Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 12
bókahnútanna gætu mjög vel verið eftir sama mann, svo áþekkar sem þær eru. Þarna er greinilega sama hugsun að baki, Getgátur eru um að Guðbrandur hafi sjálfur skorið þessar skreytingar.12 Stóra þ er fagurlega skreytt, íþurðar- mikið og nokkuð þunglamalegt, vel fallið til að þrykkja með háþrykkstækni þar sem yfirborðsfletir skera sig vel úr, Gróður er fléttaður inn á milli og það var tímans tákn. Tróristur þær sem prýða Guðþrandsþiþlíu voru áfram notaðar í guðsorðabókum á íslandi, Áherslur eru þó engan veginn jafnt og þétt á myndefni og í mörgum þókum eru alls engar myndir. Víða er þó að finna skorna upphafsstafi, skorna bókahnúta af mörgum gerðum og gerða af miklu listfengi. Einnig eru skornir rósabekkir áberandi og ef til vill nýjung en myndir, sem segja sögu, eru hverfandi. Rósabekkirnir, sem eru misbreiðir og mis- mikið skreyttir, eru tíðast við upphaf kafla, Allnokkur mynstur hafa verið til. Þeir hafa verið til mikillar prýði og gleðja augað enn í dag. Myndamótin sem notuð voru á tímum Guðbrands hafa mörg hver varðveist og eru nú vandlega geymd í Þjóðminja- safni. Fyrir nokkrum árum var myndlistarmaðurinn Richard Valtingojer fenginn til að hreinsa mótin og þrykkja eftir þeim að nýju, Er mikill fengur að þessum þrykkum. Útgefendur bóka á íslandi hafa lengi fram eftir öldum verið afar sparsamir á myndefni og eru bækur prentaðar hér á landi því lítið myndskreyttar miðað við útgáfur úti í Evrópu á sama tíma. Það er tjón fyrir kynslóðirnar sem á eftir komu því margt má lesa út úr því hvers konar myndir menn leggja áherslu á. Reyndar er mikil menningarsaga fólgin í myndefni, Líklegt er að myndamót hafi verið dýr og sennilega hefur fjárskortur hamlað frekari innkaupum á myndaplötum. Þetta er einungis getgáta. Það vekur athygli að myndir með sérís- lensku efni eru fágætar. Ef til vill voru ekki margir hér á landi sem lögðu fyrir sig útskurð. Fielst er að lagt sé í titilsíður og þá ekki endilega með myndum heldur einnig rauðum prentlit, en hann var allmikið notaður. Jónsbók, lögbók Islendinga, sem Guðbrandur lét af þrykki út ganga 1578, er elsta bókin sem varðveist hefur með rauðum lit á titilsíðu, Leturgerðir á titil- síðum eru einnig oft mjög fallegar og ekkert þar til sparað. Auðséð er að smekkvísi og kunnátta ( þrykki hefur ráðið ferð- inni við skreytingu íslenskra bóka á fyrstu árum prentlistarinnar hér á landi. Heimildir 1 Nícklasson, Kim: Om högtryck ur vár tids grafik. Kristianstad: Samlargrafik, 1992, bls. 9. 2 Mayor, A. Hyatt : Prints & Peopie: A Social History of Printed Pictures. Princeton, N.J.: Princeton University Press, 1971, bls. 2. 3 Jorgensen, Aksel: Den sort-hvide kunst. Kbh: Rasmus Fischers forlag, [1966], bls. 107. 4 Börjesson, Lars: Fakta om grafik. Göteborg: Wezata förlag, 1979, bls. 34. 5 Jorgensen, Aksel: Den sort-hvide kunst. Kbh.: Rasmus Fischers forlag, [1966], bls. 110. 6 Tallberg, Axel: Nágra ord om etsning och andra konstnárliga gravyr- metoder. Stockholm: Grafiska sállskapet, 1912, bls. 37. 7 Jorgensen, Aksel: Den sort-hvide kunst. Kbh.: Rasmus Fischers forlag; [1966], bls. 119. 8 Ein ný sálmabók. Formáli eftir Guðbrand Þorláksson. Hólum í Hjaltadal, 1589. 9 Sjá: Optrykket í Guðbrandsbiblía. Bibl. Arnam. XVI, Hafniae 1957, bls, 364-378 og Jón Borgfirðing: Söguágrip um prentsmiðjur og prentara á íslandi. Reykjavfk; Jón Jónsson Borgfirðingur, 1867, bls. 15 og Jón Halldórsson: Biskupasögur II. Hólabiskupar 1551-1798, Reykjavík: Sögu- félagið, 1911-1915, bls. 41-42. 10 Guðbrandsbibiía 1584. Magnús Már Lárusson hafði umsjón með verkinu. Reykjavík: Líthoprent, 1956-57. 11 Halldór Hermannsson: lcelandio Books of the Sixteenth Century. Islandica. Ithaca: Cornell University Press, 1916, bls, 29. 12 Haraldur Sígurðsson: Fjögurra alda afmæli bókagerðar Guðbrands Þorlákssonar biskups 1575-1975. Árbók Landsbókasafns Islands. Nýr flokkur 1975, bls. 40-53. Summary Woodcuts as illustrations An account of woodcuts as illustrations, starting wíth a historical resumé and going on to describe the methods used during the Míddle Ages. After having recounted the methods, tools and implements used in Europe the author turns to woodcuts in lceland with emphasis on the lcelandic Bíble translatíon printed at Hólar in 1584. Not many books printed in lceland were illustrated, but ornamental initial letters were quite common. The 1584 Bible, however, has a numb- er of woodcuts of European origin, lcelandic printers used engraved blocks from Europe but it is known that bishop Gudbrandur Thorlaksson, who installed the printing press at Hólar, was a skilled draughtsman. The author contends that some of the engraved ornamental letters might have been made byhim. Á.A. Bókahnútar voru oft notaðir í bókarlok til þess að fylla í eyður. 10 . Bökasafnið24. Arg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.