Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 11
myndmót til láns eða kaups. Komið hefur í Ijós að myndírnar
hafa verið fengnar erlendis frá. Eru sumar prentaðar eftir
myndamótum úr þýskum biblíuprentunum. Myndirnar eru allar
ómerktar nema ein af Páli postula og umgerðin um titil bók-
arinnar, Myndin af sánkti Páli er mörkuð fangamarki Guð-
brands og hin líklega líka, þótt á því leiki meiri vafi. Frekar eru
líkur til þess, að biskup hafi gert eitthvað af upphafsstöfum,
skreytingum eða bókahnútum en allt er það haganlega gert.
Magnús Már Lárusson segir í formála að Guðbrandsbiblíu í
Ijósprenti að Guðbrandur hafi aflað myndamóta frá útlöndum
en hafi sjálfur skorið hnúta og annað skraut
ásamt Grími Eiríkssyni í Viðvík.10 Ætla má að
Jón JÖnsson, áðurnefndur prentari, og Guð-
mundur Erlendsson prestur hafi séð um
myndaþrykkin ásamt öðrum verkum en sjö
manns munu hafa lagt hönd á plóginn við
prentun biblíunnar, Stóð verkið yfir í tvö ár auk
verulegrar undirbúningsvinnu. Þarna var ekkert
til sparað.
Titilsfðuna prýðir tilkomumikil tréskurðarmynd
sem þekur alla fólfósíðuna, Hún er samansett
úr tfu sjálfstæðum myndum og inniheldur
geysimikið frásagnarefni, Þessar myndir eru
mjög fígúratfvar og mynda ramma utan um
bókfræðilegar upplýsingar ritsins. Þarna eru
fræg biblfuminni túlkuð á myndrænan hátt eins
og eðlilegt er.
Úr tréristunni má lesa myndir er sýna atburði sem allir
þekkja og eru margendurteknar á öllum skeiðum myndlistar-
innar þar sem hugmyndafræði kristinnar trúar er við lýði.
Nefna má að á einni myndinni kemur heilagur andi yfir Maríu
mey til að tilkynna henni að hún muni frelsara fæða. Þarna
sjáum við Jesú liggjandi í jötu með Maríu og Jósef til vinstri
handar og vitringana til hægri við jötuna og er það sennilega
vinsælasta myndefni hins kristna heims. Skírn Jesú fær sinn
sess og sést dúfa sveimandi yfir geislabaugi Krists, Þarna
getur og að líta fjallræðuna. Jesú stendur á fjallstindi með
áheyrendur fyrir neðan. Maður með heilaga ritningu er honum
á hægri hönd og til vinstri hefur hann annan mann sem tilbið-
°r hann ákaft. Ennfremur er minnt á upprisu Krists sem
stærsta og veigamesta atburðinn í kristinni trú.
Myndir til uppfyllingar, sem hafa minna kristilegt gildi, eru
einnig með og vandað er til verksins í hvívetna. Andans
menn, sem ef til vill eru mikilsmetnir skrifarar umluktir pappfrs-
rollum, eru í sitthvoru horni uppi. Þeir minna á dverga miðalda
sem koma mjög oft fram í myndlistinni og geta hór sem best
staðið fyrir hið narratíva eða frásagnarhefðina. Tónlistarmaður
spilandi á lýru sína minnir á hinar sjö fögru listir og á vel heima
á áberandi stað á titilsíðunni
Þessi stærsta og íburðarmesta mynd Guðbrandsbiblíu er
vandvirknislega unnin í öllum smáatriðum. Fagmenn hafa verið
hér að verki og verkfærin þeirra í góðu lagi, Hún er þó yfir-
hlaðin viðburðum og skrauti eins og algengt var fyrr á öldum.
Henni er ætlað að segja mjög mikið í einu vetfangi eins og var
einkennandi fyrir tréristur f Evrópu á þessum tíma. Myndin
virkar ruglingsleg við fyrstu sýn og þarf gaumgæfilegrar skoð-
unar við. Öll tréristan er fagurlega skreytt með blómum, lauf-
blöðum, dýrum og dýrahöfðum.
Aðrar myndir biblíunnar hafa fræðimenn
rakið til myndamóta sem notuð voru (
Evrópu á þessum tíma. Þær bera líka
með sér að þær eru útlendar og fylgir
þeim framandi yfirbragð. Þar er að finna
myndefni eins og glæsilegar byggingar
sem langt var frá að fýrirfyndust á íslandi
þessa tíma og ýmsa sjaldséða hluti, Út-
lendur bragur er á húsdýrum. Má í því
sambandi nefna mynd sem táknar
drauma Faraós með magrar kýr og feitar í
forgrunni og er á þeim afar útlendur svip-
ur. Þær hafa löng sveigð horn og eru
áreiðanlega ekki úr Hjaltadal og enn síður
úr Flóanum.
Þar sem menn þykjast vita að
Guðbrandur hafi kunnað að beita skurðjárninu og að hann var
liðtækur teiknari er freistandi að eigna honum eitthvað af
handverki bókarinnar. Halldór Hermannsson segir: „That Bp.
Guðbrandur was a very skilful artisan is well known, and he
provided the press with ornaments and other decorative
things from his own hand, but the extent of his work in that
respect can not be determined now with certainty. He may
have made some of the woodcuts in the Bible, but he did
not design them."11
Ef til vill má ætla að hann eða annar (slendingur hafi teiknað
bókstafinn Þ sem er upphafsstafur að mörgum köflum og
ennfremur eilítið minna þ sem víða er við greinaskipti. Varla
hefur Guðbrandur keypt þennan sérfslenska bókstaf í útlönd-
um. í bókinni er margt annarra fallegra upphafsstafa sem tölu-
vert er lagt í.
Litla þ er mjög snoturt, læsilegt og frekar hreint þrátt fyrir að
margs konar sprotar, sveigðir og beygðir, séu í skreytinga-
skyni. Sprotarnir sem enda í lauflaga formi minna á gróður og
Iff jarðar og er í samræmi við aðra upphafsstafi bókarinnar.
Fléttur sem eru uppistaða í stóra þ við upphaf bóka og
Titilsíða Guðbrandsbiblíu,
prentuð 1584 að Hólum.
Bókasafnið24. Arg. 2000
9