein- ungis á færi forréttindahópa að eignast myndlist, Farið var að þrykkja myndir af tréblokkum í svolitlum upplögum, á sama hátt og grafík nú til dags, sem gerir myndefni aðgengilegra og ódýrara en ef um eina einustu frummynd er að ræða, Segja má að tréskurður hafi smám saman orðið þjóðleg listgrein, í upþhafi tréskurðartímans einkennir nýjabrum og frískleiki útskurðinn, sem aðeins er hægt að líkja við endur- nýjun tróskurðarins sem átti sér stað 500 árum síðar, Þessar tréskurðarmyndir, oft mjög fallega handlitaðar, voru seldar við kirkjulegar hátíðir og önnur slfk tækifæri, Þær fengu snemma menningarsögulegt gildi, Tréskurðarmynd eftir Burgkmair frá því um 1514. Myndin sýnir Maximilían keisara segja málaranum til. 6 Bókasafnið24, Arg. 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.